Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 4

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 4
4 un í Bandaríkjunum stefndi upp á viö, en síðan breyttist ástandið til hins verra. Bráðabirgðatölur fyrir fyrstu mánuði þessa árs benda á hinn bóginn til þess, að hagvöxtur hafi glæðzt á ný. í ársbyrjun 1981 var ljóst, að í Vestur-Evrópu einkenndist efnahagsástand af samdrætti í eftirspurn og er óljóst hvort samdrátt- urinn hafi stöðvast á fyrsta fjórðungi þessa árs. Efnahagsstefna stjórnvalda í flestum ríkjum OECD hefur fyrst og fremst mótazt af viðleitni til að draga úr verðbólgu og í sumum ríkjum einnig viðskipta- halla. Þetta hefur hins vegar aukið á atvinnuleysi, sem gæti orðið tilefni til ráðstafana til að auka umsvif. Pó er líklegt, að mikillar varkárni muni gæta í þeim efnum meðan ekki dregur verulega úr verðbólgu. Hér má einnig nefna, að þau ríki er höfðu minnsta verðbólgu á síðata ári, voru með mestan halla á viðskiptajöfn- uði. Ríki með afgang á viðskiptajöfnuði, Bandaríkin og Bretland, beina sam- dráttaraðgerðum að því að draga úr verðbólgu, sem hefur verið mikil í þessum ríkjum, en ríki með litla verðbólgu, Vestur-Þýzkaland og Japan, beina sam- dráttaraðgerðum að því að draga úr viðskiptahalla. Af þessum sökum virðist ekki líklegt, eins og nú horfir, að ráðstafanir stjórnvalda muni beinlínis verða til að örva efnahagsstarfsemi á árinu 1981. Ef áfram dregur úr hækkun neyzluvöru- verðs, og ekki kemur til nýrra olíuverðshækkana, eru taldar líkur á, að kaupmátt- ur tekna aukist á ný á þessu ári og gæti það leitt til nokkurrar aukningar einka- neyzlu. Einnig eru taldar líkur á, að fyrirtæki hafi nú þegar komið á jafnvægi milli birgða og framleiðslu og birgðir muni því ekki minnka frekar. Aukinni eftirspurn yrði þá mætt með aukinni framleiðslu en ekki með því að ganga á birgðir. Framvinda efnahagsmála í Bandaríkjunum hefur hér mikil áhrif, eins og áður sagði. Einkum skiptir þróun peningamála miklu. Háir vextir í Bandaríkjunum og hátt gengi á dollar hafa til dæmis komið í veg fyrir að stjórnvöld í Þýzkalandi gætu örvað fjárfestingu með lækkun vaxta, þar sem slík vaxtalækkun hefði í för með sér lækkun á gengi þýzka marksins og þar með verðhækkanir innanlands. Ef vextir lækka í Bandaríkjunum, má búast við að það leiði til vaxtalækkunar í öðrum löndum. Samkvæmt síðustu spám alþjóðastofnana, t. d. OECD, er búizt við, að hag- vöxtur OECD-ríkja verði svipaður að meðaltali á árinu 1981 og á síðasta ári eða um 1%. Munurinn er þó sá, að á árinu 1980 minnkaði þjóðarframleiðslan á öðrum árshelmingi en á þessu ári gæti hagvöxtur á seinni árshelmingi farið vaxandi. Hér eru þó hafðir ýmsir fyrirvarar á, eins og áður sagði. Þetta fæli í sér ennfrekari aukningu atvinnuleysis og gæti það orðið um 7% af heildarmannafla á OECD-svæðinu öllu í lok ársins. Á hinn bóginn eru taldar líkur á, að viðskipta- halli verði minni á þessu ári en í fyrra. Óhagstæð þróun í alþjóðaefnahagsmálum hafði margvísleg áhrif á þjóðarbú- skap íslendinga á árinu 1980. Olíuverðshækkunin olli rýrnun viðskiptakjara, framleiðsla og útflutningur frystra fiskafurða dróst saman og eftirspurn eftir áli og kísiljárni á heimsmarkaði minnkaði. Mikill þorskafli og góður markaður fyrir saltfisk og skreið bætti hins vegar talsvert úr. Sjávarafurðaframleiðslan jókst um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.