Víkurfréttir - 17.12.1981, Qupperneq 56
Fimmtudagur 17. desember 1981
JÓLABLAÐ
VÍKUR-fréttir
arfjarðar en horfði glettilegum
augum á klæðaburð okkar. Við
voru í skósíðum frökkum með
uppbrot á ermunum. Frakkana
hafði faðir okkar fengið upp í
vangoldin laun þegar verslun
Elimundar fór á kúpuna.
Frakkann átti ég fram eftir aldri
en aldrei tókst mér að verða svo
stór að hann yrði mátulegur
á mig.“
PENINGALAUSIR
FERÐALANGAR
„Þetta var 9. febrúar 1932,
noröanátt og frost, líkt veður og
núna í dag, 13. des," segir Jón,
,,en þegar til Hafnarfjarðar kom
vissum við bræðurnir ekkert
hvert átti að halda. Fyrir kurteisis
sakir spurði ég bílstjórann hvað
við ættum að borga í fargjald.
Fimm krónur, sagði hann. Hjart-
að tók kipp. Við áttum minna en
ekki neitt, svo nú voru góð ráð
dýr. Einhvern veginn urðum við
að komast úr vandanum. „Pabba
er von á hverri stundu," skrökv-
aði ég án þess að blikna,
„gætirðu aðeins beðið?" Jú, það
var sjálfsagt. Við bræðurnir
læddumst úr augsýn bilstjórans,
en gátum þó fylgst með honum,
uns hann gafst uppáað bíða eftir
pabba. Létti okkur mikið þótt við
hefðum samviskubit fyrir að
leika á hann, - bróður mínum
fannst ég líka hafa veriö full
djarfur að skrökva svona að
hjálparmanni okkar."
ÚR SLAGSMÁLUM VIÐ
INNFÆDDA [
HJÁLPRÆÐSIHERSHÚSIÐ
Klæönaður bræðranna hafði
vakið athygli krakkanna í Hafn-
arfirði. Hópur stráka safnaðist í
kringum þá og spurðu hvaðan
þeir væru. Þegar þeir sögðust
vera úr Keflavík vildu þeir ólmir
slást við þá. „Þið hljótið að vera
sterkir þarna sunnan að, þarsem
alltaf er verið að berjast," fullyrtu
strákarnir, og foringi þeirra hjól-
aði í Jón, sem þrátt fyrir smæð-
ina hafði Hafnfirðinginn undir.
Þetta lækkaði mesta rostann í
„göflurunum" en þó vildu þeirað
Jón reyndi hryggspennu við
Finna lipra. Það var auðsótt, en
hvorugur gaf sig. „Þar með
vorum við teknir i hópinn og frið-
ur saminn," sagði Jón. „En á
meðan við vorum að tuskast, bar
að ungan góðlegan mann sem
gaf sig á tal við okkur og vildi allt
fyrir okkur gera, þegar hann var
búinn að heyra raunir okkar.
Þetta mun hafa verið móður-
bróðir Guðmundar Snorrasonar
í Njarðvíkum, ég man því miður
ekki nafnið, en hann sagðist
kannast við fjölskyldu úr Kefla-
vík sem byggi í Hjálpræðishers-
húsinu. Þangað fylgdi hann
okkur og þar reyndist faðir minn
vera búinn að útvega okkur hús-
næði á efri hæðinni, en keflvíska
fjölskyldan bjó á þeirri neðri."
ENGINN SUOURNESJA-
BfLSTJÓRI ÞORÐI AÐ AKA
BÚSLÓÐINNI, AF ÓTTA VIÐ
ATVINNUMISSI HJÁ
ÚTGERÐARMÓNNUM
Hannes faðir þeirra kom ekki
þann daginn, en bræðurnirsváfu
á gormadýnu í óupphitaðri íbúð-
inni um nóttina. Frakkarnir
stóru komu sér þá vel í kuldan-
íim. Fjölskyldan á neðri hæðinni
sá um piltana daginn eftir, eða
þar til móðir þeirra kom með bú-
slóðina frá Keflavík, á bíl Gríms
Andreassonar úr Hafnarfirði.
Enginn ökumaður í Keflavík
áræddi að flytja hana af ótta við
að verða útilokaður frá akstri
fyrir útgerðarmennina. „Okkur
gekk vel að koma okkur fyrir í
Hafnarfirði, með aðstoð bæjar-
yfirvalda, en Alþýðuflokkurinn
réði þá ríkjum í Firðinum. Faðir
minn fór að vinna við bát í landi,
en ég fór í skóla í Hafnarfirði og
var þar í tvo vetur. Áður hafði ég
verið einn og hálfan vetur i barna
skóla hjá Guðmundi Guðmunds-
syni og Jónu á Framnesi, - já, og
hálfan vetur hjá Valtý Guðjóns-
syni, sem þá var nýfluttur til
Keflavíkur sem ungur maður,
kennaraskólagenginn."
VILDI EKKI TAKA GJALD
FYRIR VÆSKILINN, SEM VAR
Á LEIÐ Á TOGARA
„Rétt er að taka það fram, að
móðir min, Sigurborg Sigurðar-
dóttir frá Litla-Garðshorni, tók
öllu þessu mótlæti með jafnaðar-
geði, enda dugleg og kjarkmikil.
Auðvitað þótti henni sárt að vera
hrakin úr Keflavík, en eigi að
síður hélt hún tryggð við staðinn
og kom oft hingað þegar stundir
liðu fram, en af sjálfum mér er
það að segja, að ég fór í sveit
næstu sumur, meðal annars
vestur í Dali. Þar var ég einmitt
þegar faðir minn hringdi og
sagðist vera búinn að útvega mér
skiprúm á togaranum Júní. Ég
fylltist stolti. Aðeins harðjaxlar
voru teknir á slík skip, - en stoltið
átti eftir að særast. Ég lagði strax
af stað suður, fótgangandi. Fyrst
gisti ég að Bröttubrekku, en fór
svo daginn eftir samferða póst-
inum að Dalsmynni í þungu færi
vegna mikilla snjóa. Þaðan fór ég
með bifreið að Svignaskarði sem
ég gisti í eina nótt, en þegar ég
ætlaði að borga fyrir mig, sagð-
ist gestgjafinn ekki geta tekið
neitt gjald fyrir svona lítinn
dreng. Þetta var ægilegt áfall, -
veröandi togarasjómaður. Sann-
leikurinn var líka sá, að ég var
mjög smávaxinn og væskilsleg-
ur, svona á stærð við 10 ára
dreng. Suöur komst ég samteftir
þriggja daga ferðalag."
AFTUR TIL SUÐURNESJA
Ætla mætti að næsti áfangi frá-
sagnarinnar væru togaraár Jóns
Hannessonar. Svo verður ekki,
Bróðir Jóns taldi hann ofan af
því að fara á Júní. Hann myndi
aldrei geta valdið því starfi sem
hann og annar piltur ættu að
annast, að salta hrogn um borð.
Vegur Jóns lá því til Suðurnesja
að nýju, en systkini hans dreifð-
ust um landið. Einn bróðir hans
býr á Tálknafirði, annar á Stöðv-
arfirði. Lengra getur varla verið á
milli þeirra á þessum hólma. For-
eldrar hans festu rætur i Hafnar-
firði, þar sem Hannes, sem
kenndi sig við Spákonufell í
Húnavatnssýslu, var m.a. for-
maðúr Kvæðamannafélags Hafn
arfjarðar í 20 ár, en hann lést árið
1962. Móðir Jóns er hins vegar
látin fyrir nokkrum árum.
ÆTLI ÉG ENDI EKKI ÆFINA
ÞAR SEM HÚN BYRJAÐI
„Ég réði mig til Jóns Erlends-
sonar í Efra-Sandgerði. Þar fékk
ég fast kaup og fæði. Þá fyrst fó
að togna úr mér, sprakk á einu
ári, en þrátt fyrir mörg sjó-
mennskuár seinna meir, sem vél-
stjóri, þá kom ég aldrei um borð í
togara," segir Jón og brosir við.
„Eftir eitt ár fluttist Jón Erlends-
son að Klöpp í Miðneshreppi, þar
sem hann bjó til ársins 1942, að
hann fluttist til Keflavíkur. Ég
vann ávallt hjá honum og var því
allt i einu kominn á bernskuslóð-
irnar þar sem örlögin höfðu
leikið fjölskyldu mina grátt.
Núna bý ég aðeins um 20 metra
frá þeim stað sem ég erfæddurá.
Leifarnar af húsatóftunum
Templarastíg 2 má greina hérna
fyrir norðaustan lóðina, nú og
Aðalgata 18, þarsem ég ólst upp,
er um 100 metra hérna frá. Ætli
ég endi ekki ævina á svo til sama
stað og hún byrjaði."
( lokin fáum við Jón
Hannesson til að rekja starfsæf-
ina svolítið ítarlegar en fram
hefur komið. „Eftir nokkurra ára
vélstjórastarf á bátum, m.a. með
Magnúsi Bergmann, fór ég að
vinna í smiðjunni hjá Jóni Valdi-
marssyni í Njarðvíkunum og tók
þá iðnskólann með og aflaði mér
vélvirkjaréttinda, en þau hafði ég
ekki. Eins og margir ættmenna
minna fór ég snemma að fást við
vélar, en auðvitað varð ég að
hafa einhver réttindi. Árið 1956
hóf ég störf hjá SBK á viðgerðar-
verkstæðinu og vann þar til fyrir
6 árum að ég veiktist af krans-
æðastíflu. Síðan hef ég verið
eins konar léttadrengur hjáskrif-
stofum Keflavíkurbæjar. [ tóm-
stundum fæst ég svolítið við ör-
nefnasöfnun."
Beiskur út í tilveruna?
„Nei, alls ekki, ég uni mér vel í
Keflavík, þrátt fyrir dapra æsku, -
og ég vona að þeir tímar komi
aldrei aftur sem ég og mínir líkar
máttum lifa. Kröfuharða æskan á
(slandi í dag mætti gjarnan
hugsa til þeirra tima, þegar hún
er að formæla þjóðfélaginu."
emm.
Þroskahjálp:
Endurhæfingar-
stöðin tekin í
notkun
eftir áramót
Stefnt er að þvi að Þroskahjálp
á Suðurnesjum takist að Ijúka
byggingu á húsi sínu nú um ára-
mótin. Mun þá hefjast þar starf-
ræksla endurhæfingarstöðvar,
sem nú er í bakhúsi við elliheim-
ilið Hlévang, og einnig mun leik-
fangasafnið sem er i húsi Aöal-
stöðvarinnar, flytjast þangaö
upp eftir.
PANASONIC
Engin venjuleg sjónvörp
Ferðatæki
SONY
Myndsegulbönd
Hljómtæki
Ferðatæki
TECHNICS
Hljómtæki
AUDIO TECHNICS
Headphones o.fl.
KEF
Hátalarar
Videobanki Suðurnesja
Suöurgötu 19A - Keflavík - Sími 3485