Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 16

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 16
16 Kjarasamningar á síðastliðnu hausti eru taldir hafa leitt til um 9% hækkunar kauptaxta að meðaltali á síðasta fjórðungi ársins 1980. Verðbætur á laun hækk- uðu um 42% yfir árið og alls hækkuðu kauptaxtar því um nær 55% eins og áður sagði. Verðbætur samkvæmt ákvæðum laganna um stjórn efnahagsmála hækkuðu fjórum sinnum á árinu 1980. Hækkun framfærsluvísitölu við útreikning í febrúar, maí, ágúst og nóvember nam samtals 50,8%. Frá þessari hækkun dróst síðan hækkun á launalið í búvörugrundvelli og hækkun á áfengis- og tóbaksverði og einnig varð frádráttur vegna versnandi viðskiptakjara, en hann var minni en á árinu 1979. Viðskiptakjarafrádráttur var samtals 1,4% á árinu 1980 og án þessa frádráttar hefði verðbótavísitala hækkað um 43,7% í stað 41,7%. Að öðru leyti skýrist munurinn á hækkun framfærsluvísitölu og hækkun verðbótavísitölu af búvörufrádrætti og áfengis- og tóbaksfrádrætti. Séu tölur um breytingar kauptaxta og framfærsluvísitölu dregnar saman fyrir hvern ársfjórðung, kemur í ljós, að á fyrsta ársfjórðungi 1980 var kaupmáttur kauptaxta allra launþega 3% minni en á öllu árinu 1979. Kaupmátturinn minnk- aði síðan um 4% á öðrum ársfjórðungi, en hélzt svipaður á þriðja ársfjórðungi. Á síðasta ársfjórðungi jókst kaupmáttur um nær 3% vegna grunnkaupshækkana. Árið 1980 var kaupmáttur kauptaxta nær 5% minni en árið 1979. Sé eingöngu litið á kauptaxta aðildarfélaga ASÍ er niðurstaðan svipuð. Kaupmáttaraukning á síðasta ársfjórðungi er þó heldur meiri en hjá öðrum launþegum vegna heldur meiri grunnkaupshækkana í samningum og kaupmáttarrýrnunin milli áranna 1979 og 1980 er rúmlega 4%. Vísitölur kaupmáttar kauptaxta 1979—1980. Allir launþegar ASÍ 1979, ársmeðaltal 100,0 100,0 1980 1. ársfjórðungur 97,2 97,7 2. ársfjórðungur 93,1 93,6 3. ársfjórðungur 93,8 93,5 4. ársfjórðungur 96,5 97,8 ársmeðaltal 95,1 95,7 Samkvæmt tölum Kjararannsóknarnefndar var hækkun greidds tímakaups verkafólks og iðnaðarmanna milli 1979 og 1980 heldur meiri en hækkun kauptaxta, og er munurinn á bilinu 2—3%. Launaskrið sýnist þannig hafa orðið nokkuð á árinu, bæði hjá verkafólki og iðnaðarmönnum. Þótt ekki liggi fyrir sambærilegar upplýsingar um launaskrið hjá öðrum starfsstéttum virðist mega ætla, að dagvinnutekjur hafi hækkað um að minnsta kosti 52% að meðaltali. Tölur Kjararannsóknarnefndar um vinnutíma verkafólks og iðnaðarmanna á þremur fyrstu fjórðungum ársins 1980 benda til lítilsháttar fækkunar vikulegra vinnustunda frá sama tíma árið áður, og virðist þess einkum gæta hjá iðnaðar- mönnum. Meðal annars með hliðsjón af erfiðu tíðarfari og verkefnaskorti hjá byggingariðnaðarmönnum á síðasta fjórðungi ársins er vart við því að búast, að tölur fyrir þann ársfjórðung breyti þeirri mynd, sem hér hefur verið dregin upp. Þegar á heildina er litið er þó ekki við því að búast, að breytingar á vinnutíma hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.