Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 3

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 3
Inngangur. Hin mikla hækkun olíuverðs og aðgerðir stjórnvalda gegn áhrifum hennar settu mjög svip sinn á framvindu efnahagsmála í heiminum á árinu 1980. Meðalverð á hráolíu frá Samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC) hækkaði úr 13 dollurum hvert fat í desember 1978 í 29,50 dollara í febrúar 1980 eða um nær 130%. Á árinu 1980 hækkaði þetta verð enn og hafði í árslok hækkað um 170% frá því í desember 1978. Olíuverð á frjálsum markaði hækkaði meira en OPEC-verðið á árinu 1979 en á árinu 1980 lækkaði markaðsverðið heldur og betra jafnvægi komst á olíumarkaðinn. Olíuverðshækkunin fól í sér verulega rýrnun viðskiptakjara þeirra ríkja, er flytja inn olíu, og hafði það brátt víðtæk áhrif á þjóðarbúskap þeirra. Við þetta bættust síðan samdráttaráhrif efnahagsaðgerða, einkum aðgerða í peningamál- um, sem gripið var til í því skyni að hamla gegn vaxandi verðbólgu svo og gegn vaxandi viðskiptahalla í nokkrum löndum. Afleiðingin varð minnkandi hagvöxtur og í Bandaríkjunum og Bretlandi varð samdráttur í efnahagsstarfseminni. Fyrir allt svæði Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) varð vöxtur þjóðar- framleiðslu á árinu 1980 um 1% samanborið við 3,3% árið 1979. Atvinnuleysi jókst í kjölfar þessarar þróunar og varð víðast meira en það hefur verið um langt skeið. Verðbólga fór vaxandi framan af síðasta ári og í maí var neyzluvöruverð í OECD-ríkjum um 14% hærra en í sama mánuði árið áður. Á síðari hluta ársins dró úr verðhækkunum og í desember var neyzluvöruverð um 12% hærra en árið áður en meðalhækkun frá 1979 var um 13%. Olíuverðshækkunin hafði mikil áhrif á viðskiptajöfnuð flestra ríkja. Á árinu 1978, fyrir olíuverðshækkun, var afgangur á viðskiptajöfnuði OECD-ríkja, sem alls nam 10 milljörðum dollara, en afgangur OPEC-ríkja var aðeins 4 milljarðar dóllara. Hins vegar var þá halli á viðskiptajöfnuði þeirra þróunarríkja, er ekki flytja út olíu, og nam hann alls 22 milljörðum dollara. Á árinu 1980 er talið, að viðskiptahalli OECD-ríkja hafi alls orðið 73 milljarðar dollara, afgangur olíuút- flutningsríkjanna í OPEC hafi orðið 116 milljarðar dollara og halli þróunarríkj- anna um 50 milljarðar dollara. Ofan á vandræði síðasttöldu ríkjanna bættust síðan áhrif vaxtahækkunar á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði, en ríki þessi eru mjög skuldsett vegna langvarandi viðskiptahalla. Horfur um efnahagsframvinduna í heiminum á þessu ári eru um margt óvissar. Það á við um þróunina á olíumarkaði en einnig um viðbrögð einstaklinga og fyrirtækja við efnahagssamdrætti að undanförnu og ekki sízt hvernig stjórnvöld muni haga efnahagsstefnu og -aðgerðum í ljósi þessa. Hér skiptir framvindan í Bandaríkjunum mestu máli. Eftir mitt ár í fyrra benti ýmislegt til þess að hagþró-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.