Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 54

Víkurfréttir - 17.12.1981, Blaðsíða 54
Fimmtudagur 17. desember 1981 VÍKUR-fréttir Hálf öld frá því að formaður Verkalýðsfélags Keflavíkur var fiuttur nauðugur til Reykjavíkur Rætt við Jón, son Hannesar Jónssonar, ritara Verkalýðsfélags Keflavíkur ( þróun alþýöusamtakanna á (slandl hefur áriö 1932 verið nefnt „Baráttuáriö mikla" og það ekki að ástæðulausu. Harðvitug átök áttu sér víða stað á milli launþega og atvinnurekenda frá upphafi til loka þessa árs. Á spjöldum sögunnar má lesa m.a. eftrifarandi setningar: „Fá- dæma ofbeldi útgerðarmanna í keflavík gegn formanni Verka- lýðsfélags Keflavíkur". „Harð- vítug átök íBolungarvík.Tveirat- vinnurekendur reyna að brjóta samtök verkamanna á bak aftur. Hannibal Valdimarsson fluttur með valdi frá Bolungarvík til (sa- fjarðar." „Fátækraflutningur vof- ir yfir heimili verkalýðsforingja." „Heiftarlegar deilur á Siglufirði milli verkalýðsfélagsins og stjórnar síldarverksmiðjanna." Bæjarstjórnarfundur undir lög- regluvernd. Bardagi milli verka- manna og lögreglu." Þetta var 7. júlí, en heldur betur hitnaði í kol- unum þann 9. nóv.: „Bardagi á milli lögreglu og verkamanna í Reykjavík - mótmælt kauplækk- unaráformum bæjarstjórnar. Bærinn algjörlega á valdi verka- manna." Noröur á Akureyri er ástandiö litlu betra. „Harðar deil- ur milli Verkamannafélags Akur- eyrar og bæjarstjórnar Akureyr- ar. Verkbann á Nóvu - Átök á milli verkfallsmanna og liðs bæjar- fógeta." „Hver dagur var harð- •ótt hatrömm glíma, vlð hungur- vofuna tll og frá“ orti Steinn Steinarr eftir slaginn 9. nóv., „og loksins kom að þvi þeir börðust I bænum, um brauð handa svettwndi verkalýð", segir seinna í sama kvæði sem ber yfir- skriftina „Verkamaður". Já, kjarabaráttan var hatramm- Jón Hannesson ari í þann tíð, en hún er í dag, eins og nýgert samkomulag á milli ASÍ og atvinnurekenda vitnar best um. Og fyrir þá sem lítt þekkja til sögu launþegasamtak- anna, en lifa nú í allsnægtarþjóð- félagi, er hollt að rifja upp eitt sögulegasta atvikið í gegnum tíðina, - það skeði einmitt hér á Suðurnesjum, nánar tiltekiö í Keflavík í byrjun ársins 1932, eða fyrir tæpum 50 árum. ÚTGERÐARMENN FLYTJA FORMANN VERKALÝOSFÉ- LAGSINS NAUÐUGAN TIL REYKJAVlKUR En hver var svo aðdragandi þess sem að framan greinir í setningunni „Fádæma ofbeldi útgerðarmanna í Keflavík gegn formanni Verkalýðsfélags Kefla- víkur"? Hann var sá, að stofnað hafði verið Verkalýðsfélag Kefla- víkur haustið 1931 með 30 fé- lagsmönnum. Formaður þess var kosinn Axel Björnsson, gjald- keri Kristinn Jónsson, ritari Hannes Jónsson. Meðstjórnend- ur þeir Valdimar Guðjónsson og Þorbergur Sigurjónsson. Gekk félagið þegar í Alþýðusamband (slands. Útgerðarmenn og atvinnurek- endur neituðu að viðurkenna fé- lagið sem samningsaðila. Hófst þá mikil deila um þessi mál upp úr áramótunum. Verkalýðsfélag- ið sneri sér þá til AS(. Hinn 18. janúar tilkynnti verkamálaráð AS( útgeröarmönnum í Keflavík, að afgreiðslubann yrði sett á alla báta i Keflavík, þartil samiðhefði verið við Verkalýðsfélag Kefla- víkur. Þá tilkynnti verkalýðsfé- lagið hinn 19. jan., að ekki skyldi unnið við skipið Vestra, sem væntanlegt var til Keflavíkur þá um kvöldið. Gerðu útgerðar- menn og formenn í Keflavík þá samtök með sér um aö brjóta á bak aftur með valdi ákvarðanir verkalýðsfélagsins, með þeim hætti, að aöfaranótt 20. janúar ruddist hópur manna inn í hús eitt í Keflavík, þar sem Axel Björnsson, formaður Verkalýðs- félags Keflavíkur, var næturgest- ur. Var þar kominn flokkur út- gerðarmanna, um 20-30 manns og létu þeir ófriðlega. Eftir nokkur orðaskipti og hótanir um meiðingar, tóku þeir Axel með valdi, fluttu hann út í mótorbát og héldu til Reykjavíkur. Hótuðu honum öllu illu ef hann dirfðist að koma aftur til Keflavíkur. ALÞÝOUSAMBAND (SLANDS SKERST I LEIKINN Eftir að hafa flutt Axel úrKefla- vík, létu útgeröarmenn knéfylgja kviði gegn þeim sem eftir voru. AS( reyndi að spyrna við fótum. „Einn af stjórnarmönnum AS(, Kjartan Ólafsson úr Hafnarfiröi, hélt til Keflavíkur 21. jan. Átta félagar hans úr Hafnarfirði fylgdu honum. Komu þeirsuður eftir klukkan átta að kvöldi. Ákveðið var að boða samstundis til fundar í verkalýðsfélaginu. Flykktust verkalýðsmenn saman þar sem Kjartan var, en útgeröar- Axel Björnsson menn hófu þegar liðssafnað. Fór Kjartan þá heim til eins for- mannsins og ræddi hann um deilumálin. Safnaðist þá mann- fjöldi saman að húsinu og stjórn útgerðarmannafélagsins kom þar inn. Spurði Kjartan hvort ætlunin væri að efna til æsinga og meina verkamönnum að halda fund. Hinir kváðu svo ekki vera og létu undan síga. Hélt Kjartan síðan fund í verkalýösfé- laginu, kynnti afstöðu Alþýðu- sambandsins og hvatti menn til að taka á málum þessum með festu en æsingalaust." ÚTGERÐARMENN HRÆDDU KONUR OG BÖRN. SENDU SKEYTI TIL ASl OG TIL- KYNNTU AÐ BÚIÐ VÆRI AÐ LEGGJA VERKALÝÐS- FÉLAGIÐ NIÐUR „Nú, eins og má lesa þennan þennan örlagaríka tíma, þá segir að útgerðarmenn hafi ekki verið af baki dottnir, því daginn eftir fengu þeir hreppsnefndina til að boða fund, og hófst nú hinn furðulegasti leikur. Á þessum fundi var samþykkt að halda skyldi fund í verkalýðsfélaginu. Lét stjórn þess til leiðast, þar eð útgerðarmenn og flokkur þeirra létu ófriðlega og höfðu hótanir í frammi. Hræddu þeir konur og börn verkalýðsfélagsmanna svo að þeim varð ekki vært í bænum. Og þegar verkalýðsfundurinn var haldinn umkringdu þeir húsið en stjórn Útgeröarmanna- félagsins þrengdi sér inn á fund- inn og kúgaði verkamenn til að gefast algerlega upp og leggja niður félag sitt. Einn maður greiddi atkvæði gegn þessu. Aörir þorðu ekki að greiða at- kvæði gegn vilja útgerðarmanna, þeirgátu þá búist við hinu versta. Mönnum hafði verið hótað mis- þyrmingum og lifláti, ef ekkiværi farið í einu og öllu að vilja útgerð- armanna. Hreppstjórinn stóð Útgerðarmenn í Keflavík ruddust inn til Axels Björnssonar, formanns, og hann yfirgæfi ekki bæinn Fjölskyldum annarra stjórnarmanna ólíft í Keflavík hótuðu honum barsmíð ef ÓLÍFT i BÆNUM FYRIR STJÓRNARMENN VERKA- LÝÐSFÉLAGSINS Aliir munu þeir sem skipuðu fyrstu stjórn félagsins vera horfnir af sjónarsviðinu, en sá sem einns næst stóð þessum at- burðum, var Jón, sonur Hannes- ar Jónssonar ritara félagsins, en Jón var þá aðeins 10ára að aldri. Við heimsóttum hann á Garða- veginn í Keflavík og báðum hann að segja okkur frá því sem hann myndi af þessum atburði og hvaða afleiðingar verkalýðsbar- átta föður hans hefði haft á fjöl- skyldulífið. „Ég var nú ekki vitni að þessum atburði, en ekki fór samt hjá þvi að ég heyrði mikið um hann talað á mínu heimili", sagði Jón. „Þrátt fyrir ungan aldur skynjaði ég að mjög alvarlegtvar á seyði og fékk reyndar að finna fyrir því. Eftir að Axel hafði verið vakinn upp þar sem hann var gestkomandi í húsi Þorgerðar Einarsdóttur, og fluttur með m.b. Bjarna Ólafssyni nauðugur til Reykjavíkur, var okkur ólíft í byggöarlaginu, og skal ég koma nánar að því síðar, en fyrst langar mig til að greina nánar frá því sem ég heyrði um aðförina. Útgerðarmenn ruddust inn i hús- ið gegn vilja Axels. Höfðu þeir meðferðis poka til að láta hann í ef með þyrfti. Til þess kom þó ekki. Axel klæddi sig samkvæmt skipun þeirra, er þeir hótuðu að beita hann ofbeldi. Sá hann að vegna liðsmunar væri mót- spyrna þýðingarlaus og lögðu margir hendur á hann og fóru með hann um borð í bátinn og sigldu til Reykjavíkur. Axel stundaði atvinnu við bifreiðavið- gerðir i Keflavík en átti lögheim- ili í Reykjavík og þangað ætti hann að fara og vera, sögðu út- gerðarmenn. Axel kærði þennan atburð og taldi ástæðuna til of- beldisins vera þá eina, að hann var formaöur Verkalýðsfélags Keflavikur, sem átti í launadeilu við útgerðarmenn i Keflavík, - friðsamlega af félagsins hálfu. Hann nefndi svo nöfn nokkurra manna sem hann krafðist að yrðu látnir sæta ábyrgð vegna ofbeldisins."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.