Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 22

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 22
22 þriðjungi meiri en árið áður. Þotukaup Flugleiða á árinu skipta hér meginmáli. Hin almenna fjármunamyndun, önnur en í stórframkvæmdum og innfluttum skipum og flugvélum, jókst hins vegar aðeins um tæplega 2% á árinu 1980. Af heildinni jókst atvinnuvegafjárfestingin um 4'/2%, en í lánsfjáráætlun hafði verið gert ráð fyrir tæplega 1% aukningu, íbúðabyggingar eru taldar hafa dregizt saman um 5%, sem er heldur meiri samdráttur en í lánsfjáráætlun, og loks eru opinberar framkvæmdir taldar hafa orðið fimmtungi meiri en árið áður og er sú niðurstaða hin sama og í lánsfjáráætlun. Um atvinnuvegina má í stuttu máli segja, að ætlað er, að fjárfesting í landbún- aði, sjávarútvegi og verzlunar-, skrifstofu- og gistihúsabyggingum hafi dregizt saman, auk þess sem byggingu járnblendiverksmiðjunnar að Grundartanga lauk að mestu á árinu. Á hinn bóginn er talið, að nokkur aukning hafi orðið í al- mennum iðnaði, um fjórðungs aukning í innflutningi ýmissa véla og tækja og loks var óvenjumikið keypt af flutningatækjum til landsins á árinu 1980, einkum flugvélum. í opinberum framkvæmdum fór mest fyrir raforkuframkvæmdum, einkum vegna byggingar Hrauneyjafossvirkjunar, og urðu þær alls um 40% meiri en árið áður. Þá var varið fjórðungi meira fjár til hitaveituframkvæmda en á árinu 1979. í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrirárið 1981 er fjallað ítarlega um áformog horfur í fjárfestingarmálum á líðandi ári. í heild eru taldar horfur á, að fjármuna- myndunin dragist saman um 4% vegna nokkurs samdráttar í stórframkvæmdum og mikils samdráttar í innflutningi skipa og flugvéla. Á hinn bóginn eru önnur útgjöld til fjárfestingar talin verða svipuð að raungildi og á liðnu ári. í meginatrið- um má segja, að fjárfesting atvinnufyrirtækja er talin munu dragast saman, ekki sízt vegna þess að draga mun úr innflutningi skipa, flugvéla og ýmissa véla og tækja, en hann var óvenjumikill á síðastliðnu ári, auk þess sem framkvæmdir við járnblendiverksmiðjuna verða úr sögunni að heita má. Áfram er búizt við sam- drætti í fjárfestingu í landbúnaði en nokkurri aukningu í vinnslu sjávarafurða og um fimmtungs aukningu í almennum iðnaði, einkum vegna byggingar sýruverk- smiðju við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Mikil óvissa ríkir um íbúðabygging- ar á árinu. Undanfarin þrjú ár hafa íbúðabyggingar dregizt saman, lítillega árin 1978 og 1979, en samdrátturinn er nú talinn hafa orðið allt að 5% árið 1980. Líklegt má telja, að samdrátturinn á Iiðnu ári stafi að hluta af því, að víða hefur ýmsum meiri háttar byggingaráföngum verið að ljúka, meðal annars byggingu leigu- og söluíbúða sveitarfélaga, svo og af lóðaskorti. Miklar breytingar hafa nú orðið á hinu opinbera íbúðalánakerfi, ekki sízt vegna stóraukinnar áherzlu á byggingu verkamannabústaða og lána til annarra svonefndra félagslegra bygg- inga, en hlutföll lána af byggingarkostnaði eru þar miklum mun hærri en í öðrum íbúðabyggingum einstaklinga. Af þessum sökum meðal annars er óvenju erfitt að spá um framvindu íbúðabygginga á þessu ári. I fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir, að umsvif við íbúðabyggingar í ár verði svipuð og í fyrra. Þetta mun að verulegu leyti ráðast af þróun útlána og af framvindu fyrirliggjandi verkefna við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.