Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 31.05.2018, Qupperneq 77
MENNING 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 nýjum steinum og fyrir vikið blasir nýr veruleiki við hvað eftir annað. Þegar farið er um Króatíu blasir eyðilegging frá stríðinu víða við og ýfir upp sárin. Daniel Kusima, aðal- söguhetja bókarinnar, var friðar- gæsluliði í stríðinu, þekkir vel til og er fenginn til þess að fara með Ann- iku Lehto til Zagreb til þess að grennslast fyrir um hvað orðið hefur af Jare Westerlund, starfsmanni finnska sendiráðsins í borginni. Mál- ið vindur upp á sig og áður en hendi er veifað eru Daniel og Annika orðin Stríðið á Balkanskaga á tí-unda áratug liðinnar aldarer mörgum ofarlega í huga.Spennu- og glæpasagan Englar Hammúrabís gerist að mestu á svip- uðum slóðum 20 árum eftir að átökunum lauk. Finnski höfund- urinn Max Seeck tengir sviðið við hörm- ungarnar skömmu fyrir aldamót og varpar ljósi á hatur og illsku sem þreifst í styrjöldinni og lifir út yfir gröf og dauða. Þetta er rosaleg saga. Það er eins og maður sé inni í átökunum miðjum, þar sem allir eru á móti öll- um og enginn veit hverjum má treysta. Ringulreiðin er algjör og út- gönguleiðir blasa ekki við. Spennan er slík að ekki er þorandi að leggja bókina frá sér því stöðugt er velt við hluti af atburðarás sem þau virðast engan veginn ráða við. Stundum er sagt að enginn sem lifir af stríð sé samur eftir. Höfundur bókarinnar dregur fram ýmsar af- leiðingar Balkanstríðsins og hvaða áhrif þær hafa haft á helstu persón- ur. Átakanlegt. Spillingin teygir anga sína víða og sumir eru tilbúnir að selja sálu sína til að bjarga eigin skinni. Hlutirnir gerast hratt, þræð- irnir liggja víða og ekki má á milli sjá hverjir hafa betur í baráttu góðs og ills. Það kemur kannski í ljós síðar. Ljósmynd/Sheefferi Rosaleg Rýnir segir skáldsögu Max Seecks, Engla Hammúrabís, rosalega. Hatur og illska út yfir gröf og dauða Glæpasaga Englar Hammúrabís bbbbn Eftir Max Seeck. Sigurður Karlsson þýddi. JPV útgáfa 2018. Kilja. 455 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Tveir nýir höfundar hljóta Nýrækt- arstyrki Miðstöðvar íslenskra bók- mennta í ár til útgáfu á verkum sín- um, en styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins, í gær. Styrkþegar í ár eru Benný Sif Ís- leifsdóttir fyrir skáldsöguna Grímu og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason fyrir ljóðabókina Gangverk. Hvort um sig hlýtur 400.000 kr. að launum. „Í ár bárust 58 umsóknir um Ný- ræktarstyrki og er það metum- sóknafjöldi á þeim ellefu árum sem styrkirnir hafa verið veittir. Verkin sem sótt var um fyrir eru af ýmsum toga s.s. skáldsögur, leikrit, ljóð, barna- og ungmennabækur, ævisög- ur, smásögur og glæpasögur og eru höfundarnir á öllum aldri,“ segir í tilkynningu. Alls hafa rúmlega fimmtíu höfundar hlotið styrk frá upphafi. Bókmenntaráðgjafar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Magnús Guð- mundsson og Þórdís Edda Jóhann- esdóttir, veittu umsögn um um- sóknir. Í umsögn þeirra um skáld- sögu Bennýjar Sifjar segir: „Gríma er söguleg skáldsaga sem segir frá örlögum kvenna í íslensku sjávar- þorpi um og eftir miðja tuttugustu öld. Sagan er grípandi, persónu- sköpun sterk og bygging verksins vel úthugsuð. Textinn er lifandi og skemmtilegur en um leið lýsir höf- undur harmrænum atburðum af ein- stakri næmi. Frásagnargleði og væntumþykja fyrir viðfangsefninu einkenna þessa hrífandi skáldsögu.“ Í umsögn um ljóðabók Þorvaldar segir: „Gangverk er heillandi ljóða- bók eftir ungt skáld með merkilega lífsreynslu að baki. Ljóðin eru ólík að formi og unnin með mismunandi aðferðum en eiga það öll sameigin- legt að vera einlæg og takast á við persónulega reynslu en vísa einnig út í hið almenna. Leiðarstefið er tungumál hjartans, á forsendum bæði læknavísindanna og ástar- innar, með þeim hætti að það veitir einstaka innsýn í líf og líðan ljóð- mælanda.“ Skáldsaga og ljóða- bók hljóta styrk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Glöð Benný Sif Ísleifsdóttir og Þorvaldur Sigurbjörn Helgason með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem afhenti styrkina. HVAÐ GERIST Á BAK VIÐ TJÖLDIN? Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–19 | Laugardaga 11–16 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA • Breið mynd af íslenskum fjölmiðlum • Reynslusögur og skoðanir fólks úr faginu • Er fjórða valdið í hættu statt á Íslandi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.