Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 25
VÍKUR-fréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 Elliheimilið Hlévangur: 91 vistmaður innritaður frá því heimilið hóf starfsemi sína Aðalfundur elliheimilisins Hlé- vangs var haldinn 29. sept. sl. Lagður var fram rekstrarreikn- ingur heimilisins fyrir árið 1980. Þar kemur fram að heildartekjur námu kr. 66.581.379 og hagnað- ur kr. 5.595.638. Nefndin vekur athygli á því, að sýndur halli á baejarreikningum kr. 2.374.612 er rangur vegna skekkju í tölvu- vinnslu. Reikningarnir voru raeddir og skýrðir og síðan sam- þykktir. Heildarvistdagar ársins voru 5.693, þannig að meðalvistgjald á dag var kr. 11.520. Vistmenn í byrjun árs voru 15, en í lok árs- ins 17, þannig að heimilið var fullskipað. Margir urðu til þess að gleðja gamla fólkið með gjöfum og heimsóknum. Málaraverktakar á Keflavikurflugvelli færðu heimil- inu 8 stóla og borð í dagstofu. Peningagjafir bárust um jólin til fólksins frá Lionsklúbbi Kefla- víkur, Hlévangi, Ólafi Lárussyni hf. og Gunnari Sigurjónssyni. Séra ulafur Oddur Jónsson flutti guðsþjónustu og Kristið æsku- fólk heimsótti fólkið. Ollum nefndum og ónefndum sem glatt hafa vistmenn, vill nefndin færa þakklæti sitt. Fastir starfsmenn hafa verið 5 með forstöðukonu, auk þess ein kona í afleysingum. Þess skal getið hér, að frá og með þessum fundi er starfsemi nefndarinnar lokið, vegna nýrrar skipunar á starfi og fyrirkomu- lagi heimilisins. Frá þvi heimilið hóf starfsemi sina hafa innritaðir vistmenn verið 91. Sesselja Magnúsdóttir lét af störfum forstöðukonu um sið- ustu áramót, en því starfi hafði hún gegnt frá þvi elliheimilið hóf starfsemi sína. Nefndin færir Sesselju þakkir fyrir ágætt sam- starf á liðnum árum og trú- mennsku og fórnfýsi í starfi. Vandamál hafnanna: Frekari gagnasöfnun Fundurinn, sem nefnd sú er fjallar um vandamál hafnanna vegna fækkunar á skipakomum, boðaði til með framleiðendum, var haldinn 6. des. sl. Sæmileg þátttaka var á fundinum og þar mættu m.a. fulltrúar frá helstu sölusamtökum, s.s. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samband- in'- Sambandi ísl. fiskframleið- enda og Skreðarsamlaginu. Niðurstaða fundarins varð sú, að nefndinni var falið að starfa áfram og afla frekari upplýsinga og gagna um máliö, og síðan yrði haldinn annar fundur þar sem ákveðið yrði hvaða leið yrði farin í máli þessu. Keflavík: 32 heimili njóta heimilishjálpar I Keflavik njóta nú 32 heimili heimilishjálpar. Þaraferu 14sem greitt er fyrir að fullu, 8að ‘4 hlut- um, 8 að 2/4 hlutum og 2 greiða sjálfir, og fer það eftir reglum sem settar voru um heimilis- hjálp. Allt bendir til aö þessi liöur fari nokkuð fram úr síðustu fjárhags- áætlun. Þess ma geta, að allir þeir sem þessarar aöstoðar njóta eru sjúklingar og gamalmenni. Heimsóknartímar um jól og áramót Aðfangadagur kl. 18-21 Jóladagur kl. 15-16 og 18-21 Gamlársdagur kl. 18-21 Nýársdagur kl. 15-16 og 18-21. Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraðs Suður- nesjabúar Úrvalið af FATNAÐI - LEIKFÖNGUM OG GJAFAVÖRU hefur aldrei verið meira. Opið til kl. 23.30 alla daga vikunnar. Gleðileg jól, farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að liða. Sandgerði • sími 7415 - 7650 Kvenfélag Keflavíkur ^ 1 á Jólaball CA verður haldið í Stapa, sunnudaginn 3. janúar kl. 3 fyrir yngri börn og kl. 20.30 fyrir eldri börn (Diskótek). - Allir velkomnir. Nefndin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.