Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 14

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 14
14 verð á ýmsum mikilvægum myntum í innflutningi reyndar lækkað, en í fyrra hækkaði verð á gjaldeyri um rúmlega 7% frá janúar til apríl. Stjórn verðlagsmála er einnig víðtækari nú en var á síðasta ári og framkvæmd ákvæða núgildandi laga um meðferð verðlagsmála hefur verið strangari en áður. Ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs að draga verulega úr launahækkuninni 1. marz með lagasetningu, er líklegt að framfærsluvísitalan hefði hækkað um 15—16% frá febrúar til maí. Með óheftu áframhaldi slíkra verðlags- og launabreytinga mátti ætla að verðbólga ykist úr tæplega 60% á síðasta ári í um 70% á þessu ári. Þetta var baksvið efnahagsað- gerðanna um áramót, en veigamest þeirra var að draga úr verðbótahækkun launa um 7% 1. marz. Hækkunin varð tæplega 6% í stað tæplega 13% að óbreyttum lögum. Erfitt er að segja að hve miklu leyti áhrif aðgerða í verðlagsmálum verða varanleg, meðal annars með tilliti til þess, að þær koma í kjölfar mikilla kostnaðar- hækkana, bæði launahækkana og lækkunar á gengi krónunnar á síðustu mánuðum ársins 1980. Ýmsum verðhækkunum hefur með þessu móti verið frestað. Geng- isskráning síðar á árinu mun fyrst og fremst ráðast af innlendum kostnaðarhækk- unum, ef tryggja á stöðu útflutningsatvinnuvega og reyndar annarra atvinnu- greina. Við núverandi vísitölukerfi launa og hina víðtæku vísitölubindingu í hagkerf- inu, hvort sem hún er með formlegum eða óformlegum hætti, má telja líklegt, að án sérstakra aðgerða hækki verðlag næstu misserin um 10—11% á ársfjórðungi. Þetta á þó því aðeins við, að viðskiptakjör versni ekki verulega, til dæmis vegna nýrrar olíuverðshækkunar. Talsverðrar árstíðasveiflu gætir í verðhækkunum, eins og þær mælast í fram- færsluvísitölu, og þess vegna getur verið nokkur munur á hækkun frá einum ársfjórðungi til annars, þótt það jafnist yfir lengra tímabil. Þriggja mánaða breytingar hafa því ekki reynzt nákvæmur mælikvarði á hraða verðbólgunnar. Ef ársfjórðungslegar hækkanir eru á bilinu 10—11%, þá jafngildir það 45—50% verðbólgu á heilu ári. Hvar verðbólgan frá upphafi til loka árs 1981 verður nákvæmlega á þessu bili er ógerningur að segja til um. Verði á árinu gripið til aðgerða, sem bein áhrif hafa á vísitölukerfið, gæti hækkunin orðið minni. Reynslan sýnir hins vegar, að verðlagsáhrif mikilla kostnaðarhækkana, eins og urðu á síðustu mánuðum í fyrra, eru nokkurn tíma að koma fram, og verð- breytingar hafa af þeim sökum stundum verið vanmetnar í áætlunum. Á þeim forsendum, sem nú eru þekktar, má ætla, að vísitala framfærslu- kostnaðar hækki að meðaltali um 52—53% milli áranna 1980 og 1981 og að hækkun byggingarvísitölu verði svipuð. Eins og áður er getið er þá ekki reiknað með áhrifum aðgerða, sem kynni að verða gripið til á næstunni, meðal annars í tengslum við útreikning framfærsluvísitölu í maí og verðbótahækkun launa 1. júní. En nefna má, að takist að ná vísitöluhækkuninni frá upphafi til loka árs niður í 40%, yrði meðalhækkun milli áranna 1980 og 1981 um 50%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.