Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 64
64 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 ✝ Jón ÞórarinnSveinsson fæddist í Butru í Fljótshlíð 11. apríl 1925. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 18. maí 2018. Jón var sonur hjónanna Guð- bjargar Jónsdóttur húsmóður frá Sleif í V-Landeyjum, f. 20.4. 1901, d. 8.3. 1990, og Sveins Böðvarssonar, bónda og verslunarmanns frá Þorleifsstöðum í Rangárþingi, f. 20.11. 1895, d. 10.8. 1985. Elstur af bræðrum Jóns, sam- feðra, var Ólafur Konráð, f. 18.7. 1920, d. 1988. Albræður Jóns: Kristján Grétar, f. 9.3. 1927, d. 2011, Bjarni Hafsteinn, f. 28.10. 1929, Magnús Leifur, f. 1.5. 1931, og Matthías Böðvar, f. 1.5.1931, d. 2009. Jón kvæntist 10.6. 1961 Þur- íði Hjörleifsdóttur, f. 29.12. 1931 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Halldóra Narfa- dóttir, f. 26.6. 1897, d. 19.7. 1982, og Hjörleifur Ólafsson, f. 24.5.1892, d. 2.7.1975. Dætur Jóns og Þuríðar eru: 1) Þórunn, f. 9.8. 1965, fyrrv. sambýlis- maður hennar er Steinn Eiríks- son, f. 5.6. 1965, frá Brimnesi í með framleiðnitækni sem sér- grein. Að loknu námi veitti hann teiknistofu Kaupfélags Ár- nesinga forstöðu til 1958. Starf- aði því næst hjá Ísarn í Reykja- vík sem tæknilegur ráðunautur og á teiknistofu ásamt Kjartani Sveinssyni. 1962 stofnaði hann svo skipasmíðastöðina Stálvík við Arnarvog í Garðabæ. Þegar mest var unnu þar yfir 200 manns og var því stærsti atvinnurekandinn í Garðabæ. Þar voru smíðuð 52 stálskip, þar af togarinn Ottó N. Þorláks- son og Þórunn Sveinsdóttir. Eftir að Stálvík var lokað tók hann m.a. að sér hönnun og smíði á björgunarskipum fyrir olíuborpalla í Norðursjó, en þau voru smíðuð í Danmörku. Jón lét sér annt um bæjarfélagið og tók þátt í uppbyggingu Garða- bæjar. Hann sat í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem forseti bæjarstjórnar frá 1978- 1982. Um árabil var Jón for- maður Félags dráttarbrauta og skipasmiðja í samtökum ís- lensks iðnaðar auk þess sem hann gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstöfum. Hann unni góðri tónlist, var alla tíð virkur í félagsmálum og lét fólk sig varða. Hjónin voru meðal þeirra fyrstu er reistu sér hús í Garða- bæ, en 1963 byggðu þau Smára- flöt 8 og bjuggu þar alla tíð. Útför Jóns fer fram frá Vída- línskirkju í Garðabæ í dag, 31. maí 2018, og hefst athöfnin kl. 13. Fráskrúðsfirði. Börn þeirra eru: Hulda Steinunn, f. 18.3. 1995, og Jón Björgvin, f. 9.3. 2001. Eiginmaður Þórunnar er Jó- hannes Hall- dórsson, f. 12.10. 1950, börn hans eru: Hanna Dóra, Páll, Kristín Þóra og Signý og eru barnabörn og barnabarnabörn níu. 2) Sveinbjörg, f. 25.8. 1969, sonur hennar og Úlfs Grönvold, f. 3.1. 1966, er Jón Þórarinn, f. 18.12. 1993. Unnusta hans er Helena Guðmundsdóttir, f. 6.6. 1997. Eiginmaður Sveinbjargar er Gunnar Jóhann Birgisson, f. 19.10. 1960. Börn hans eru Birgir Ísleifur, Unnur Elísabet, Katrín Björk og Gunnar Freyr, barnabörnin eru fjögur. Jón ólst upp á Uxahrygg á Rangárvöllum og gekk í Strandaskóla frá 10-14 ára ald- urs. Að loknu fjögurra ára námi í járnsmíði á Selfossi 1949 stundaði hann framhaldsnám í járniðnaði við Teknologisk Institut 1951 og 1952 og starf- aði hjá Burmeister og Wain jafnhliða náminu. Hóf nám við Köbenhavns Teknikum 1953 Undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Jóni fyrir rúmum tíu árum þeg- ar ég kom inn í fjölskyldu hans. Jón var einstakur maður. Ég tek heilshugar undir það sem Hafsteinn bróðir hans sagði, að Jón væri besti maður sem hann hefði kynnst. Jón var góðhjart- aður og vildi öllum vel og hall- mælti aldrei nokkrum manni. Hann var mikill athafnamaður og allt það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann af mik- illi ástríðu, harðduglegur og mikill fagmaður. Um 1960 ákvað hann ásamt fleirum að stofna skipasmíða- stöðina Stálvík í Garðabæ. Hann byrjaði nánast með tóm- ar hendur, landnámsmaður við Arnarvog, þar sem hvorki var rafmagn né rennandi vatn. Hann byrjaði á að smíða olíu- báta, fyrsta skipið fékk nafnið Lágafell og svo var farið í að byggja aðstöðu til að byggja stærri skip. Í framhaldi af því var byggð stærri stöð sem hæfði stærri skipum. Í þessi þrjátíu ár sem stöðin var starf- rækt voru smíðuð yfir fimmtíu skip. Þarna varð til gífurlega mikil þekking og reynsla og um tíma störfuðu yfir 200 manns í Stálvík. Þegar kvótakerfið var sett á í kringum 1990 var sett stopp á alla innlenda skipa- smíði. Þá var Jón kominn með samninga fyrir raðsmíðaverk- efni, það var búið að sjá um fjármögnunina, en farið var fram á ríkisábyrgð sem fékkst ekki. Þar með var fótunum kippt undan Stálvík, grundvöll- urinn var ekki lengur til staðar. Ég hef oft leitt hugann að því að hefði þessi skipasmíðastöð verið staðsett úti á landi hefði hún fengið aðra og jákvæðari meðferð. Þar sem hún var hins vegar á höfuðborgarsvæðinu fékkst ekki aðstoð við að kom- ast í gegnum þennan skafl þó að stærri langtímahagsmunir hefðu vissulega mælt með því. Skammsýnir stjórnmálamenn settu fæturna fyrir og stóðu frekar gegn hugsjón Jóns en að styðja við hana. Þetta var mikil skammsýni, því að nú á sér ekki stað nein nýsmíði á land- inu. Handverki og þekkingu á skipasmíði var fórnað. Þess má einnig geta að eitt mesta afla- skip flotans, Ottó N. Þorláks- son, var hannað og smíðað í Stálvík. Með Jóni er genginn mikill hugsjónamaður og eldhugi. Blessuð sé minning hans. Þinn tengdasonur, Jóhannes Halldórsson. Hamrammur forystumaður, þannig er Jóni Þ. Sveinssyni, tengdaföður mínum, lýst í 70 ára afmælisriti Málms, tímarits Samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Já, og hamrammur var hann: Drengurinn sem ólst upp á Uxahrygg, einum af svo- kölluðum Bakkabæjum, sem standa við Þverá skammt frá Odda á Rangárvöllum; ungi járnsmiðurinn á Selfossi sem ákvað 1949 að halda til náms í Kaupmannahöfn og lauk þaðan námi í véltæknifræði frá Kö- benhavns Teknikum átta árum síðar og síðan en ekki síst framkvæmdastjórinn sem smíð- aði yfir 50 skip í fyrirtæki sínu Stálvík við Arnarvog í Garða- bæ. Ég kynntist Jóni skömmu eftir að hann hafði fengið heila- blóðfall þá 86 ára gamall – áfall sem batt hann við hækjur og síðar hjólastól. Ég á því ekki minningar um hann frá þeim tíma sem hann var upp á sitt besta, eins og sagt er, en já- kvæðnin, bjartsýnin og óbilandi trú á hið besta í lífinu er nokk- uð sem ég mun minnast og tengja við hann alla tíð. Í nýlegu en fallegu ljóði eftir Braga Valdimar Skúlason er ort um sólarlagið og ævikvöld- ið. Þar segir: Líttu sérhvert sólarlag sem hið hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. Þessi texti á einkar vel við þegar farið er yfir lífshlaup Jóns tengdaföður míns. Jón sat aldrei auðum höndum, féll aldr- ei verk úr hendi og kunni betur skil á verklegum fram- kvæmdum en nokkur annar sem ég hef hitt. En umfram allt þá var Jón verðugur fulltrúi sinnar kynslóðar. Kynslóðar sem býr yfir reynslu sem fólk í dag getur ekki öðlast. Kynslóð- ar sem barðist frá fátækt til bjargálna, upplifði sjálfstæðis- baráttu þjóðar sinnar og hörm- ungar seinni heimsstyrjaldar. Þannig upplifði Jón tímana tvenna. Hann fékk sína fyrstu skó daginn sem hann fermdist frá Oddakirkju og sjálfur sagði hann að ein stórkostlegasta stunds lífs síns hefði verið að upplifa stofnun íslenska lýð- veldisins í úrhellisrigningu á Þingvöllum árið 1944. Þá var hann 19 ára gamall en minn- inguna um þetta regnvota augnablik geymdi hann alltaf með sér. Jón var mikill áhugamaður um stjórnmál og almennt um félagsmál og lét til sín taka á þeim vettvangi. En Stálvík, fyr- irtækið sem hann hafði byggt upp ásamt nokkrum öðrum nánast úr engu, átti lengi vel hug hans allan. Þar voru af dugnaði og útsjónarsemi smíð- uð ófá happafley. Stoltastur var hann af togaranum Ottó N. Þorlákssyni, sem smíðaður var fyrir HB Granda (þá BÚR). Það má segja að það sé ótrúleg tilviljun að sama dag og Jón kvaddi okkur sigldi Ottó sinn síðasta túr fyrir Granda áður en þetta mikla aflaskip sigldi til nýrra eigenda í Vestmannaeyj- um. Jón tengdafaðir minn átti sér einkunnarorð, sem þeir þekktu sem stóðu honum nærri: Aldrei missa kjarkinn. Þeir sem það tileinka sér eru færir í flestan sjó, sagði hann. Nú hefur þessi hamrammi framkvæmdamaður, sem aldrei missti kjarkinn á siglingu sinni um lífsins ólgu- sjó, farið í sína hinstu siglingu. Hvort sem horft er til Fljóts- hlíðar í átt að Butru, þar sem Jón fæddist, keyrt niður með Þverá fram hjá Uxahrygg, þar sem Jón var alinn upp, eða far- ið að Oddatorfu á Rangárvöll- um, þar sem Jón var fermdur, nú eða einfaldlega horft til hafs þar sem skip mætast við sjón- deildarhringinn, þá mun minn- ing um góðan mann lifa með okkur. Gunnar Jóhann Birgisson. Við erum svo einstaklega lánsöm að hafa átt besta afa í heimi. Afi sá alltaf það besta í fólki og bar virðingu fyrir dýr- um og mönnum. Hann ferðaðist mikið og víða. Hann kunni að meta tónlist, hann var lengi í kirkjukór í Garðakirkju, söng oft og fór með vísur. Aldrei höfum við séð hann reiðan eða heyrt hann blóta þrátt fyrir sterkar skoðanir á flestum hlutum. Hann var jákvæður, bjartsýnn, trygglyndur, mikið ljúfmenni, klár, vinnusamur og mjög þolinmóður. Afi var stór partur af okkar uppeldi en við sáum hann nán- ast hvern einasta dag, alla okk- ar ævi. Þrátt fyrir um 70 ára aldursmun var hann okkar besti vinur. Það var alltaf hægt að spyrja afa um hvað sem var, en við urðum að vera undirbúin undir löng og ítarleg svör enda gerði hann allt sem hann tók sér fyrir hendur með miklum sóma, líka að svara einföldum spurningum barnabarnanna. Hann var duglegur að segja okkur sögur og fræðimola. Hann kenndi okkur, án þess endilega að reyna, hvernig á að takast á við hluti – með kjarki og jákvæðni. Afi kenndi okkur að umgang- ast fólk, sýna þolinmæði og vanda til verka – „Lakkið verð- ur aldrei betra en undirlagið.“ Afi skilur eftir sig óteljandi lífsreglur sem hafa og munu áfram hjálpa okkur að takast á við verkefni lífsins. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur kennt okkur, elsku afi. Jón Þórarinn Úlfsson Grönvold, Hulda Steinunn Steinsdóttir, Jón Björgvin Steinsson. Svona er lífið. Það skiptir ekki máli hversu góður mað- urinn er eða hversu vænt manni þykir um hann, lífsgöng- unni hér lýkur þegar kallið kemur. Þannig er það með Jón Þórarin bróður minn sem kvaddi þennan heim 18. maí. Ég lít á það sem sérstaka gæfu að hafa átt Jón sem bróð- ur og fylgdarmann á lífsgöngu minni. Það er nokkuð sem mað- ur ákveður ekki sjálfur en mér var gefið og eftir stendur djúpt þakklæti fyrir tímann sem ég og mín fjölskylda áttum með honum, elskulegri konu hans og börnum. Jón nýtti vel nestið sem for- eldrar okkar bjuggu okkur til lífsgöngunnar á bernskuárum okkar á Uxahrygg. Kjarni þess nestis var heiðarleiki og trú- mennska innrömmuð í kristi- legu hugarfari. Jón var elstur okkar al- bræðranna fimm sem ólumst upp á Uxahrygg. Aldrei beitti hann aflsmunar þótt það kæmi fyrir að það slettist upp á vin- skapinn eins og stundum gerist á unglingsárum jafnvel þótt bræður eigi í hlut. Þá réð um- burðarlyndi og kærleikur hans til yngri bræða sinna för og gott er að minnast. Á ævi Jóns urðu meiri breyt- ingar á lífsháttum fólks en nokkurn gat órað fyrir. Þriggja ára flutti hann með foreldrum sínum að Uxahrygg þar sem aðbúnaður var mjög fátæklegur miðað við nútímann. Frumstæð og lítil hjálpartæki við heim- ilisstörfin, moldargólf, einn lítill skápur í eldhúsi sem tók nokkra bolla og glös og rekki fyrir diska, annað ekki. Vatn sótt út í læk vetur sem sumar, ekki rafmagn, sími eða útvarp og slegið með orfi og ljá. En Jón tileinkaði sér ungur möguleika á tækniþróun og beitingu hennar til bættra lífs- kjara. Hann var í barnaskóla á Strönd á Rangárvöllum og þar hafði verið sett upp vindmylla sem framleiddi rafmagn, sem þá þekktist naumast í sveitum landsins, og lýsti upp skólahús- ið. Jón sagði foreldum okkar frá þessari tækni og hvatti þau til að fjárfesta í þessum búnaði sem þau gerðu. Jón, þá aðeins 16 ára gamall, stjórnaði allri uppsetningu á vindmyllunni og öllum rafteng- ingum. Það var ógleymanleg stund þegar gamli bærinn á Uxahrygg varð allt í einu allur uppljómaður af rafmagnsljós- um á ágústkvöldi 1941. Það má segja að hér hafi Jón stigið fyrsta skrefið af mörgum sem síðar komu þar sem hann virkjaði tæknina til stórstígra framfara og heilla fyrir ís- lenska þjóð. Eftir að hafa lokið tækninámi í Danmörku byggði hann skipasmíðastöðina Stálvík í Garðabæ þar sem smíðuð voru yfir 50 stálskip og þróuð var ný tækni sem leiddi til mikils orkusparnaðar skipa sem vakti mikla athygli hér og erlendis og skrifað var um í erlend tæknitímarit. Mannkostir Jóns voru öllum auðsæir sem kynntust honum. Hann hafði svo mikið að gefa öðrum og var óspar á þær gjaf- ir. Það tók engan mann langan tíma að skynja að þar fór góður maður, traustur og tryggur, sem vildi öllum vel. Það er birta yfir allri göngu hans, hvergi skuggi. Megi það vera leiðarvísir og grunnur sem af- komendur hans, sem hann elsk- aði og dáði, byggja líf sitt á. Kona hans, Þuríður Hjörleifs- dóttir, hógvær og elskuleg hús- móðir, var honum samhentur og traustur förunautur. Magnús L. Sveinsson. Ekki var mér auðvelt að halda aftur af tárum er ég stóð við dánarbeð Jóns Þ. Sveins- sonar, bróður míns, þegar ég horfði á sviphreina ásjónu hins mikla athafnamanns. Á þeirri stundu var mér efst í huga því- líkan mannkærleik hann hafði hlotið í vöggugjöf og borið með sér í gegnum lífið. Hvað er dýr- mætara en kærleikur? Hann naut þeirrar gæfu að foreldrar okkar bræðra þroskuðu þennan meðfædda hæfileika hans í rík- um mæli á uppvaxtarárum hans. Það var áberandi í fari Jóns hvað hann bar mikla virð- ingu fyrir öllu lífríki jarðarinn- ar. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt Jón blóta enda tóku foreldrar okkar það loforð af okkur að við bræður blótuðum ekki eða segðum ósatt. Því lof- orði var hann trúr enda sann- leikurinn hans lyndiseinkunn. Illmælgi var ekki til í hans orðabók, engum skyldi hall- mælt. Jón var mjög trúaður og kirkjurækinn. Tónelskur mjög og söng í mörgum kirkjukór- um. Ungur að árum fór Jón til Danmerkur í tækninám. Að því loknu kynnti hann sér danska stáliðnaðinn og stálskipasmíði. Að fáum árum liðnum eftir heimkomuna til Íslands reisti hann skipasmíðastöðina Stálvík í Garðahreppi síðar Garðabæ. Með ótrúlegri elju, útsjónasemi og dugnaði tókst Jóni að tækni- væða og skipuleggja þessa stöð svo ríkulega og vel að verk- efnin í nýsmíði skipa hrönn- uðust upp. Smíðuð voru um 50 stálskip, þar af sex skuttog- arar. Þar má nefna togarann landsfræga Ottó N. Þorláksson. Þennan togara smíðaði Jón frá grunni með stuðningi Sigurðar Ingvarssonar skipatæknifræð- ings. Ríkisvaldið sá til þess að Stálvík ásamt öðrum stöðvum þurfti að loka fyrir nýsmíði skipa þrátt fyrir næg verkefni. Starfsmenn Stálvíkur voru á þriðja hundrað og voru þar margir afburðamenn. Þótt flestir væru afbragðsfagmenn voru aðrir ekki með sömu getu til snilldarverka og þeir bestu jafnvel svo að verkstjórar ósk- uðu eftir að þeim yrði skipt út fyrir aðra betri. Þar kom til kasta Jóns og svar hans var: „Með góðri tilsögn og hjálp geta þeir hjálpað til og lagt sitt af mörkum. Þeir þurfa að lifa og starfa eins og aðrir.“ Málið afgreitt. Mörgum trúnaðar- störfum var Jóni trúað fyrir og þau leysti hann öll af prýði og samviskusemi. Má þar nefna t.d. embætti forseta bæjar- stjórnar Garðabæjar. Seinustu mánuði dvaldi Jón á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann lést að kvöldi 18. maí. Jón var kvæntur Þuríði Hjörleifsdóttur og áttu þau tvær glæsilegar dætur, Þórunni og Sveinbjörgu. Nokkrum sinnum heimsótti ég Jón á Hrafnistu og átti með honum eftirminnilegar góðar stundir. Ekki leið sá dagur að eiginkona Jóns og dætur þeirra heimsæktu hann ekki. Ljúft var að horfa upp á hvað Jón var umvafinn kærleika og væntum- þykju í þeirra nærveru. Nú þegar komið er að leiðarlokum og ég kveð minn góða bróður hinstu kveðju set ég mér það markmið að halda kyndli minn- inganna hátt á lofti svo hann megi lýsa sem flestum veginn um komandi daga. Eiginkonu og dætrum, öllum ættingjum og vinum votta ég mína innileg- ustu samúð. Hvíli hann í Guðs- friði. Hafsteinn Sveinsson. Jón var stór og mikill maður. Ekki í þeim skilningi sem al- mennt er lagður í þau orð, heldur vegna stærðar þeirra hugmynda og verkefna sem hann tók sér fyrir hendur og framkvæmdi. Hann var andlegt hreystimenni og það var yfir honum einhver allt að því ofur- mannlegur ævintýraljómi. Hann var aðeins sextán ára þegar hann stóð fyrir uppsetn- ingu og tengingu rafmagns- myllu á heimili foreldra sinna og leiddi þannig, inn í fátækleg- an bæinn rafmagn og ljós. Ung- ur að aldri hélt hann síðan til náms í tæknifræði til Kaup- mannahafnar. Samhliða fram- úrskarandi námi gerði hann upp gamalt lögreglubifhjól sem hann ók síðan sumarið 1952, frá Kaupmannahöfn um norðanvert Þýskaland og suðurodda Sví- þjóðar og Noregs, rúmlega 2.600 km leið. Aftan á hjólinu sat yngsti bróðir hans, faðir minn, Magnús Leifur. Jón stofnaði og stýrði Stál- vík, sem var ein stærsta skipa- smíðastöð Íslands. Á hennar vegum voru sjósettir og hann- aðir tugir báta og skipa. Jón stóð fyrir hönnun fyrsta togar- ans sem smíðaður var hér á landi og í kjölfarið fylgdu fleiri sem margir skipuðu sér í flokk bestu fiskiskipa landsins. Jón hannaði jafnframt nýja lögun á skipskrokkum sem leiddi til mikils eldsneytis- og orku- sparnaðar. Jón hugsaði út fyrir öll möguleg box í leit sinni að lausnum en það var þó ein hindrun sem hann virti í hví- vetna. Það var ef lausnin var mögulega á kostnað einhvers annars og hún skaraðist á við góðvild og heiðarleika. Það sem gnæfði yfir svo marga kosti og afrek Jóns var einmitt góð- mennska hans og sanngirni. Ekki fór hann í manngreinar- álit og engu skipti hverrar þjóðar sá eða sú var sem fékk Jón Þórarinn Sveinsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.