Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 28

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 28
28 fóru 318 m. kr. til að mæta hallanum á viðskiptajöfnuði, en gjaldeyrisstaðan batnaði um 269 m. kr. Spárnar um vöruútflutning og innflutning, sem hér eru settar fram fyrir árið 1981, fela í sér, að vöruskiptajöfnuður á föstu verðlagi ársins 1980 batni heldur frá því sem var í fyrra, þar sem gert er ráð fyrir meiri samdrætti innflutnings en útflutnings að raungildi. Eins og áður hefur verið rakið, er búizt við, að viðskipta- kjörin við útlönd verði heldur lakari að meðaltali 1981 en í fyrra. Samkvæmt spánni gerir þessi rýrnun viðskiptakjara meira en að vega upp hagstæð áhrif magnbreytinga á vöruskiptajöfnuðinn, og á verðlagi þessa árs verður því heldur minni afgangur en í fyrra eða innan við 1 % af þjóðarframleiðslu. Mikil óvissa ríkir um framvindu þjónustuviðskipta. í útgjaldahlið verður að gera ráð fyrir aukningu vaxtagreiðslna, bæði vegna skuldaaukningar og hækkunar vaxta, en að öðru leyti eru vart taldar horfur á miklum breytingum, þótt ætla megi, að haldist olíuverð stöðugt, geti það haft hagstæð áhrif á samgöngureikning. Tekjur af erlendum ferðamönnum hafa að líkindum orðið óvenju rýrar í fyrra en horfur í þeim efnum eru nú taldar vænlegri en áður. í þjóðhagsspá er gert ráð fyrir, að þjónustutekjur aukist lítið eitt að raungildi á árinu 1981 en útgjöld standi í stað. Gangi þessar spár eftir, sem telja verður í bjartsýnna lagi, yrði áfram halli á þjónustujöfnuði, sem næmi 3% af þjóðarframleiðslu, og er það nokkru skárri niðurstaða en í fyrra. Samkvæmt þessum spám yrði svipaður halli á viðskiptajöfnuði og í fyrra eða 2—21/2%. Á því gengi, sem við er miðað í lánsfjáráætlun, yrði viðskiptahallinn rösklega 400 m. kr. samkvæmt spánni og á föstu gengi er það sama fjárhæð og á árinu 1980. Samkvæmt lánsfjáráætlun og á þeim gengisforsendum, sem þar er beitt, á að taka ný lán erlendis að fjárhæð 1.463 m. kr. á árinu 1981 og er það svipað og á sl. ári. Afborganir af erlendum lánum aukast hins vegar að mun og eru áætlaðar 690 m. kr., þannig að innstreymi erlends lánsfjár, nettó, er áætlað 773 m. kr. og er það töluvert lægri fjárhæð en á síðastliðnu ári. Gert er ráð fyrir, að töluvert útstreymi verði á öðrum fjármagnshreyfingum, en í heild verði fjármagnsjöfnuður hagstæð- ur um 625 m. kr. á gengi lánsfjáráætlunar og er það töluvert minna en í fyrra. Á þeim gengisforsendum, sem hér ræðir, yrði greiðslujöfnuðurinn við útlönd hag- stæður um 200 m. kr. og gjaldeyrisstaðan batnaði að sama skapi. Þær fjárhæðir, sem hér hafa verið tilgreindar, eru miðaðar við sömu forsendur um breytingar meðalgengis milli áranna 1980 og 1981 og í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun. Þessar forsendur, sem fela í sér um 32% meðalverðhækkun er- lends gjaldeyris á árinu 1981, eru á hinn bóginn miðaðar við verðforsendur áætlunarinnar um 42% meðalhækkun innlends verðlags á árinu. Verðbreytingar verða meiri en lánsfjáráætlun gerir ráð fyrir, eins og nánar er um fjallað í kafla um verðlagsmál fyrr í þessari skýrslu. Af þessum sökum má gera ráð fyrir meiri gengisbreytingu að meðaltali á árinu en í lánsfjáráætlun og þar með hærri fjár- hæðum í greiðslujafnaðarreikningum við útlönd en hér hafa verið nefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.