Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Page 27

Víkurfréttir - 17.12.1981, Page 27
Fimmtudagur17. desember1981 JÓLABLAÐ VÍKUR-fréttir Verðstríð eða heiðarleg samkeppni Samkeppni sú er hófst á milli Tomma-hamborgara og Kefla- víkurborgarans, um sölu á ham- borgurum í Keflavík, virðist hafa snúist upp í verðstríð milli þeirra frekar en eðlilega samkeppni. Þegar Tommi opnaði útibú sitt hér syðra var verðið hjá honum 1 kr. lægra en hjá aðalkeppinaut hans, Keflavíkurborgaranum. Það stóð ekki lengi, því Keflavík- urborgarinn svaraði þessu með því að lækka sína vöru um 9 kr. og er þar með orðinn átta krón- um lægri en hinn. Samkeppni þessi snýst þóekki eingöngu um lægra vöruverð, heldur er ýmislegt gert til að vekja athygli á veitingastaðnum. T.d. hefur Keflavíkurborgarinn nú teppalagt gangstéttina fyrir utan staðinn með rauðu teppi og þar með snúið hlutunum við, því eins og flestir vita er gólfið innan dyra lagt gangstéttarhellum. En hvað segja nú höfuðpaur- arnir sjálfir, þeir Erling í Kefla- vikurborgaranum og Tommi hjá Tomma-hamborgurum, um þetta mál? Leiðrétting I síðasta tbl. varð sú prentvilla í greininni um óánægju með hitaveituna, að sagt var aö sparn- aður á þriggja manna fjölskyldu væri kr. 2.500, en átti aö vera kr. 22.500. Erling sagði að samkomulag hefði verið gert milli hans og Tomma um að þeir myndu halda sama verði, en Tomii hefði svikið þaö strax, og þess vegna hefði hann nú lækkað hamborgarana svo um munar. Þá benti hann á, að þegar Tommi lækkaði sína vöru um 1 kr. hér í Keflavík, væri kominn mismunur á verði milli útibúa sama fyrirtækis, þvi verðið í Reykjavík væri enn óbreytt, sem væri óeðlilegt. Tommi vildi hins vegar ekki kannast við neitt samkomulag við Erling, hann hefði aðeins komið til að tilkynna sér að þeir skyldu hafa sama verð, en ekki samið um neitt. Um verðstríð sagði Tommi að væri ekki um að ræða, því enginn aðili gæti til lengdar selt vöru á kostnaðar- verði eingöngu, það hlyti að koma niður á gæöunum. Þá óttaðist hann ekki neina samkeppni, þvi samkv. upplýs- ingum Erlings sjálfs væri há- marks sala Keflavíkurborgarans 90 hamborgarar á dag, en samt hefði hann vonast til að salan hjá sér næði 350 stk. á dag að jafnaði. Þessar vonir hefðu ekki brugðist, því meðalsalan hjá Tomma-hamborgurum hér syðra væru 400 stk. á dag og hefði t.d. daginn sem Erling lækkaði sína vöru komist upp i 600 stk. Því væri ótti við sam- keppni enginn, frekar vonaðist hann eftir góðu samstarfi þeirra á milli. Hér sjáið þið jólasveininn koma með gjafirnar til barnanna í poka sínum, en börnin hafa öil orðið hrædd og falið sig. Nú skuluð þið athuga myndina frá öll- um hliðum og athuga hana vel, þá mun- uð þið geta komið auga á andlit barn- anna. Þau eru að minnsta kosti 6 eða 7 og kannski eru þau fleiri. TILKYNNING KEFLAVÍK - NJARÐVÍK - GRINDAVÍK - GULLBRINGUSÝSLA Samkvæmt lögum nr. 46/1977 og reglugerð nr. 16/1978, er hverjum og einum óheimilt að selja skotelda eða annað þeim skylt, nema hafa til þess leyfi lögreglustjóra. Þeir sem hyggja á sölu framangreinds varn- ings, sendi umsóknir sínar til yfirlögreglu- þjóns í Keflavík, eigi síðar en 21. desemþer 1981. Að öðrum kosti verða umsóknirnarekki teknar til greina. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóni á lögreglustöðinni í Keflavík. Lögreglustjórinn í Gullbringusýslu Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík Brunavarnir Suðurnesja TILKYNNING UM Áramótabrennur Þeim sem hafa ætlað sér að hafa áramótabrennu, ber aðsækja um leyfi til Slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja í Keflavík. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er, að ábyrgðarmaður sé fyrir brennunni. Brennur sem veröa hlaðnar upp og ekki hefur verið veitt leyfi fyrir, verða fjarlægðar. Umsóknir berist fyrir 21. desember 1981. Lögreglan í Keflavik, Grlndavík, Njarðvlk og Gullbringusýslu Brunavarnir Suðurnesja BRAUTARNESTI FYRIR JÖLIN: Mikið úrval af konfekti. Innlent og erlent sælgæti. Öl og gosdrykkir. (s - Niðursoðnir avextir - Kex. Gjorið svo vel og lítið inn - Næg bilastæði BRAUTARNESTI Hringbraut 93B - Keflavík - Sími 3393 Auglýsið í Víkur-fréttum

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.