Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Page 14

Víkurfréttir - 17.12.1981, Page 14
Fimmtudagur 17. desember 1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Er sameining bæjarfélag- anna algerlega úr sögunni? Spjallað við nokkra íbúa í Keflavík og Njarðvík Eins og flestum er líklega kunnugt, hafnaði bæjarstjórn Njarðvíkur þeim tilmælum bæj- arstjórnar Keflavíkur, að gerð yrði hlutlaus úttekt á hagkvæmni þess að sameina þessi bæjarfé- lög. Kom þessi ákvörðun flatt upp á marga, einkum þó ýmsa bæjarstjórnarmenn í Keflavík. Þannig segir Ólafur Björnsson, baejarfulltrúi Alþýðuflokksins í Keflavík, í síðasta tölublaði Suð- urnesjapóststin: „Karvel Ögmundsson stóð á sínum tíma fyrir því að slíta hreppinn í sundur og rak Njarð- vík árum saman sem sitt einka- fyrirtæki. Albert K. Sanders er á góðri leið með að koma sömu skipan á. Eftir siðustu kosningar lét hann sig ekki muna um að af- neita trú sinni til þess að halda bæjarstjóratitlinum þegar Sjálf- stæðismenn misstu meirihlut- ann. Liði sínu raðar hann svo á jötuna eftir því sem það vex úr grasi. Meðöllum ráðum ala þess- ir fuglar á nágrannaerjum til þess að tryggja stöðu sína." Hér eru nokkuð stór orð á ferð- inni, og séu þau rétt, líturútfyrir að andstaða Njarðvíkinga gegn könnun þessari eigi sér einkum persónulegar rætur. Persónu- legir hagsmunir nokkurra ein- staklinga ráða þar ferðinni. ( sambandi við þetta mál hafa átt sér stað hinar furðulegustu uppákomur. T.d. komu hingað í blaðamaður frá Vísi sem hafði einhvern áhuga á þessu samein- ingarmáli. Spjallaði hann síðan við bæjarritarann í Keflavík og bæjarstjórann í Njarðvík. Voru þeir ósparir á að tjá sig um þetta mál. Auðvitaö er ekkert við það að athuga að menn hafi skoðanir á þessu máli og láti þær i Ijós, en hins vegar töluðu þeir eins og fulltrúar bæjarstjórnanna. Það veröur að teljast í hæsta máta óeðlilegt, einkum þó þar sem þessi mál höfðu lítið eða ekkert verið til umræðu innan viðkom- andi bæjarstjórna. Þeim bar beinlínis embættisleg skylda til þess að vísa blaðamanninum á forseta bæjarstjórnanna í þessu tilfelli. Sumir hafa bent á aö Albert K. Sanders, bæjarstjóri í Njarðvík, hafi persónulega beitt sér mjög fyrir áðurnefndri samþykkt, innan bæjarstjórnar Njarðvíkur. T.d. er það alveg furðuleg uppá- koma að hann, bæjarstjóri sam- starfsmeirihluta Alþýðuflokks, Alþýöubandalags og Framsókn- ar, beiti sér sérstaklega fyrir samþykktum og tillögum i Sjálf- stæðisflokknum í Njarövik, eins og fram kemur i Suöurnesjapóst- inum. Það þætti nú mörgum gæfuleg staða á taflborði stjórn- málanna að hafa töglin og hagld- irnar á hvoru tveggja, stjórn og stjórnarandstöðu, og beita sér opinberlega á báðum þessum stöðum. Menn þurfa ekki að veröa neitt undrandi þó sú spurn- ing vakni, hvaða forsendur liggi þar að baki. Eða hvort eitthvað persónulegt sé í spilinu? Við hér á Víkur-fréttum höfðum áhuga á að kanna hug hins almenna bæjarbúa i Kefla- vík og Njarðvík til þessa máls. Fórum við því á stúfana og spurðum nokkra einstaklinga í hinum ýmsu atvinnufyrirtækjum. Lögðum við tvær spurningar fyrir þetta fólk og fara svörin hér á eftir. Spurningarnar voru þessar: Hvað finnst þér um þá ákvörð- un bæjarstjórnar Njarðvíkur að hafna algerlega konnun á hag- kvæmni sameiningar Keflavikur og Njarðvíkur? Ert þú fylgjandi eða andvigur sameiningu? Kári Tryggvason: „Ákaflega mikil þröngsýni að hafna slíkri könnun“ ,,Ég tel það ákaflega mikla þröngsýni að hafna slíkri könn- un. Það getur varla verið að slík könnun myndi skaða mikið. Þar að auki get ég ekki komiö auga á neitt, sem er því til fyrirstöðu að bæjarfélögin skoði þetta mál i ró- legheitum." Þetta hafði Kári Tryggvason trésmiður, um fyrri spurninguna að segja. Kári rekur trésmíðafyrirtæki í Njarövík ásamt bróður sínum, en er hins vegar búsettur í Keflavik. Um seinni spurninguna hafði hann þetta að segja: ,,Ég er fylgj- andi sameiningu. Ástæðan erein faldlega sú, að ég held að það hljóti að vera ódýrara fyrir bæjar- félögin aö sameinast heldur en að vera aö gaufast þetta sitt í hvoru lagi." Bjöm Viðar Ellertsson vélavinnumaður: „Er á móti sameiningu“ Björn Viðar er búsettur i Njarö- vík Hann svaraöi fyrri spurning- unni á þann veg að það hefði ef til verið í lagi að gera slika konnun. Slíkt heföi eflaust ekki skemmt mikið. Hins vegar tók hann skýrt fram, að hann væri á móti sam- einingu þessara bæjarfélaga. Hermann Jakobsson vélavinnumaður: „Á móti sameiningu" Hermann var sammála kollega sínum, Birni Viðari. Hann taldi eðlilegt að athuga hagkvæmni sameiningarinnar. ,,Þaö er í lagi að kíkja á þetta." Hins vegar tók hann einnig skýrt fram, að hann væri á móti sameiningu. Gerður Halldórsdóttir afgreiðslustúlka: „Má alveg athuga máliö“ Gerður starfar i verslun i Njarð- vik og er búsett þar. Spurningun- um svaraöi hún á eftirfarandi vegu: ,,Ég held það ætti að vera i lagi að athuga málið. Það mætti að minnsta xosti spyrja okkur íbúa Njarövikur álits. Hins vegar er ég á móti sameinmgunni. Ég held að ástæðan sé su, að ég hef bara aldrei haft áhuga á að vera með Keflvikingum " Elsa Hafsteinsdóttir afgreiðslustúlka: „Það er kominn tími til að spyrja fólkið hér í bænum“ Elsa er líka búsett í Njarðvík. Hún svaraði spurningum okkar á eftirfarandi vegu: ,,Þaö er auð- vitað ekkert sjálfsagðara en að láta athuga hagkvæmnina. Það er líka heldur ekkert sjálfsagöara en að athuga afstöðu þeirra sem búa í bænum. Við vöknuðum t.d. upp við það einn daginn að við vorum orðin bæjarfélag. Þá var enginn spurður um neitt. Það má eiginlega segja að það sé kom- inn tími til að spyrja fólkiö hér í bænum. Um sameiningarhug- myndina vil ég hins vegar segja, að ég er á móti sameiningu að svo komnu máli, kannski fyrst og fremst vegna þess að ég er Njarð- víkingur." Sólveig Einarsdóttir afgreiöslustúlka: „Sameiningin mun fela í sér minni útgjöld“ Sólveig er líka búsett i Njarö- vik og starfar með þeim Gerði og Elsu. Hún hafði eftirfarandi að segja: „Ég er eindregiö fylgjandi þvi að gerð verði könnun. Held að bæiarstjórn Njarðvikur ætti að láta gera slika könnun í sam- einingu við bæjarstjórn Kefla- víkur Ég hef t d ekki séð neitt sem fram hefur komiö um það, hvers vegna bæjarstjórinn i Njarövik vildi ekki láta gera þessa könnun Hins vegar er ég algerlega fylgjandi sameiningu, enda tel ég að hún muni fela i sér mun minni útgjöld fyrir ibúa þessara byggöarlaga "

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.