Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Side 6

Víkurfréttir - 17.12.1981, Side 6
Fimmtudagur 17. desember 1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Jólamatseðillinn frá Veisluþjónustunni SHERRYLÖGUÐ SVEPPASÚPA m/rúnnstykki - oöo - TORNEDOS ALEX m/fylltum tómötum, madeirasósu, bökuðum kartöflum, brokkoli og hrásalati - 0O0 - OFNBAKAÐAR PÖNNUKÖKUR SHERRYLÖGUÐ SVEPPASÚPA 1/2 litri kjötsoð og sveppasoð bakað upp og látið sjóða i 5 min. Bragðbætt með kjötkrafti eða súputen- ingum. 1/2 litra rjóma bætt út i. Ristið sveppi i örlitlu smjöri á vel heitri pönnu og iátið sherry eftir smekk á sveppina. Þeim er siðan btandað ut isúpuna. Borin fram með snittubrauði og köldu smjöri. TORNEDOS ALEX Tornedos er tekinn úr mörbráði eða lund. Tveir 100 gr. bitar áætlaðir á mann. Steiktur á pönnu úr smjöri, kryddaður með salti og pipar. Settur i eldfast mót og hvern bita ersettsneið af iifrarkæfu og madeirasósa sett yfir. Gljáð i ofni í 3 min. undir grilli, tómatar eru holaðir innan og fylltir með smásöxuðum sveppum, skinku og steinselju, blandað með örlitilli madeirasósu. Kartöflur eru settar i ofnskúffuna ofan á gróft salt og bakist í 30 min. Bornar fram með smjöri. Brokkoli er soðið eða hitað i saltvatni með smjörklipu út i. Madeirasósan: Laukur saxaður smátt og látinn krauma ismjöri. Madeira bætt út i, soðið niður, siðan er bætt i kjötsoði. Bakað upp og bragðbætt með krafti. HRÁSALAT Saxað hvitkál, tómatar, agúrkur og annað ferskt grænmeti. Latin dressing yfir, sem er mayonaise, sinnep, edik og sykur eftir smekk. DESERT - OFNBAKAÐAR PÖNNUKÖKUR Pönnukökur eru fylltar með eplamauki, sem er bragð- bætt með koniaki og rjóma. Sett i smurt ofnfast form. Blandið saman sykri og muldum makkarónukökum, stráið yfir pönnukökurnar, smyrjið siðan yfir með smjöri. Bakist i ofni við 225° hita i 20 min., þannig að pönnukökurnar verði sykurhúðaðar. VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU. Axel Jónsson Sigurberg Jónsson Jólaföndur í Ðarnaskólanum í Keflavík Sunnudaginn 28. nóv. sl. efndi Foreldra- og kennarafé- lag Barnaskólans í Keflavik til föndurdags með börnun- um og foreldrum þeirra. Er þetta i annað sinn sem slikt er gert og óhætt er að segja að þetta mælist mjög vel fyrir. í fyrra sóttu um 5-600 manns þennan föndurdag, en núna komu hvorki meira né minna en 1000-1100 manns. Var fólkinu skipt i tvo hópa, annar var fyrir hádegi og þá komu milli 5-600 manns, en 4-500 eftir hádegi. Erþviekki ósennilegt að iframtíðinni verði þetta árlegur viðPurður. Meðfylgjandi myndir voru teknar á föndurdeginum. Kaupmenn Verslunarfólk Athugið að panta SNITTURNAR og

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.