Víkurfréttir - 17.12.1981, Qupperneq 37
VÍKUR-fréttir
JÓLABLAÐ
Fimmtudagur 17. desember 1981
Þorsteinn Marteinsson, form.
björgunarsveitarinnar Stakks
Björgunarsveitin Stkkur óskar
öllum Suðurnesjabúum gleði-
legra jóla og minnir fólk á að lesa
vandlega leiðbeiningarnar um
meðferö flugeldanna og fara að
öllu meðgátviðnotkunþeirraog
eiga vel heppnuð áramót.
þm.
Ný vélsmiðja í
Keflavík
Ný vélsmiðja hefur hafið rekst-
ur hér i Keflavík. Er henni m.a.
ætlað að annast viðhald og ný-
smiði á fiskaðgerðarvélum, er
Oddgeir Pétursson hefur fundið
upp.
Stofnendur eru Oddgeir
Pétursson, Garðavegi 13 og Ás-
mundur Sigurðsson, Túngötu 19
báðir úr Keflavík, en heiti fyrir-
tækisins er Oddgeir & Ási sf.
Björgunarsveitin Stakkur:
Bílakaup og flugeldar
Björgunarsveitin Stakkur
stendur í stórræöum um þessar
mundir. Fyrir það fyrsta þá fyrir-
huga Stakks-félagar að endur-
nýja bílakost sveitarinnar í vetur.
Aöalástæðan fyrir endurnýjun-
inni eru þær, að núverandi bíla-
kostur er kominn nokkuð til ára
sinna, sérstaklega þó Inter-
national Travellall bifreiðin, sem
er frá því 1974. Hefur sá bíll
reynst sveitinni mjög vel, og
reyndar fleirum, því hann var
notaður sem sjúkrabíll fyrir Suð-
urnesin samfleytt í nokkra
mánuði. Þar að auki hefur hann
„hlaupið i skarðið" þegar bilanir
og miklar annir hafa steðjaö að.
Bifreiðar þær sem Stakkur
veriðfrá 14og allt upp i 35 Stakks
félagar að störfum í einu. f maí sl.
tóku 17 félagar þátt íleitaðflug-
vélinni TF-ROM, voru þeir að
störfum samfleytt í 3 daga. Var
það ein sú umfangsmesta leit
sem fram hefur farið hér á landi.
Má segja að leitað hafi verið um
allt landið og mörg svæði oftar
en einu sinni. Einnig má minnast
á óveðrið sem hér geisaði 16.
febrúar sl. Voru Stakksmenn þá
að störfum fram undir morgunn.
Til gamans má geta þess, aö
þegar versta veðrinu slotaði hér
á suö-vestur horninu, var fólk á
Snæfellsnesi og á Vestfjörðum
enn i miklum vandræðum. En þá
upp úr miðnætti hætti ríkisút-
varpið útsendingu, hafði fram að
því staðið sig nokkuð vel við að
koma skilaboðum áleiðis og
kveðja til starfa mannskap o.fl.
Hefði simasamband verið betra,
en einmitt síminn verður erfiður
vegna álagsins og rafmagns-
leysisins á svona stundum, hefði
útvarpið getað tekið enn virkari
þátt í aðgerðum. Mætti benda á
svona tilvik af útvarpsfrelsis-
mönnum, þar sem útvarpsstöð á
staðnum myndi auövelda allar
aðgerðir og stjórnun hjálpar-
starfs mikið.
Eins og áður er getið ætla
Stakksfélagar að selja mikið af
flugeldum og vonast þeir til að
flugeldasalan fái sömu móttökur
og undanfarin ár. Útsölustaðir
verða við Fiskiöjuna og í mið-
bænum eins og venjulega og eru
allir hjartanlega velkomnir.
Stakkur er nú að endurnýja bilakost sinn. Þessir tveir bilar eru tilsölu.
hyggst kaupa eru Volvo C202
(lapplander), á mjög hag-
stæðu verði um þessar mundir,
einnig munu þær vera spar-
neytnar og kemur þaðsérvel, því
rekstur bifreiða í dag er ekkert
gamanmál. Vonast Stakksfélag-
ar til að gömlu bifreiðarnar selj-
ist fyrir gott verð, því þá ættu
bílaskiptin ekki að reynast svo
erfiö.
Það er fleira sem Stakks-félag-
ar hyggjast endurnýja í vetur, en
einmitt nú stendur yfir hjá all
flestum hjálpar- og björgunar-
sveitum i landinu endurnýjun á
fjarskiptibúnaöi. Hafa tæki þau
sem nú eru í notkun ekki reynst
nógu vel. Tækin sjálf eru alveg
ágæt, en tíönisviðið sem þau
starfa á er bæði óhreint og óá-
reiðanlegt. Hafa þessir aðilar
ákveðið að snúa sér alfarið að
VHF-stöðvum, en það eru sams
konar tæki og bátarnir nota má
segja eingöngu, og svo lögregla
og slökkvilið. Mun þessi endur-
nýjun reynast nokkuð strembin,
en Stakksfélagar hafa löngum
þótt stórhuga og leggja út í þetta
verkefni óhræddir. Aðsjálfsögðu
mun útkoma flugeldasölunnar
hafa mikiö að segja og fái salan
sömu undirtektir hjá bæjarbúum
og undanfarin ár, mun dæmið
ganga mun auðveldara upp.
Starfsemi sveitarinnar hefur
veriö nokkuð mikil á þessu ári.
Útköll hafa verið alls 9 og hafa
Hætta eftir 38 ára þjónustu
Verslunin Nonni & Bubbi í Keflavík hefur nú verið seld. Nýi eigandinn er Jónas Ragnarsson í
versluninni Róm, og tekur hann viö um áramótin. Nonni og Bubbi hófu verslunarrekstur í
Sandgerði árið 1943 og opnuðu aðra verslun í Keflavík þrem árum síðar. Ráku þeir báðar búð-
irnar samtimis til ársins 1973, að þeir lógðu niður verslunina í Sandgerði. Þeir báðu fyrir
þakkir til viöskiptavina og starfsfólks fyrir viðskiptin og samstarfið gegnum árin, og vonast til
þess að nýi eigandinn fái að njóta hins sama í framtíðinni.