Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 31.05.2018, Blaðsíða 71
sumrin hjá foreldrum Völundar, í Árnesi í Aðaldal. Árið 1967 fluttum við norður í Árnes, settumst þar að og byggðum nýbýlið Álftanes. Við stunduðum aldrei búskap en störf- uðum m.a. við leiðsögn, laxveiðar og veiðihús sem tengdafaðir minn reisti í landi Árness. Við hjónin störfuðum með Héraðs- sambandi Suður-Þingeyinga um ára- bil og ég tók oft þátt í starfsíþrótta- greinum á landsmótum og hafði mjög gaman af. Borgarhólsskóli á Húsavík er frábær vinnustaður en þar lauk ég starfsferlinum árið 2013. Ég og nokkrar samstarfskonur mínar sem hættum um líkt leyti hittumst mán- aðarlega yfir veturinn. Þá er enn við lýði menningarhópur frá starfs- árunum í skólanum sem skipuleggur og sækir leikhús, tónleika og ferða- lög. Ekki má gleyma mínum frábæra bókaklúbbi en þar er mikið lesið, spáð og spjallað. Það er því nóg að gera og meðan heilsa og kraftar leyfa er um að gera að njóta lífsins. Langömmubörnin þrjú búa ekki langt frá okkur og gaman að sjá þau vaxa úr grasi, og barnabörnin í Reykjavík koma og dvelja í sveitinni hjá ömmu og afa, til yndis og ánægju. Við skólasystur frá Núpi höfum haldið hópinn og þær hafa mætt gal- vaskar norður í fimmtugs-, sextugs- og sjötugsafmæli mín en nú hittumst við fyrir sunnan á afmælisdegi mín- um og munum njóta samverunnar.“ Fjölskylda Eiginmaður Höllu Lovísu er Völ- undur Þorsteinn Hermóðsson, f. 8.11. 1940, búfræðikandídat. Foreldrar hans: Hermóður Guð- mundsson, f. 3.5. 1915, d. 8.3. 1977, bóndi í Árnesi í Aðaldal, og k.h., Jó- hanna Álfheiður Steingrímsdóttir, f. 20.8. 1920, d. 25.3. 2002, rithöfundur. Börn Höllu Lovísu og Völundar eru: 1) Steinunn Birna, f. 9.11. 1961, starfar við umönnun aldraðra á Húsavík en maður hennar er Sig- mundur Hreiðarsson, framleiðslu- stjóri hjá Norðlenska á Húsavík, og eru börn þeirra Jóhann Ágúst, f. 1986, flugvallarstarfsmaður, en kona hans er Ásta Margrét Rögnvalds- dóttir iðjuþjálfi, og börn þeirra Vil- borg Halla, f. 2011, Hallveig Birna, f. 2014, og Valtýr Smári, f. 2017, og Vil- berg Lindi, f. 1990; 2) Viðar, f. 22.12. 1963, hárgreiðslumaður og dans- kennari í London, en maki hans er Robert Gowing lögfræðingur; 3) Völ- undur Snær, f. 21.9. 1973, mat- reiðslumaður, þáttagerðarmaður og rithöfundur í Reykjavík, en kona hans er Þóra Sigurðardóttir rithöf- undur og eru börn þeirra Baldvin Snær, f. 2008, og Móey Mjöll, f. 2010. Bræður Höllu Lovísu: Páll Gunn- ar, f. 1949, húsasmiður og húsvörður við Menntaskólann á Ísafirði, og Ámundi Hjálmar, f. 1953, fyrrv. bóndi í Reykjadal og sjómaður. Foreldrar Höllu Lovísu voru Loft- ur Ámundason, f. 13.11. 1914, d. 10.1. 1995, eldsmiður frá Sandlæk í Gnúp- verjahreppi, og k.h., Ágústa Björns- dóttir, f. 17.2. 1917, d. 15.1. 1999, blómakaupmaður og dagskrárgerð- armaður með meiru. Þau voru búsett í Kópavogi frá 1950. Úr frændgarði Höllu Lovísu Loftsdóttur Halla Lovísa Loftsdóttir Ágústa Björnsdóttir húsfrú og skrifstofum. í Rvík Gunnar Ágúst Harðarson heimspekingur Hörður Ágústsson myndlistarm. híbýlasögusérfr. og skólastj. Myndlista- og handíðaskólans Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Kr. Guðmundsson skrifststj. hjá Olíufélaginu Guðmundur Ámundason yngri veitingam. í Rvík Jóhann Hjartarson stór- meistari í skák Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir húsfr. í Rvík Jóhann Kristinn Guðmunds- son b. á Iðu í Biskups- tungum Steinunn Harðardóttir líffræðingur Sigríður Bárðardóttir húsfrú á Sandlæk Loftur Loftsson b. á Sandlæk Halla Lovísa Loftsdóttir húsfr. og skáldkona á Sandlæk Ámundi Guðmundsson b. á Sandlæk í Gnúpverjahr. Guðrún Bjarnadóttir húsfr. á Sandlæk, af Bolholtsætt Guðmundur Ámundason b. á Sandlæk, af Sandlækjarætt Loftur Ámundason eldsmiður í Landssmiðjunni í Rvík Ástríður Björnsdóttir bústýra Erlendur Erlendsson b. áAkranesi Björn Ástráður Erlendsson trésmiður, f. áAkranesi Jóhanna G. Björnsdóttir húsfr. og skrifstofum. í Kópavogi Guðbjörg Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Rvík Guðrún P. Pálsdóttir húsfr. í Rvík Páll Hafliðason skipstj. í Pálshúsi við Sölvhólsgötu í Rvík, frá Gufunesi, afi og uppeldisfaðir Ágústu Björnsdóttur Karl Georg Magnússon húsasmíðam. og fyrrv. öryggisfulltr. ÍAV Hannes Pálsson forstj.Hampiðjunnar Guðlaug Bergþórsdóttir matreiðsluk. í Rvík Bergþór Pálsson bifreiðastj. í RvíkJón Hjaltalín Magnússon verkfr., framkvstj. og fyrrv. form.HSÍ ÍSLENDINGAR 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Pétur Zóphóníasson fæddist íGoðdölum í Skagafirði 31.5.1879, sonur Zóphóníasar Halldórssonar, prófasts í Viðvík í Skagafirði, og Jóhönnu Sophiu Jóns- dóttur húsfreyju. Zóphónías var sonur Halldórs Rögnvaldssonar, bónda á Brekku í Svarfaðardal, en Jóhanna Soffía var dóttir Jóns Péturssonar, háyfirdóm- ara í Reykjavík (bróður Brynjólfs Péturssonar Fjölnismanns) og Jó- hönnu Sophiu Bogadóttur, fræði- manns á Staðarfelli, Benediktssonar. Eiginkona Péturs var Guðrún, dóttir Jóns Árnasonar, hreppstjóra á Ásmundarstöðum á Sléttu, og k.h., Hildar Jónsdóttur húsfreyju. Pétur og Guðrún eignuðust 12 börn en með- al þeirra voru Viðar tannlæknir, Skarphéðinn, prófastur í Bjarnar- nesi, og Gunngeir, skrifstofustjóri byggingafulltrúa í Reykjavík. Pétur lærði við Möðruvallaskóla og stundaði verslunarnám í Kaup- mannahöfn. Hann flutti til Reykja- víkur um aldamótin 1900 og hóf þar verslunarstörf, var síðan bankaritari við Landsbankann til 1909, var rit- stjóri og útgefandi Þjóðólfs 1910-11, fékkst síðan aftur við verslunarstörf og var fulltrúi á Hagstofu Íslands 1915-43. Pétur var aðalstofnandi Taflfélags Reykjavíkur árið 1900, formaður þess 1913-17, formaður Skáksam- bands Íslands og fékk það tekið í Skáksamband Norðurlanda og í Al- þjóða skáksambandið, var heiðurs- félagi Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Íslands. Pétur var einn allra öflugasti skák- maður landsins fyrstu tvo áratugi 20. aldar, varð fyrsti Skákmeistari Ís- lands 1913 og aftur 1914 og 1916. Hann þýddi alþjóðaskáklög á ís- lensku, samdi kennslubók í skák 1906 og skrifaði skákþætti í Þjóðólf. Pétur tók saman þekkt ættfræði- rit, s.s. Ættir Skagfirðinga og Vík- ingslækjarætt. Hann starfaði einnig mikið fyrir Góðtemplararegluna, stofnaði ýmsar stúkur og sat í fram- kvæmdanefnd Stórstúku Íslands. Pétur lést 21.2. 1946. Merkir Íslendingar Pétur Zóp- hóníasson 90 ára Aðalsteinn Þórólfsson Björg Ísaksdóttir Brynhildur Sæmundsdóttir Oddný Þorsteinsdóttir Sveinn Sigurðsson 85 ára Kristján Guðmundsson Unnur Ásmundsdóttir Þórhildur Bjarnadóttir 80 ára Oddur Ragnarsson 75 ára Halla Lovísa Loftsdóttir Helga Skúladóttir Kristján Magnússon 70 ára Alfreð Guðmundsson Engilbert Guðmundsson Gestur Jónsson Gunnar Magnússon Gylfi Sveinsson Hreiðar Gíslason Kristinn Þórir Sigurðsson Sigríður Sverrisdóttir Sigurður Valur Ingólfsson Sigurður Þorsteinsson Smári Sæmundsson Svanhildur B. Ólafsdóttir Valur Karlsson 60 ára Gissur Ísleifsson Guðlaug Jónasdóttir Halldór Heiðar Agnarsson Herborg Sigtryggsdóttir Jósef Hrafn Þrastarson Laufey Valgerður Oddsdóttir Marianne Skovsgaard Nielsen Oddný Jónsdóttir Sen Ragnheiður Júlíusdóttir Sigurður Jónsson Sveinn Guðmundsson Vigfús Þór Gunnarsson 50 ára Andrzej Nazaruk Arnar Þór Óskarsson Böðvar Markan Elfa Sif Jónsdóttir Eygló Dröfn Hraundal Hermann Þór Jóhannesson Kristín Edda Gunnarsdóttir Sigrún Birgisdóttir Sólveig Lilja Einarsdóttir Sveinn Líndal Jóhannsson 40 ára Baldur Þór Eyjólfsson Benedikt Lárus Ólason Berghildur Árnadóttir Daníel Ómar Viggósson Jóhanna Kristín Bárðardóttir Jóhanna S. Hallgrímsdóttir Juris Gaislers Stefán Valberg Ólafsson Sveinn Fannar Jónsson Vigdís Másdóttir 30 ára Aðalsteinn Eggertsson Baldur Hannesson Danfríður I. Brynjólfsdóttir Daníel Örn Magnússon Elín Frímannsdóttir Guðjón Einar Magnússon Ísak Sigurjónsson Jewelly Importante Lalis Joana Pereira Da C. Ribeiro Kolbrún Tara Friðriksdóttir Marinó Páll Valdimarsson Marta Makuchowska Orri Freyr Magnússon Sara Alexandra Jónsdóttir Sæþór Örn Garðarsson Þorgerður Ásmundsdóttir Þorleifur Bóas Ragnarsson Til hamingju með daginn 30 ára Þorleifur ólst upp á Egilsstöðum, býr á Fá- skrúðsfirði, lauk atvinnu- flugmannsprófi og er flugmaður hjá Atlanta. Maki: Kristrún Selma Öl- versdóttir, f. 1988, hjúkr- unarfræðingur. Sonur: Viktor Jóhann, f. 2015. Foreldrar: Ragnar Þor- steinsson, f. 1951, og Ás- dís Jóhannsdóttir, f. 1952. Þau eru búsett á Egils- stöðum. Þorleifur Bóas Ragnarsson 30 ára Sæþór ólst upp í Eyjum, býr þar, stundaði sjómennsku og er upplýs- ingatæknistj. Vinnslu- stöðvarinnar í Eyjum. Maki: Sara Dís Davíðs- dóttir, f. 1995, snyrtifr. Systir: Sigríður Lára, f. 1994, landsliðskona. Foreldrar: Garðar Garð- arsson, f. 1962, fram- kvæmdastjóri hjá Véla- verkstæðinu Þór, og Rinda Rissakorn, f. 1955, húsfreyja. Sæþór Örn Garðarsson 30 ára Þorgerður ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk stúdentsprófi frá FG og stundar nám við Hár- akademíuna. Börn: Benedikt Nökkvi, f. 2010, og Þorgeir Nói, f. 2014. Foreldrar: Kristín Þor- geirsdóttir, f. 1970, við- skiptafræðingur hjá DK hugbúnaði, og Ásmundur Sigurkarlsson, f. 1966, starfsmaður hjá Sölu- félaginu á Blönduósi. Þorgerður Gyða Ásmundsdóttir Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 20% AFSLÁTTUR AF BOLUM OG TOPPUM GILDIR ÚT FÖSTUDAG 01.JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.