Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Síða 8

Víkurfréttir - 17.12.1981, Síða 8
Fimmtudagur 17. desember 1981 JOLABLAÐ Nýlega var opnuð nýfasteignasalaaðHafnargötu 37a íKeflavik, undir nafninu Fasteignaþjónusta Suðurnesja. Eigendur eru hjónin Hjördís Hafnfjörð og Hjörtur Zakaríasson. Auk þess að annast sölu fasteigna verða stækkaðar Ijósmyndir og málverk þar til sölu. Psoriasissjúklingar gera tilraunir í Bláa lóninu: 50 manns taka þátt í tilraununum Fjölmennur fundur var haldinn í Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga í Reykjavík nýlega. Rætt var um lækningamátt ,,bláa lónsins" í Svartsengi og þær framkvæmdir sem verið er að gera þar til bráðabirgöa til þess að kanna þennan lækningamátt. Án efa Einvígi aldarinnar Helgi Jónatansson, nýkrýnd- ur Keflavíkurmeistari í skák, mun tefla einvígi við nýjustu skáktölv- una á markaðnum, Executive Chess Computer, sem fæst í Videoking og Versluninni Ritval. Hefst einvígið laugardaginn 19. desember kl. 15. Sýningar- tafli verður komið fyrir í Video- king þar sem öllum er velkomið að koma og fylgjast með nýjustu leikjunum. Gert er ráð fyrir að einvígiö muni standa fram að áramótum. Verður dýra- læknisstofa opnuð? Nú stendurtilaðopnafljótlega á vegum Heilbrigðiseftirlits Suð- urnesja aðstöðu fyrir dýralækni í húsnæði meindýraeyðis við Vik- urbraut. Mun verða opnið einu sinni í viku og mun Brynjólfur Sandholt héraðsdýralæknir þá vera til viötals. Jafnframt veröur þá vonandi hægt að fá hér af- greidd ýmis lyf, svo sem orma- lyf, en idag þarf að sækja þetta til Reykjavíkur. Fyrstur talaði Valur Margeirs- son og sagði frá reynslu sinni á böðum i lóninu. Síðan töluðu Gísli Kristjánsson og Páll Guð- mundsson um þærframkvæmdir sem samtökin eru að láta gera í Svartsengi og sýndu litskyggn- ur af staðnum. Sæmundur Kjart- ansson húsúkdómalæknir talaði síðan um hvernig þeir sem ætl- uðu að taka þátt i tilraunum þessum ættu að fara að og bauðst hann til að sjá um þær frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Að siðustu voru fyrirspurnir og al- mennar umræður. Það kom fram hjá Jóni Guð- geirssyni, yfirlækni húsjúk- dómadeildar Landsspítalans, að fólk ætti frekar aö snúa sér að þeim nýju smyrslum og Ijósa- lömpum sem nú væru á mark- aðnum, heldur en að vera að baða sig í bláa lóninu, og mátti skilja á máli hans aö böðin hefðu ekkert að segja. f lok fundarins skráðu sig 50 manns til að taka þátt í tilraunum þessum og er það helmingi fleiri en þarf til aö könnunin verði marktæk. Þeir Suöurnesjabúar sem eru haldnir psoriasis og hafaáhuga á að taka þátt í tilraunum þessum, hafi samband við skrifstofu sam- takanna, en hún er opin alla mánudaga frá kl. 14-17. Siminn er 83920. Þrekþjálfunartækiö MAXI POWER var aö koma. Verð kr. 321.- Tilvalin jólagjöf. Sportvörubúðin Hafnargötu 54, Keflavík VIKUR-fréttir ARSHATÍÐ verður haldin í félagsheimilinu Festi, 27. des- ember og hefst með borðhaldi kl. 19. Fjölbreytt skemmiatriði. Glæsilegt Happdrætti. Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar. Félagar! fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sætaferðir frá Sandgerði, Garði og Keflavík. Miðasala á hafnarvigtunum í Keflavík og^ Grindavík á Þorláksmessu kl. 14-16. Nefndin MUNIÐ FLUGELDA- SÖLUNA. Hjálparsveit skáta, Njarðvík Sólbaðstofan SÓLEY auglýsir: ATH. Mikið úrval af baðvörum. Til jólagjafa: Mikið úrval af skartgripum. Lausir tímar í sólbekkina. Opið allan daginn alla daga, einnig í versluninni. n ■á Sólbaðstofan /F Heiöarbraut 2 - Keflavik - Sfmi 2764

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.