Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 76

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Basebox BB6622 umgjörð kr. 12.900,- Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Skoski tónlistarmaðurinn Midge Ure verður sérstakur gestur hljómsveitarinnar Todmobile og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, SinfoNord, og tónleikum Tod- mobile í Eldborg í Hörpu 2. nóvember næstkomandi. Todmo- bile fagnar í haust 30 ára afmæli sínu en hún gaf út sitt fyrsta lag, „Sameiginlegt“, haustið 1988 og ári síðar leit fyrsta breiðskífa sveit- arinnar dagsins ljós en þær eru nú orðnar átta talsins. Hljómsveitin hefur í þrígang haldið tónleika í Eldborg með erlendum stjörnum; árið 2013 með Jon Anderson, söngvara YES; árið 2015 með Steve Hackett, gítarleikara Genes- is og haustið 2016 með söngv- aranum Nik Kershaw. Ure verður því fjórða erlenda poppstjarnan sem kemur fram með Todmobile en tónlistarferill hans spannar nær hálfa öld. Poppsmellir og góðgerðarmál Ure er þekktastur af því að hafa verið forsprakki, söngvari og laga- höfundur hljómsveitarinnar Ultra- vox sem var á hápunkti frægðar sinnar og vinsælda á árunum 1980- 86 og átti fjölda platna og laga á breskum vinsældalistum, m.a. smellina „Dancing with Tears in My Eyes“ og „Vienna“. Ure er einnig þekktur af störfum sínum í þágu góðgerðarmála og var einn skipuleggjenda styrktartón- leikanna Live Aid árið 1985 og Live 8 árið 2005. Hann samdi lagið „Do They Know It’s Christmas?“ með Bob Geldof árið 1984 sem flutt var af Band Aid, hópi vinsæl- ustu söngvara og tónlistarmanna þess tíma á Bretlandi og telst lagið í dag í hópi sígildra jólalaga. Fyrir störf sín í þágu góðgerðarmála og tónlistar hlaut Ure hina virtu OBE heiðursorðu Elísabetar II. Eng- landsdrottningar árið 2005. Ure hefur verið liðsmaður nokk- urra hljómsveita, m.a. Slik, Thin Lizzy, Visage og Ultravox, auk þess að starfa og gefa út plötur í eigin nafni. Í fyrra gaf hann út plötuna Orchestrated, sem hefur að geyma hans þekktustu lög í sin- fónískum útgáfum og á tón- leikunum í Eldborg munu Todmo- bile, Sinfóníuhljómsveit Norður- lands og Ure flytja vinsælustu lög hans og Ultravox og helstu smelli Todmobile. Meðlimir Todmobile eru þau Andrea Gylfadóttir, Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Eiður Arnars- son, Kjartan Valdemarsson, Ólafur Hólm, Alma Rut og Greta Salóme. Jim aftur á bak Ure heitir réttu nafni James en gælunafnið „Midge“ hlaut hann þegar hann var í hljómsveitinni Salvation í byrjun áttunda áratug- arins. Þar sem hann var kallaður Jim og annar liðsmaður hljóm- sveitarinnar sömuleiðis, Jim McGinley, lagði McGinley til að Ure yrði kallaður Mij, þ.e. Jim aft- ur á bak, til aðgreiningar á þeim. Síðar breytti Ure rithættinum í Midge og hefur haldið sig við það listamannsnafn allar götur síðan. „Þetta er því miður sönn saga,“ segir Ure kíminn. Ure segist ekki hafa komið til Íslands áður og hlakkar „kjánalega mikið“ til heimsóknarinnar, eins og hann orðar það. „Eiginkona mín kemur með mér og hún hefur ekki heldur komið til Íslands. Þannig að við hlökkum bæði mikið til,“ bætir hann við. Hvað tónleikana varðar segist Ure hafa horft á upptökur af fyrri tónleikum Todmobile í Eldborg og hefur dálitlar áhyggjur af því að hann verði á látlausum æfingum fyrir tónleikana. „Gæðin á því sem ég hef séð á YouTube, á hljómsveitinni og sinfóníuhljóm- sveitinni, eru svo mikil að ég er að velta fyrir mér hvort ég sé nógu góður til að taka þátt í þessu. Kannski fer allur tími minn á Ís- landi í æfingar!“ segir Ure og hlær. Frá sér numinn En hver voru hans fyrstu við- brögð þegar hann var beðinn um að koma fram á tónleikum með þrítugri íslenskri hljómsveit að nafni Todmobile? „Ég hafði ekki hugmynd um hverju ég ætti að bú- ast við, í hreinskilni sagt. Tón- leikabókarinn minn fékk beiðni frá hljómsveitinni, kynnti sér hana á netinu, hafði svo samband við mig og hvatti mig til að skoða hana og taka þessu boði. Ég kíkti á hana og varð frá mér numinn,“ svarar Ure. Honum hafi þótt hljómurinn einstakur, tónlistin áhugaverð, flutningurinn vandaður og útsetn- ingarnar margslungnar. – Gerir þú mikið af því að koma fram með hljómsveitum sem þú kannast ekkert við? Ure hlær. „Ég verð að viður- kenna það já, ég þekkti þessa hljómsveit ekkert en ég hef gert svona lagað áður. Ef maður hefur verið að nógu lengi fær maður slík tilboð. En ég samþykki aldrei slíkt boð án þess að hafa kynnt mér hljómsveitina vel,“ svarar Ure. Hann segir tónleikana í Eldborg hitta á heppilegan tíma þar sem hann hafi í árslok í fyrra gefið út plötu með sinfónískum útgáfum af lögum sínum, bæði lögum sem hann flutti með Ultravox og frá sólóferlinum. „Hugur minn er því enn á þessu svæði þar sem ég hef undanfarin tvö ár einbeitt mér að þessari plötu. Þessir tónleikar henta mér því fullkomlega, eins og staðan er.“ Sum sinfónískari en önnur Ure segir sum laga sinna falla betur að sinfóníuforminu en önnur og nefnir sem dæmi að „Vienna“ komi frábærlega út í sinfónískri útgáfu. „Það er ekki hægt að breyta miklu í því lagi og því er sinfóníska útgáfan býsna nærri þeirri upphaflegu,“ segir hann. Annað sé uppi á teningnum í laginu „Dancing with Tears in My Eyes“. „Ég gjörbreytti tilfinning- unni og andrúmsloftinu í því, hægði á taktinum og gerði það virkilega átakanlegt,“ útskýrir Ure. Fyrir vikið skili texti lagsins og merking hans sér betur en yrk- isefnið er sársauki, eftirsjá og glöt- uð ást. Ultravox var mjög vinsæl hljóm- sveit á sínum tíma, einkum á fyrri hluta níunda áratugarins og lék tölvuskotið nýbylgjupopp. Ure er spurður að því hvaða áhrif hann telji hljómsveitina hafa haft á ný- rómantíkina sem kom fram í byrj- un níunda áratugarins með hljóm- sveitum á borð við Duran Duran og Human League. Hann svarar því til að Ultravox sé enn talin hafa haft mikil áhrif á hljómsveitir sem fylgdu í kjölfarið en hann telji áhrifin einkum fólgin í því hvernig hljómsveitin blandaði saman raf- tónlist og hefðbundnum rokk- hljóðfærum. „Ég held að Visage hafi frekar verið nýrómantísk, hún var öllu mýkri en Ultravox sem var rokksveit en þó alltaf tengd við nýrómantíkina,“ segir Ure. Jólalag sem gefur og gefur Talið berst að góðgerðarstörfum Ure sem hófust með samstarfi hans við Bob Geldof, laginu „Do They Know It’s Christmas?“ og hinum sögufrægu styrktartón- leikum Live Aid vegna hungurs- neyðarinnar í Eþíópíu árið 1985. Ure segist lítið hafa velt fyrir sér góðgerðarmálum á þessum tíma, þegar hann var rétt rúmlega þrí- tugur en Ure er fæddur árið 1953. „Hausinn á mér var fullur af tón- list og vegna velgengni minnar á því sviði fór ég að starfa að góð- gerðarmálum. Það hefði ekki gerst annars, ef satt skal segja og ég gerði áður það sama og allir aðrir, setti peninga í söfnunarbauka og bar fána. Mér datt aldrei í hug að ég myndi láta til mín taka á þessu sviði og það gerðist fyrir tilviljun. En þegar maður er byrjaður á annað borð getur maður ekki hætt,“ segir Ure. – Góðgerðarmálin hljóta að hafa breytt lífi þínu? „Já, þau breyttu miklu. Þau breyttu ferli mínum, mér leið ágætlega með Ultravox en Band Aid og Live Aid gerðu það að verkum að ég var ekki í hljóm- sveitinni í tvö ár. Þegar ég sneri aftur hafði allt breyst og þetta drap eiginlega hljómsveitina. Þannig að margt breyttist, að sumu leyti til hins betra og að öðru leyti til hins verra,“ svarar Ure. Band Aid-góðgerðarsjóðurinn er enn til og renna í hann allar greiðslur fyrir spilun og notkun á jólalaginu góða sem getur verið dágóð summa, t.d. þegar lagið er notað í kvikmynd. „Við Bob sömd- um lagið og gáfum sjóðnum það og það aflar enn tekna,“ segir Ure en sjóðurinn styrkir margvísleg góð- gerðarmál, m.a. menntun fátækra barna í Afríku. Nokkur sígild á efnisskránni En aftur að tónleikunum í Eld- borg. Er Ure búinn að ákveða hvaða lög hann mun syngja á þeim? „Ekki enn. Það hafa nokkur verið nefnd,“ svarar Ure en segir allar líkur á því að smellirnir „Dancing with Tears in My Eyes“, „Vienna“ og „If I Was“ verði fluttir. „Ég hef skilning á því að fólk vilji heyra lög sem það þekkir, það er alveg skiljanlegt og því verða nokkur sígild lög flutt sem Íslendingar ættu að kannast við,“ segir Ure. Þeir sem vilja rifja upp smelli Ure geta t.d. gert það á mynd- bandavefnum YouTube og streymisveitunni Spotify. Tilhlökkun Midge Ure ber mikið lof á Todmobile og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og hlakkar mikið til tónleikanna í Eldborg í nóvember. Dansar enn með tárvot augu  Midge Ure, fyrrverandi forsprakki Ultravox, kemur fram með Todmobile og SinfoNord  „Ég er að velta fyrir mér hvort ég sé nógu góður til að taka þátt í þessu,“ segir Skotinn hógværi um tónleikana
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.