Víkurfréttir - 17.12.1981, Qupperneq 49
VIKUR-fréttir
JÓLABLAÐ
Fimmtudagur 17. desember 1981
Frá starfi Hjálparsveitar
skáta í Njarðvík
Slarfsárið byrjaði á útkalli í
óveðrinu mikla í febrúar, en þá
var reynt að auka öryggi fólks
með því að fá það til að vera hlé
megin i húsum sínum. Síðan var
reyntað hemjafjúkandijárnplöt-
ur sem losnað höfðu af húsum.
Einnig var aðstoða við að byrgja
fyrir glugga þar sem ýmislegt
lauslegt hafði fokið í gegnum
rúðurnar. Nokkrum vikum
seinna var farið á æfingu í Lind-
arkot við Hrauneyjarfoss og
m.a. æfð meðferð gönguskiða.
Næsta æfing var að Krumshól-
um helgina fyrir páska og æfð
hjálp í viðlögum, ásamt félögum
úr Björgunarsveitinni Stakk úr
Keflavík.
Kl. 3 aðfaranótt uppstigning-
ardags var sveitin kölluð út og
var þá farið í þá viðamestu leit
sem farin hefur verið hin síðari
ár, en það var leitin að flugvél-
inni TF-ROM. Þessi leitvargeysi
erfið og það er öruggt mál að
aldrei hafa jafnmargir íslending-
ar gengið á eins mörg fjöll á jafn
skömmum tíma og gert var þá.
Samstarf á milli H.S.S.N. og
Stakks i Keflavík var nokkuð
mikið í þessari leit og höfðum við
m.a. sameiginlegt leitarsvæði.
Eftir fjögurra sólarhringa leit
komu menn heim gjörsamlega
útkeyrðir.
Sveitin var kölluð tvisvar út í
júlí og ágúst til leitaraðmanni og
konu, sem týnst höfðu á Reykja-
víkursvæðinu. Þau fundust látin.
18. júlí var farin gönguæfing
frá Hungurfitjum að Einhyrningi
og síðan hlaupið frá Emstrum
niður i Þórsmörk sem smá ábót á
gönguæfinguna.
Um miðjan september var
haldin æfing í Vestmannaeyjum
á vegum Landssambands hjálp-
arsveita skáta, og var þá Heima-
ey finkembd og næstum hver
einasti hellir og skúti skoðaður.
Fimmtudaginn 27. nóv. sl. var
haldin leitaræfing í tilefni af 10
ára afmæli L.H.S. og varæfingin
mjög lærdómsrík.
Fyrir stuttu varsveitin kölluð út
og haldið til leitar af tveim piltum
sem týndust í fjallgöngu á Esju.
Einn sunnudaginn mætti ekki
einn 2ja ára snáði i sunnudags-
steikina heima hjá sér. Var farið
að skipuleggja leit að drengnum
þegar hann kom í Ijós. Hafði
hann farið að skoða heiminn
svona upp á eigin spýtur.
H.S.S.N og Stakkur hafa sett
upp sameiginlegt æfingapró-
gram og er það gert í þeim til-
gangi að veita félögum aðhald í
mætingu. Haldnar hafa verið
tvær sameiginlegar æfingar nú i
haust.
Endurnýjun á tækjabúnaði
hefur verið lítill á þessu starfsári,
en þó eru í pöntun talstöðvar á
hærri tíðni en við höfum notað
áður, en truflanireru svo miklará
tíðnisviði gömlustöðvanna, að
næstum ógerlegt er að notast við
þær svo að öryggi sé að. Þessar
nýju stöðvar eru mjög dýrar, en
þó hefurtekist aðfáfelldanniður
toll af þeim. Allur þúnaður til
björgunarstarfa er mjög dýr. Eini
búnaðurinn sem fengist hefur
niðurfelldur tollur á, eru þessar
talstöðvar.
Nokkur fjölgun hefur orðið á
meðlimum í sveitinni og er það
LANDSMÓT SKÁTA í
KJARNASKÓGI
Framh.
sem þeir höfðu búið til á mótinu
og fluttu þá logandi hvertil sinar
tjaldbúðar. Mótssvæðið var eins
og lítil uppljómuð borg. Móts-
stjóri afhenti fulltrúum hvers
félags gjöf, sem var mynd, tekin
fyrsta mótsdaginn.
Sunnudagur 2. ágúst. Fótaferð
kl. 9. Helgistund kl. 10.30. Þetta
var mjög virðuleg stund, þar sem
þrir prestar töluðu til skátanna á
íslensku og ensku, og skátarnir
sungu sálma. Kl. 11.30 voru
mótsslit. Nú voru kyndlarnir sem
mótið var sett með, tendraöir á
nýjan leik og fulltrúar félaganna
lögðu þá á sameiginlegt bál.
Mótsstjórn tók við viðurkenn-
ingu fyrir gott mót frá Heiða-
búum og Eilífsbúum, Sauðár-
króki. Mótsstjóri sleit síöan mót-
inu. Nú fór hver til sinnar
tjaldbúðar, þar sem öllu var
pakkað saman til heimferðar og
varla hægt að trúa því að þessir
skemmtilegu dagar væru senn á
enda.
Ég vil þakka öllum þeim sem
aðstoðuðu okkur við undirbún-
ing fyrir mótið. Þessar samveru-
stundir verða okkur öllum
ógleymanlegar. Skátarnir frá
Suðurnesjum voru félögum sin-
um og heimabyggð til mikils
sóma. Það er gaman að vera þátt-
takandi í svona útilegu, þar sem
samstarfið, hjálpsemin, ánægj-
an starfsgleðin og hinn sanni
skátaandi ríkir. Ég vil hvetja ungl-
inga til að kynnast skátastarfinu.
Það er mjög þroskandi og góður
félagsskapur, þar sem allir fá að
njóta sín og finna eitthvaðviðsitt
hæfi.
Eydis Eyjólfsdóttir
MÓTSSÖNGURINN
( Kjarnaskógi kraftur býr,
og kyngimögnuð þrá.
Orkan sem að öllu snýr,
er almættinu frá.
Verndum landið, vinnum saman,
veröld breytist fljótt.
Friður, frelsi - nú er gaman,
fylkjum liði skjótt.
Nýtt lif, lif, lif i Kjarnaskóg.
Nýjan heim, heim, heim i Kjarna-
skóg.
Vinnum skátar, verkin eru nóg,
Það verður fjör, fjör, fjór i Kjarna-
skóg.
Nokkrir félagar úr Hjálparsveit skáta, Njarðvfk
ánægjulegt. Bílakostur sveitar-
innar er ekki nægjanlegur til að
flytja alla þá sem þarf, en til
bráðabirgða hefur einn félagi í
sveitinni lagt til eigin bifreið.
Nú er að fara í gang fjáröflun-
artímabilið hjá félögum sveitar-
innar. Fjár er aflað með sölu á
flugeldum um áramótin og er
það aðalfjáröflunin. Einnig gef-
um við út dagatal með símanúm-
erum þeirra fyrirtækja og stofn-
ana sem vilja styrkja starf Hjálp-
arsveitarinnar, og biðjum viðfor-
svarsmenn fyrirtækja að taka vel
á móti félögum okkar þegar söfn-
unin á dagatalið hefst. Dagatal-
inu verður dreift i tvö þúsund ein-
taka fjölda i öll hús i Keflavík og
Njarðvík.
Að lokum viljum við ítreka það,
að björgunarsveitir í landinu eru
EKKI ríkisstyrktar. Sveitirnar
standa að öllu leyti undir þessum
nauðsynlega þætti í almanna-
varnakerfi landsmanna.
Suöurnesjamenn! Muniö flug-
eldasöluna um áramófin.
Hjálparsveit skáta
i Njarövfk
Þorbjörg Rúnarsdóttir og Haraldur Magnússon héldu hlutaveltu að
Miðgarði 7 i Keflavík og varð innkoman 260 kr., sem þau létu renna til
sjúkrahússins.
Þessir krakkar héldu hlutaveltu i Tjarnarlundi og létu ágóðann, 642
kr., renna til Þroskahjálpar. Þau heitaf.v.: Lárus Frans Guðmundsson,
Ómar Ólafsson, Ágúst Þór Guðmundsson, Guðrún Halldórsdóttir og
Ásgeir Halldórsson.