Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Qupperneq 51

Víkurfréttir - 17.12.1981, Qupperneq 51
JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 VIKUR-fréttir Jón Norðfjörð, Sandgerði: Hvað þarf til að reisa Sjóefnavinnslu? f auglýsingu frá stjórn Undir- búningsfélags saltverksmiðju á Reykjanesi hf. (sem eflaust var nokkurra hlutabréfa virði) mátti sjá ofangreinda spurningu. Á eftir var talið upp það sem stjórnin taldi þurfa, en það var m.a. tækniþekking, orka, hrá- efni, landrými og vandaður und- irbúningur, svo sem tilrauna- vinnsla. Þegar kom til þess að sveitar- stjórnarmenn á Suðurnesjum þurftu að greiða atkvæði um það, hvort sveitarfélögin ætluðu aö gerast hluthafar í Sjóefna- vinnslunni hf., samkvæmt ósk (eöa skilyrði?) fjármálaráðu- neytisins með 20% aðild, velti ég því fyrir mér hvort eitthvað vantaði í upptalningunni á því hvaö þyrfti til að reisa Sjóefna- vinnslu. Eftir að hafa kynnt mér þessi mál, m.a. með því að lesa skýrslu saltvinnslunefndar, komst ég aö því, að eitt mikilvægt atriði hlyti að vanta í þessa upptalningu, en þaö er rekstrargrundvöllur, sem að sjálfsögðu þarf að vera pott- þéttur, þegar ráðist er i byggingu sliks fyrirtækis. Það hlýtur aö vera algjört grundvallaratriði, að framleiðslu- vörur fyrirtækisins hafi öruggan sölumarkað. Ekki trúi ég að menn vilji byggja upp fyrirtæki, sem kannski yrði rekiö með stórtapi um ófyrirsjánalega framtið. Ég tók þá afstööu í hrepps- nefnd Miðneshrepps, aö greiða atkvæði gegn frekari þátttöku sveitarfélagsins í þessu fyrirtæki að svo komnu máli, m.a. af þeirri ástæðu, að ég tel það framhald sem ráðgert er, ekki i samræmi viö þær niðurstööur sem nú liggja fyrir. Samkv. áætlun á nú að byggja 8000 tonna saltverksmiðju og siöan skal hún stækkuð i 40.000 tonn. Samkvæmt skýrslu salt- vinnslunefndar á fisksalt aö vera yfir 50% af söluverðmæti afurða verksmiðjunnar. I dag liggja engar marktækar niðurstööur fyrir um þaö. hvort það salt sem hér á að framleiöa er samkeppnishæft við innflutt salt. Mér finnst að þeir aðilar sem harðast hafa gengiðfram i því að þessi leiö verði farin, ættu aö hugsa stift um þaö, að saltfiskur er nú um 20% af útflutningsverö- mæti þjóðarinnar og það gæti orðiö dapurleg niðurstaöa, ef saltfiskmarkaðir okkar yrðu stór- skaðaöir meö þvi sem hér á aö fara að gera Viö skulum gera okkur grein fyrir þeirri stað- reynd, að við framleiðslu á salt- fiski er salt aðeins 3-4% af fram- leiöslukostnaöi en þó ráða gæði saltsins miklu um vinnsluna og þar með sölumoguleikana ( dag liggja engar marktækar niöurstöður fyrir um gæöi þess salts sem hér á að fara að fram- leiða. Það er talaö um að bygging 8000 tonna áfangans sé m.a. til markaösþróunar fyrir sölu fisk- salts. Ég er þeirrar skoöunar, að mun skynsamlegri kostur i þessu efni væri sá, að byggð yrði minni verksmiðjueining t.d. 1000-1500 tonn, sem væri fyllilega nægilegt til markaðsþróunar vegna sölu fisksalts. Mér skilst, að með byggingu 8000 tonna verksmiðju sé ekki gert ráð fyrir framleiðslu á kalsí- umklóríði til útflutnings, en með byggingu 40.000 tonna verk- smiðju eigi kalsiumklóriðaðvera 28.5% af framleiðsluverðmæti verksmrðjunnar. Ef það er rétt sem heyrst hefur, að Spánverjar hafi fyrir nokkru síðan hætt framleiöslu á kalsí- umklóriði vegna sölutregöu, hvar verða þá okkar markaðir? Ég hef lýst þeirri skoðun minni, að ég eins og eflaust flestir íbúar Suðurnesja, hef bundið miklar vonir við þaðaö sú orka sem við erum að fjalla um, ætti eftir í framtíðinni, að skapa okkur möguleika á uppbyggingu á góðu og umfram allt arðbæru fyrirtæki. Við vitum að orkan fer ekki frá okkur og við eigum þvi ekki að rasa um ráð fram i þess- um efnum. Við eigum ekki að meðhöndla þetta mál eins og við værum aö stofna til happdrættis, þar sem vinningurinn gæti skaðað hagsmuni allrar þjóðar- innar. Við höfum hér i þjóðfé- laginu of mikið af slikum for- dæmum um illa undirbúin mál. því miður, og er Krafla sennilega átakanlegasta dæmið þar um. Viö getum lika litið okkur nær. þó á öðru sviði sé. Við höfum hér átakanlegt dæmi um skólabygg- ingu í Krisuvík, sem enginn vill kannast við en hefur þótt ágætis svinastía. Þaö sem verst er af öllu aö mínu mati er það, að hér á Is- landi er enginn ábyrgur fyrir þvi sem hann gerir eöa ákveður. Viö getum bara litið á þá sveitar- stjórnarmenn sem nú hafa sam- þykkt stór fjárframlög til Sjó- efnavinnslunnar af útsvarstekj- um sinna sveitarfélaga. Þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar, ef illa fer. Þeir verða kannski flestir farnir frá eftir næstu kosningar. sem erueftirliölegaömánuði.og þá mega nyir menn sitja uppi með skuldbindingar og kannski háar vaxtagreiðslur. Þeir aðilar sem haröast ganga fram i þvi aö byggð veröi saltverksmiöja á Reykjanesi verða að sjálfsogöu heldur ekki látmr svara til ábyrgðar, ef illa fer. Það veröur kannski i hæsta lagi sagt ..Grey- in. þeir geröu það sem þeir gátu. þeir vissu bara ekki betur", og þjóðarbúið situr uppi með tapið. En efti'r á verður ekki hægt að segja að aövaranir hafi ekki komið fram. Ég vil ítrekaþaðsjónarmiðmitt og þá staðreynd, hve gífurlegir hagsmunir eru í veði hvað varðar saltfiskmarkaöi okkar og aö röng vinnubrögð geta haft alvar- legar afleiðingar fyrir þjóðina. Með þessum skrifum vildi ég gera grein fyrir því, hvers vegna ég greiddi atkvæði gegn því að hluta af ráðstöfunarfé Miönes- hrepps yrði varið til þessa fyrir- tækis. Ég heföi áhuga á að vita, hvort það er stefna núverandi stjórnvalda aö sveitarfélög skuli framvegis leggja fram af sínum takmarkaða ráðstöfunarfé stór framlög í stóriðjuver framtiöar- innar. Ef svo er. þá er ég hræddur um að hugtakið ráöstöfunarfé sveit- arfélaga heyri fljótlega fortið- inni til. 75 27 13 3 54 ■65 5 41 19 26. íl— 10 [Ö3j Drengirnir, sem þið sjáið á myndinni, eru að æfa sig að kasta í mark. Þeir hafa skrifað nokkrar tölur á vegginn og nú ætla þeir að reyna að hæfa fimm þeirra með pílunni, þannig að útkoman samanlögð verði 100. Hvaða tölur þurfa þeir að hitta til þess? Þessir strakar héldu hlutaveltu að hringbraut 63 i Keflavik og létu ágóðann, 250 kr.. renna til Blindravinafélagsins. Þeir heita f.v : Þórir Tello. Sigurður Óli Pálmason og Steinar Gisli Hjartarson Auglýsingasíminn er1760

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.