Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 63
lengur og oftar en hún hefur dvalið þrisvar í Senegal, fyrst frá 2011-12, svo árið 2013 nú síðast frá 2016- 2017. Guðrún dvaldi í Senegal í tengslum við doktorsnám sitt og störf hjá UNDP í tengslum við þróunarmál en samhliða ferðalög- unum gegnum tíðina hefur Guðrún starfað sem framkvæmdastjóri Fé- lags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, kennt þróunarfræði í HÍ og fengist við þýðingar, skrif og verkefni í lausamennsku af ýmsu tagi. Hún er núna framkvæmdastjóri og einn eigenda ProVida sem er ráðgjaf- arfyrirtæki sem sérhæfir sig í út- tektum á þróunarverkefnum. Stöðug, frábær og ókeypis loftkæling á Íslandi! Eiginmaður Guðrúnar, Yakhya Diop, starfar í eldhúsi á veit- ingastað á Keflavíkurflugvelli og kann því vel. Hann ólst upp í Sene- gal en varð munaðarlaus 10 ára gamall þegar hann missti föður sinn, en hann hafði misst móður sína fjögurra ára. Guðrún segir að fjölskyldan skipi mikilvægan sess í senegölsku samfélagi og nærfjöl- skylda Yakhya hafi tekið hann að sér eftir andlát foreldranna og sinnt uppeldinu. Hann gekk í her- inn ungur og síðar í lögregluna en þaðan fór hann í sérstakan líf- varðaskóla og starfaði sem líf- vörður fyrir nokkra ráðherra í Senegal. Yakhya var fráskilinn og á þrjú börn í Senegal sem búa hjá systur hans og spjallar hann við þau reglulega. Draumurinn er að þau geti annaðhvort flust til hans til Íslands í framtíðinni eða alla vega dvalið hjá honum reglulega og til lengri tíma í senn. Yakhya segist vera mjög sáttur við núverandi vinnustað því starfið sé mikil hvíld frá því að vera vopn- aður lífvörður alla daga, en það gefur auga leið að slíku starfi fylgir mikið álag og gríðarleg ábyrgð. Best af öllu finnst honum þó veðr- ið! Blaðakona hváir. Er þetta ekki einhver misheyrn? Íslendingar hafa ekki gert annað en að kvarta sáran yfir veðrinu undanfarna daga og vikur. „Nei, ég elska veðrið hérna!, segir Yakhaya.“ Guðrún hlær og segir að hann sé sífellt að opna dyrnar út á svalir og dásama þessa loftkælingu sem öllum býðst hér ókeypis!“ segir Guðrún Helga. Ævintýrin bíða handan við hornið – En hvað á að gera næst? Hvaða spennandi ævintýri bíða handan við hornið? Reyndar ætluðum við að fara utan í fæðingarorlofinu en Heima- vellir, sem við leigjum af, eru svo harðir á leiguskilmálum að við megum alls ekki framleigja íbúðina eins og við höfum fengið að gera hjá öðrum leigusölum, í til dæmis tvo til þrjá mánuði og búa erlendis á meðan. Einhvers staðar þar sem það er ódýrara að lifa. Það hefði alla vega ekki verið neitt vandamál að finna leigjendur. En við stefnum að því að koma okkur betur fyrir hérlendis, eignast góðan samastað og geta farið í ferðalög þaðan. Enda sagði Ingibjörg einhvern tíma: „Mamma, við förum aldrei í ferðalög. Við flytjum bara!“ Guð- rún segir að Daníel sé líka á við- kvæmum aldri og nenni ekki alveg þessu flakki í bili þó að það blundi í honum ævintýraþráin, hún heyri það þegar hann nefnir þá staði sem hann hefur ekki heimsótt ennþá í veröldinni. Þannig að á þessum tímapunkti hentar betur að eiga samastað og geta ferðast þaðan. Það eru margir möguleikar í stöð- unni og margir staðir enn eftir á óskalistanum og því ljóst að fylgj- endur Guðrúnar Helgu, mömmu- nnar sem þarf að ferðast, eiga eftir að fá að fylgja enn fleiri ævintýrum fallegu fjölskyldunnar hennar úr hlaði í framtíðinni. Við Rose-vatnið í Senegal Mariama, Ingibjörg, Guðrún, Cheich og Idrissa (fyrir framan Guðrúnu), Alexander (í fang- inu á pabba sínum), Yakhya og Daníel. Mariama, Cheich og Idrissa eru börn Yakhya og stjúpbörn Guðrúnar. Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona á tvo syni á aldrinum 10-11 ára og tvö stjúpbörn á aldrinum 7-9 ára. Hér deilir hún fimm af sínum bestu ráðum með lesendum Fjölskyldunnar á mbl.is. 1Kennum börnum okkar að fyrirgefaAð fyrirgefa er ein mikilvægasta dyggð sem manneskja getur vanið sig á og lausn á mörgum vandamálum í lífinu. Það er þó ekki svo að fyrirgefning þýði að hægt sé að ganga yfir viðkomandi, af því að hann fyrirgefur allt- af, þar af leiðandi er mikilvægt að kenna börnum að setja mörk. Að sama skapi og í raun ekki síður mikilvægt er að kenna börnum að brjóta odd af oflæti sínu og biðj- ast fyrirgefningar þegar við á. Fyrirgefning er svo tilfinningalega gildishlaðið orð sem bæði börn og fullorðnir mættu nota oftar í samskiptum. 2Peningar vaxa ekki á trjánum Ég áttaði mig einu sinni á því að börninmín héldu að peningar yxu í Mary Poppins-töskunni minni ásamt óendanlegri þolinmæði gagnvart suði og skítugum sokkum á gólfinu, það var því kominn tími til að kenna þeim örlítið á peninga. Peningar eru jú orka sem bæði er hægt að nota til góðs og ekki eins góðs. Við tókum því upp á því á mínu heimili að skoða í sam- einingu hvernig börnin gætu aflað tekna á viðeigandi máta og safnað þannig fyrir því sem þau eru með á óskalistanum. Hingað til hafa þau safnað dósum, borið út blöð og selt dót fyrir utan fjölfarna staði að ógleymdum afmælispeningum. Ég hef tekið eftir því að þau verða töluvert ánægðari með þá hluti sem þau kaupa sér fyrir afraksturinn en ef ég kaupi þá. 3Að greina tilfinningar. Öll erum við foreldrar sek um það að vera mismun-andi upplögð og börnin okkar líka. Ég hef vanið mig á það, þegar ég er eitt- hvað óvenju öfugsnúin, að biðja börnin mín að afsaka hegðun mína og skýra út af hverju mér leið svona eða hinsegin í dag. Þetta hefur reynst mér vel til að fá þau til að gera slíkt hið sama og geta þá betur tengt við tilfinningar sínar og greint frá þeim. Mér finnst líka mikilvægt að þau geri sér grein fyrir og séu meðvituð um að slæmar tilfinningar eiga alveg jafn mikinn rétt á sér og þær góðu, að það sé eðli- legt að upplifa mismunandi tilfinningar. Það er víst hluti af því að vera manneskja. 4Hin hliðin á málunum Eitt af því sem ég ræði um við börnin mín, þegarþannig aðstæður koma upp, er að setja sig í spor annarra. Ef einhver kemur illa fram við þig í dag snýst það ekkert endilega um þig, nema þú hafir vísvitandi gert eitthvað slæmt á hlut viðkomandi. Við erum alltaf að endurspegla okkar innri líðan í samskiptum við annað fólk og oft er það nú þannig að fólk sem kemur illa fram við aðra er að berjast við innri vanlíðan sem brýst út á mismunandi máta. 5Leyfum börnunum að elda Ég var óskaplega heppin í æsku að eigamömmu sem var óhrædd að prófa eitthvað nýtt í eldhúsinu og hvatti mig til að gera slíkt hið sama frá unga aldri. Eldri strákurinn minn er ansi lunkinn og hug- myndaríkur í eldhúsinu. Oftast tekst honum vel upp en stundum fara tilraunirnar út um þúfur en þá gæti ég alltaf þess að minna hann á að enginn verði óbarinn biskup. Hvatningin skiptir miklu máli og það er afskaplega gefandi að sjá hana í verki og oft á tíðum gómsætum útkomum. 5 UPPELDISRÁÐ Rikku 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Matur Fasteignir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.