Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 65

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 65
MINNINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 notið liðsinnis hans. Engu skipti hverrar trúar eða litar- háttar viðkomandi tilheyrði enda opnuðust Jóni dyr sem voru flestum öðrum luktar í framandi og fjarlægum löndum. Viðkvæði Jóns var ætíð að hægt væri að gera gott úr öllu. Dæmi um þetta viðhorf er þeg- ar hann lenti í slysi og hand- leggsbrotnaði. Þegar áhyggju- fullir samstarfsmenn hans í Stálvík spurðu hann frétta af líðan svaraði hann með brosi á vör að það væri engin ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur því þetta væri eitthvert það besta handleggsbrot sem hægt væri að fá. Hann vissi sem var að sjálfsvorkunn hefur aldrei knúið nokkurn mann til afreka. Það gæti einhver haldið, við þennan lestur, að líf hans hefði verið dans á rósum en sú var ekki raunin. Margt má nefna en þó helst það sársaukafulla pólitíska mótlæti sem hann upplifði í starfi sínu sem for- stjóri Stálvíkur. Nokkuð sem kippti að lokum, að segja má, fótunum undan íslenskum skipasmíðaiðnaði. Kominn á fullorðinsár veiktist Jón alvar- lega og lamaðist að hluta en hann tókst á við þær raunir sannfærður um að hver dagur væri betri í dag en í gær. Ein sönnun þess hve góður maður Jón var er eftirlifandi eiginkona hans Þuríður Hjör- leifsdóttir og yndislegar dætur þeirra, Þórunn og Sveinbjörg. Þær mæðgur ásamt tengdason- um og barnabörnum eiga mikl- ar þakkir skildar fyrir þá ást- ríku umönnun sem þau veittu Jóni frænda. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Einar Magnús Magnússon. Við Jón kynntumst snemma á sjötta áratug síðustu aldar þegar við vorum báðir við nám í Kaupmannahöfn og tókst með okkur góð vinátta. Sumarið 1954 fórum við í ferðalag til sjö Evrópulanda á litlum bíl ásamt tilvonandi eiginkonu minni og systur minni. Þetta var við- burðarík ferð og mikil opinber- un fyrir okkur ferðafélagana. Jón var bílstjóri okkar, úrræða- góður og öflugur í hverri raun. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Jón var mikill atorkumaður og stórhuga. Fátt óx honum í augum. Í Kaupmannahöfn lagði hann stund á tæknifræðinám en hafði áður unnið þar í skipa- smíðastöð Burmeister og Wein. Og það var einmitt skipasmíðin sem átti hug hans. Eftir heim- komuna gerðist hann brátt brautryðjandi á sviði stálskipa- smíðar. Á þeim vettvangi fékk hann miklu áorkað þótt oft væri á brattann að sækja. Þá dáðist ég oft að þrautseigju hans og óbilandi kjarki. Það kom oft í ljós í samræð- um við Jón hve sterk tengsl hans voru við gamla sveitasam- félagið sem hann gerþekkti. Hann sagði vel frá búskapar- háttum og fólki sem hann hafði kynnst á unga aldri og bar hlýjan hug til. Hann hafði auga fyrir því sérkennilega í fari fólks en frásögn hans bar ætíð vott um þá góðvild sem honum var eiginleg. Ég kveð Jón með þakklæti fyrir vináttuna. Ástvinum Jóns sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur Eggertsson. Fallinn er frá Jón Þórarinn Sveinsson, góður vinur minn og samferðamaður um langan aldur. Leiðir okkar lágu saman er við tengdumst fjölskyldubönd- um fyrir margt löngu og síðan höfum við átt ánægjulega sam- fylgd sem einkennst hefur af glaðværð og traustri vináttu. Jón Þ. Sveinsson var upprunn- inn í grösugum og söguríkum byggðum Rangárþings, þar sem minningin um Njál á Berg- þórshvoli og Gunnar á Hlíð- arenda og allt það fólk lifir enn góðu lífi. En úr sveitinni lá svo leið hans í þéttbýlið við Ölfusá, þar sem hann lærði vélsmíði sem iðngrein og vann á þeim starfsvettvangi um skeið. Einn- ig greip hann í störf sem hér- aðslögreglumaður og fleira. En hugur hans stefndi á hærri mið og lagði hann því ungur á djúp- ið og sigldi til Kaupmannahafn- ar. Þar lagði hann stund á verkfræðilegt nám og braut- skráðist í fyllingu tímans sem tæknifræðingur. Vann hann síðan um hríð við skipasmíðar og skyld störf erlendis, en fluttist þó fljótlega aftur á heimaslóðir. Þegar á unga aldri var Jón mikill röskleikamaður og stundaði þá ýmsar íþróttir, svo sem fjallgöngur og fleira sem stælti þrek hans og þor og var gott veganesti til síðari átaka á lífsleiðinni. Jón Sveinsson dreymdi snemma um að Íslendingar gætu að einhverju leyti orðið sjálfbjarga í skipasmíði eins og hann hafði kynnst þeirri grein erlendis og væri annað vart sæmandi fyrir svo mikla fisk- veiði- og siglingaþjóð sem hér væri um að ræða. Eftir tals- verðar vangaveltur tókst hon- um ásamt fleiri áhugamönnum að stofna skipasmíðastöðina Stálvík í Garðabæ. Þar voru síðan smíðaðir margir tugir skipa um árabil, þar á meðal allmargir togarar sem urðu síð- ar, sumir hverjir, víðfræg afla- skip. Jón naut sín vel sem framkvæmdastjóri á þessum vettvangi, enda bráðduglegur og athafnasamur hagleiksmað- ur að upplagi og í skipasmíð- inni fann hann kröftum sínum verðugt viðfangsefni. Jafnframt vann hann að félagsmálum, meðal annars að alþjóðlegu samstarfi skipasmíðastöðva sem og sveitarstjórnarmálum í Garðabæ. Ýmsar breytingar í efnahagslegu umhverfi þjóðar- innar urðu síðar þess valdandi að skipasmíðar áttu undir högg að sækja í vaxandi mæli og lauk því svo að þær lögðust af að mestu hér innanlands. Þar með tók fyrir skipasmíði í Stál- vík og hefur það áreiðanlega ekki verið sársaukalaust fyrir Jón Sveinsson að ganga þar frá borði um síðir. En eftir að starfsemin í Stál- vík leið undir lok tók Jón sér ýmis önnur verkefni fyrir hend- ur bæði hér heima og erlendis og fór þá gjarna víða um lönd og var sístarfandi meðan kraft- ar og þrek entust. En á síðari árum fór heilsu hans mjög hrakandi. En hvað sem á gekk, þá bar hann sig jafnan vel og horfðist í augu við sjúkdóma og erfiðleika með yfirvegun og karlmannlegri ró. Nú, þegar komið er að leiðarlokum, viljum við hjónin, Guðrún Hjörleifs- dóttir og ég, sem og fjölskylda okkar, þakka Jóni Þ. Sveins- syni fyrir ágæt kynni og skemmtilega samfylgd og vin- áttu fyrr og síðar. Jafnframt sendum við einlægar samúðar- kveðjur til eiginkonu hans Þur- íðar og dætra þeirra, Þórunnar og Sveinbjargar, og barna- barna sem og tengdafólks og vina og vandamanna. Megi góð- ur guð og fögur minning um einstakan öðlingsmann styrkja þau á stund sorgar og sakn- aðar. Blessuð sé minning Jóns Þ. Sveinssonar. Jón R. Hjálmarsson. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð (Einar Benediktsson) Vinnusemi, víðsýni og bjart- sýni og að takast á við hindranir af óbilandi trú á lausnir eru eiginleikar sem ein- kenndu Jón. Ef einhver sá möguleika og brann fyrir fram- förum, þá var það Jón Sveins- son. Eljan og bjartsýnin kom honum lengra og hærra en flestum hans samferðamönnum. Hann hafði trú á fólki og að við Íslendingar gætum staðið okk- ur jafn vel og aðrar þjóðir. „Fiskveiðiþjóð á að smíða sín skip sjálf, annað er aumingja- skapur.“ Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél logar af fjöri undir söðulsins þófum. (E.B.) Sem sveitastrákur í upphafi vélvæðingar sveitanna heillað- ist Jón af tækni og lausnum. Tækin voru framtíðin sem hægt var að leigja eða selja til ná- grannanna. … Það þarf ekki að reyna gæðings- ins gang. Þeir grípa til stökksins með fjúkandi manir. (E.B.) Járnsmíði kynntist Jón á Selfossi þar sem hann lærði. Leiðin lá svo til Danmerkur. Þar vann hann hjá stærstu skipasmíðastöð Danmerkur og kom heim sem tæknifræðingur. Það voru ekki til neinar hindr- anir í huga þessa unga manns við heimkomuna. Verkefnin voru lítil og stór, en öll unnin af stórhug og krafti. Lognmóðan verður að fallandi fljóti allt flýr að baki í hverfandi róti hvert spor er sem flug í gegnum foss eða rok sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti. (E.B.) Árið 1962 stofnaði hann ásamt fleiri skipasmíðastöðina Stálvík. Með því varð hann einn af frumkvöðlum stálskipasmíð- arinnar á Íslandi. Skipasmíðar voru hátækni þess tíma. Íslend- ingar komust í fremstu röð í hönnun og smíði fiskiskipa. Stolt Jóns var togarinn Ottó N. Þorláksson. Ný hönnun á bol skipsins reyndist vera risa- stökk í eldsneytissparnaði. Skipið reyndist eigendum sín- um einstaklega vel og sannaði að íslensk smíði og hönnun var betri en skip sem voru flutt inn á sama tíma. Þar finnst hvernig æðum alls fjörs er veitt úr farvegi einum, frá sömu taug. Allt er lífsins þrá eftir hreyfing og krafti. (E.B.) Seint um haust árið 1992 tók ég á móti Jóni og Diddu í litlu íbúðinni minni í Vesturbænum. Þar var okkar fyrsti fundur og upphafið af góðri vináttu. Fundurinn var eftirminnilegur enda hafði ég kynnst eldri dótt- ur þeirra nokkru áður og þar voru tilvonandi tengdaforeldrar mínir mættir til að skoða svein- inn. Í lok fundar gaf Jón bless- un sína á sambandið. Þessi heiðurshjón urðu seinna afi og amma barnanna okkar. Betri félaga, fyrirmyndir og afa og ömmu gátu þau ekki fengið. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. (E.B.) Með bakgrunn í sveitinni og járnsmíðinni og með sameigin- legan áhuga á iðnaði, rekstri, stjórnmálum og sögunni skorti okkur Jón aldrei áhugaverð umræðuefni. Lífsviðhorfið allt- af jákvætt og reynslubrunnur- inn stór. Jón var höfðingi og stór- menni á öllum sviðum. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (E.B.) Með þakklæti og virðingu kveð ég vin minn Jón Sveins- son. Steinn Hrútur Eiríksson. Mínar fyrstu minningar um Alla frænda eru frá því að ég man fyrst eftir mér á Hringbraut 65. Þá kom Alli, sem var sendill í Kiddabúð, með vörur í kassa á sendisveinshjóli. Foreldrar Alberts, þau Jó- hann og Lára, og börnin þeirra byggðu sér einbýlishús í Fax- askjóli með eigin höndum af miklum dugnaði. Var Lára þar víst fremst í flokki og harður verkstjóri, sagði Alli. Ég þekkti öll systkinin í Faxa- skjólinu, Hjördísi, Friðrik, Jón Atla og Albert. Öll glæsilegt fólk, kát og skemmtileg. Þau voru talsvert eldri en ég þannig að mikill kunningsskapur varð ekki milli okkar framan af. Nú eru þau öll látin. Svo liðu árin. Allt í einu var maður farinn að fara á rúntinn. Og þar var sjoppa við Lands- símahúsið þar sem Albert Wathne rak verslun. Hann var sagður græða vel og átti flottan Chevrolet. Síðan fór maður að stelast í Sjálfstæðishúsið og Albert Wathne ✝ Albert Wathnefæddist 21. febrúar 1931. Hann lést 8. maí 2018. Útför Alberts fór fram 17. maí 2018. Borgina. Þá fór ég að rekast meira á Alla frænda sem var lengi ógiftur og gat stundum slegið hann um smálán þegar mikið lá við. Svo eru mennta- skólaárin skyndi- lega að baki og maður er farinn til útlanda í skóla. Þá hitti ég Alla aftur í Kaupmannahöfn og við fórum út að skemmta okkur saman með frænkum okkar sem við áttum þar. Svo er maður kominn heim og maður rekst á Jóhannsbörnin í fjölskylduboðum. Þau eru öll kát og skemmtileg. Lengi vel er Alli ógiftur, vinnur í Kassagerðinni en svo kvænist hann Maju og all- ir anda léttar. Einn góðan veðurdag kemur Alli á minn fund og býður mér heim að skoða hús sem hann á á Langholtsvegi. Það er fæddur sonur og hann þarf meira pláss. Vill byggja ofan á húsið og Líney arkitekt er búin að teikna það. Hann vantar spýtukall til að teikna burðinn. Úr þessu verður hið skemmti- legasta verkefni með mörgum fundum. Og hæðin rís og allt gengur eins og í sögu. Vel er viðað og byggingafulltrúinn segir þegar hann fer: „Þetta dettur ekki.“ Eftir þetta hitt- umst við oft í fjölskylduboðum og vináttan vex. Alli er mikill ættfræðingur og margfróður. Hann heldur tengslum við frændfólkið í út- löndum. Eitt árið kemur frænd- fólkið bara í hóp frá Noregi að heimsækja okkur. Alli er prímus mótor í því öllu og allt verður þetta hinn skemmtilegasti og fróðlegasti selskapur, í Kríunesi og í Perlunni. Svo líða árin alltof hratt eftir þetta hjá öllum. Ellin er allt í einu komin til okkar unga fólks- ins og vinir berast burt í tímans straumi. Það eru samt alltaf fagnaðarfundir þegar við hittum Alla Wathne og Maju. Svo er mér allt í einu sagt að hann Albert Wathne hafi dáið síðustu nótt. Það rifjast upp fyrir mér að það er dálítið orðið síðan við sáumst. Of langt. En svona er víst þetta líf. Albert var glæsimenni á velli, fríður sýnum, góður meðalmaður á hæð, vel beinvaxinn, rjóður í andliti og réttholda með dökkt slétt hár sem ungur maður. Kvikur í hreyfingum, hress í bragði, ljúfur í framgöngu, við- ræðugóður og ávallt stutt í hlát- urinn. Góður maður var hann Albert Wathne í öllum okkar kynnum. Eftirlifandi ástvinum hans óskum við Steinunn allrar bless- unar. Halldór Jónsson. Síðastliðin ár höf- um við frænkurnar gert okkur daga- mun með því að hitt- ast í bústaðnum hennar Ástu einu sinni á ári og skemmt okkur sam- an og endurnært andann. Þessar bústaðaferðir okkar hafa einkennst af hlátri, gleði, samveru, spilum og góðum mat þar sem dýrindisréttir hafa verið framreiddir. Fyrir tveimur árum mætti Helga með bláberjalambalæri úr sveitinni og matreiddi það svo ljúffenglega að við höfðum aldrei smakkað annað eins og var sam- stundis ákveðið að Helga slyppi ekki næsta eða næstu árin við að koma með þetta góðgæti. Árið eftir mætti Helga aftur með lærin og á seinustu stundu uppgötvað- ist að hún hafði gleymt meðlæt- inu. Okkur fannst það hrikalega fyndið og var auðvitað efni í margar hláturrokur en við létum það ekki á okkur fá og fögnuðum því bara að hafa meira pláss fyrir kjötið. Helga var svo sannarlega hrókur alls fagnaðar í þessum ferðum okkar. Hún var klárlega mesta krafta- konan í hópnum og ekkert var vesen fyrir henni. Ef það þurfti að járna hest þá bara járnaði hún hestinn og með þessu hugarfari reddaði hún því sem þurfti að redda og var það sem í dag getur kallast sannkölluð ofurkona. Þau Helga og Pétur höfðu búið í Núpakoti undir Eyjafjöllum til langs tíma og þar undi hún hag sínum vel með hestana sína og kindurnar. Þegar Eyjafjallajökull gaus tók hún ekki í mál að vera bjargað af björgunarsveitunum því hún átti ekki annað eftir en að skilja dýrin sín eftir til að deyja. Helga vann ekki bara við bú- störf því undanfarin ár hafði hún bæði verið við nám og starfað við ferðaþjónustu auk þess að sinna Helga Haraldsdóttir ✝ Helga Haralds-dóttir fæddist 4. maí 1969. Hún lést 16. maí 2018. Útför Helgu fór fram 26. maí 2018. fjölskyldunni sinni sem hún elskaði svo heitt. Hún var ótrúleg og gerði allt sem hún ætlaði sér og yf- irleitt með bros á vör og til í einhvern fíflagang. Við frænkurnar eigum erfitt með að skilja að það verður engin Helga með í næstu ferð. Að eitt sæti verði autt, eitt rúm óskipað, einum bíln- um færra á planinu, einnar radd- ar saknað. Þetta er stórt skarð í frænkuhópinn okkar, skarð sem aldrei verður fyllt. Með æpandi gat í hjarta en þakklæti fyrir allar dásamlegu stundirnar okkar saman kveðjum við elsku Helgu frænku okkar og sendum kveðjur með henni yfir Regnbogabrúna. Elsku Pétur Freyr, Sólveig Eva, Aron, Jón Þór, Pétur Logi, Heiðrún Helga, Halli og Solla, Úlfar, Jóhanna Sól, Óli Haukur og Ómar, hugur okkar er hjá ykkur. Með kveðju frá frænkunum, Úlla Káradóttir, Ásta, Úlla Þrastardóttir og Anna. Það er erfitt að koma í orð þeim tilfinningum sem við fund- um með okkur þegar við fréttum af andláti Helgu og í raun erum við enn að meðtaka þessar fregn- ir. Fyrst og fremst finnum við fyrir söknuði eftir einstakri vin- konu sem sá alltaf það jákvæða í hlutunum og var trúnaðarvinur okkar um mörg mál. Auk þess að vera einstök vinkona var Helga einnig frábær samstarfskona og var kletturinn í ferðaþjónustunni hér í Drangshlíð síðastliðin ár, þar sem starfsfólkið er einstak- lega samheldið og náið. Við mun- um öll sakna þess að sitja með Helgu í móttökunni í Drangshlíð og tala um daginn og veginn yfir kaffibolla, það eru stundir sem munu sitja fast í minningu okkar. Það er ótrúlegt tómarúm sem auða sætið í móttökunni skilur eftir og er mikið stærra en það sem við sjáum berum augum, enda skilur andlát Helgu eftir tómarúm í lífi okkar sem verður ekki fyllt. Við erum stolt að hafa átt allar þessar góðu stundir með Helgu og fjölskyldu hennar und- anfarin ár og þar hafa myndast órjúfanleg vináttubönd við alla fjölskylduna á Núpakoti. Þrátt fyrir að Helga sé ekki meðal okk- ar lengur verður minning hennar alltaf á lífi í hjörtum okkar og því er viðeigandi að láta hér erindi úr Hávamálum fylgja, sem okkur finnst passa vel við Helgu vin- konu okkar: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku Pétur, Sólveig, Pétur Logi og öll fjölskylda Helgu og vinir, við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum með Helgu. Fyrir hönd fjölskyldunnar og samstarfsfólks í Drangshlíð, Guðmundur Jónsson. Ástkær móðir okkar, UNNUR JÓNSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, lést 11. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Stefanía Þórarinsdóttir Sigríður Þórarinsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.