Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 7

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 7
7 1980 getað orðið 5—6 þúsund tonnum meiri en raun varð á, ef ekki hefði komið til skömmtunar Landsvirkjunar á orkusölu til stóriðju. Orkuskömmtunarinnar gætti einnig í rekstri Járnblendiverksmiðjunnar. Lokið var við uppsetningu á 2. ofni verksmiðjunnar á liðnu hausti og tvöfaldaðist þá afkastagetan og er hún nú talin um 55 þúsund tonn. Við hagstæðustu skilyrði hefði framleiðslan á liðnu ári getað orðið 32 til 33 þúsund tonn, en hún varð aðeins 28 þúsund tonn. Megin hluta þessa mismunar má að líkindum rekja til orkuskömmtunarinnar. Sam- kvæmt þessu má ætla, að orkuskömmtun Landsvirkjunar til álverksmiðjunnar og járnblendiverksmiðjunnar hafi leitt til samdráttar í framleiðslu sem meta megi nálægt 60 milljónum króna á árinu 1980 og er það um 1,3% af allri útflutnings- framleiðslunni á árinu. Markaður fyrir ál og kísiljárn var reyndar í nokkurri lægð á síðari hluta ársins og því óvíst, hvort verksmiðjurnar hefðu þá starfað með fullum afköstum á síðustu mánuðum ársins, þótt raforka hefði verið næg. Kísilgúrframleiðslan varð talsvert minni á árinu 1980 en árið áður eða 19,4 þúsund tonn í stað 22,2 þúsund tonna árið 1979, en dregið var úr framleiðslu vegna söluerfiðleika og var verksmiðjan lokuð í 9 vikur á liðnu ári af þeim sökum. Þessa söluerfiðleika má rekja til almenns efnahagssamdráttar í viðskiptalöndum. Útflutningur iðnaðarvöru, annarrar en hér hefur verið nefnd, jókst verulega á árinu eða um nálægt 15%. Vegur þar þyngst útflutningur prjónavöru. Hins vegar varð töluverður samdráttur í útflutningi búvöru. Heildarframleiðsla til útflutnings jókst um nær 10% að magni milli áranna 1979 og 1980, en vegna nokkurrar birgðaaukningar jókst vöruútflutningurinn heldur minna eða um 9%. Útflutningsframleiðsluspá fyrir árið 1981, sem hér er sett fram, er meðal annars reist á því markmiði stjórnvalda, að þorskaflinn verði um 420 þúsund tonn eftir að tekið hefur verið tillit til þeirra 20 þúsund tonna af þorski, sem loðnuveiðiskipum er heimilt að veiða á vetrarvertíð. Lorskaflinn fyrstu þrjá mánuðina var mun minni en á sama tíma í fyrra. Veiðitakmarkanir togara á þorskveiðum eru meiri á fyrstu mánuðum þessa árs en í fyrra og þorskafli þeirra fyrstu þrjá mánuðina var aðeins um helmingur af því sem var í fyrra. Annar afli, einkum karfaafli, var hins vegar meiri nú. Fyrstu þrjá mánuði ársins var botnfiskafli báta og togara um fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra. Aflinn á þessu ári verður líklega jafnari yfir árið en var í fyrra og aflabrögðin fyrstu mánuðina gefa því ekki rétta mynd af samanburði milli áranna 1980 og 1981. Afli í apríl virðist ætla að verða mjög góður. Telja má, að markið um 420 þúsund tonna þorskafla á árinu sé nokkuð raunhæft með tilliti til þeirra sóknartakmarkana, sem settar hafa verið, og afla- bragða á fyrstu mánuðum ársins. Hér verður gert ráð fyrir, að annar botnfiskafli en þorskur verði svipaður og á árinu 1980. Loðnuafli á vetrarvertíð var nú aðeins um 150 þúsund tonn samanborið við rúmlega 390 þúsund tonn í fyrra. Nær ekkert var heilfryst af loðnu nú, en frysting loðnuhrogna var líklega rúmlega 2 þúsund tonn samanborið við tæplega 600 tonn í fyrra. Tillögur fiskifræðinga um aflamagn á næstu loðnuvertíð gefa til kynna, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.