Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ
Fimmtudagur 17. desember 1981
Stofnfundur Sjó-
efnavinnslunnar hf.
Tímamótasamkomulag um tekjuskiptingu
sveitarfélaganna.
Ríkið krafðist meirihluta í stjórn
Sl. laugardag var haldinn aðal-
fundur Undirbúningsfélags salt-
verksmiðju á Reykjanesi hf., í
félagsheimilinu Stapa. Fyrir utan
venjuleg aðalfundarstörf var
samþykkt einróma tillaga um
samruna félagsins við Sjóefna-
vinnsluna hf.
Því næst fór fram stofnfundur
Sjóefnavinnslunnar hf., og er
heimili þess og varnarþing í
Höfnum. Tilgangur félagsins er
að reisa og reka sjóefnavinnslu á
Reykjanesi til vinnslu á saltefn-
um og öðrum efnum, sem til falla
við þávinnslu, og undirbúningur
að framleiðsla á natriumklórati.
Ennfremur bygging og rekstur
orkuvers i tengslum við starf-
rækslu fyrirtækisins.
Við stofnun Sjóefnavinnslunn-
ar hf. verður eins og áður segir
Undirbúningsfélagið sameinað
félaginu. Við sameiningu tekur
félagið við öllum eignum og
skuldum undirbúningsfélagsins,
Vélstjórafélag Suðurnesja
Höfum flutt skrifstofu okkar að Hafnargötu
37a, II. hæð.
Skrifstofan verðuropin einsog áður, alla virka
daga frá kl. 16-18.
Síminn er 1358.
KLIPPÓTEK
FYRIR JÓLIN:
Næringar-permanent
Glans skol djúpnæringarkúrar gefa hárinu
fallegan og eðlilegan glans.
- 0O0 -
ILMANDI JÓLAGJAFAÚRVAL
KLIPPÓTEK
Hafnargötu 29 - Keflavík - Sími 3428
Samþykkt var einróma tillaga um samruna Undirbúningsfélagsins
við Sjóefnavinnsluna hf.
þar með taldar allar rannsóknir
og samningar sem Undirbún-
ingsfélagið hefur gert. Við sam-
eininguna fá hluthafar í Undir-
búningsfélaginu hlutabréf í Sjó-
efnavinnslunni hf. sem nemur
þreföldu nafnverði hlutabréfa
þeirra í hinu fyrrnefnda félagi.
Hlutafé Undirbúningsfélagsins
er nú að nafnverði kr. 1.140.000,
en hlutafé Sjóefnavinnslunnar
hf. er ákveðið kr. 8.500.000.
Frestur til áskriftar ertil 31. marz
1982, en ríkissjóður skuldbindur
sig til áskriftar að þeim hluta
hlutafjár sem áskrift hefur ekki
fengist fyrir frá öðrum, þegar
áskriftarf resti lýkur. Þá hafa
sveitarfélögin á Suðurnesjum
ákveðið að kauþa 20% hlutafjár í
félaginu.
Fyrirfundinn hafði náðsttíma-
mótasamkomulag milli allra
sveitarfélaganna á Suðurnesj-
um, um að tekjur af fyrirtækinu
myndi skiptast þannig milli sveit-
arfélaganna, að Grindavik og
Hafnir skiptu með sér 10%, en
90% myndi siðan skiptast milli
allra sveitarfélaganna eftir höfða
tölu. Út á þetta samkomulag
höfðu sveitarfélögin umboð til
að kaupa sameiginlega 20%
hlutabréfa. Kvöldið fyrir fund-
inn ákváðu síðan Hafnamenn að
fella samkomulagið og krefjast
80% i sinn hlut, en 20% skiptist
milli sveitarfélaganna. Með
þessari ákvörðun Hafnabúa,
kvöldið fyrir stofnfundinn, féllu
um sjálfa sig samþykktir hinna
sveitarfélaganna og var þvi gert
fundarhlé á meðan reynt var að
ná sáttum, og varð samkomulag
um það, að Grindvíkingar og
Hafnamenn fengju 15% en 85%
skiptist milli allra sveitarfélag-
anna eftir höfðatölu.
. Er þetta í fyrsta sinn sem sveit-
^arfélög í sama landshluta skipta
með sér tekjum af slíku fyrirtæki,
en með því ættu sveitarfélögin
hér syðra að geta staðið sem eitt
að þvi að fá hingað fleiri stóriðn-
aðarfyrirtæki til eflingar atvinnu-
lífsins. Hingað til hafa tekjur
runnið til þess sveitarfélags er
hreppir hnossið, þ.e. færstóriðj-
una innan síns sveitarfélags.
Við stjórnarkjör krafðist ríkið
3ja manna í stjórn, en hafði 2 i
stjórn Undirbúningsfélagsins. (
þessu sambandi var bent á að
ríkið ætti 80% hlutafjár í fyrrafé-
laginu og því væri eðlilegt að
meðan þeir hefðu meirihluta
hlutafjár, hefðu þeireinnig meiri-
hluta stjórnar.
( stjórn voru því tilnefndir af
hálfu ríkisins:
Guðmundur Einarsson, Álfta-
nesi, formaður.
Elsa Kristjánsdóttir, Sand-
gerði, varaformaður.
Árni Kolbeinsson, Reykjavík.
Af hálfu fundarins:
Gunnar Sveinsson, Keflavík
Friðrik Á. Magnússon, Njarð-
vik.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra flutti ræðu