Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 6

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 6
6 einnig haft áhrif. Sumar þessara aðgerða munu að vísu aðeins hafa tímabundin áhrif og því erfitt að segja um framhaldið. Þegar á heildina er litið ætti með þessum aðgerðum að takast að koma í veg fyrir, að verðbólgan taki nýtt stökk upp á við úr því fari, sem hún hefur verið í síðustu þrjú árin. Án frekari aðgerða er hins vegar 1 jóst, að næstu misserin verður verðbólga vart minni en sem svarar 45—50% á ári. Hér á eftir verður gerð grein fyrir framvindu hinna ýmsu þátta efnahagsmála á árinu 1980 og horfum fyrir árið 1981. Sérstaklega skal tekið fram, að allar fjárhæðir eru í nýjum krónum. Ástæða er og til að benda á, að þegar þetta er ritað, hafa engar ákvarðanir verið teknar um hugsanlegar efnahagsaðgerðir frá 1. maí og síðar. Útflutningsframleiðsla og útflutningur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags Islands varð fiskaflinn um 1510 þúsund tonn á síðasta ári og er það 138 þúsund tonnum minna en árið 1979. Það ár varð aflinn raunar sá mesti, sem fengizt hefur á einu ári til þessa eða 1648 þúsund tonn. Aflaminnkunina á síðasta ári má fyrst og fremst rekja til þess, að loðnuaflinn minnkaði úr 964 þúsund tonnum 1979 í tæplega 760 þúsund tonn. Þorskaflinn jókst hins vegar verulega eða úr 360 í 426 þúsund tonn. Aukning varð einnig á öðrum botnfiskafla til samans svo og síld. Þrátt fyrir minnkun í tonnum talið jókst aflinn í heild, um rúmlega 7% á síðasta ári, þegar hann er metinn á föstu verði. Framleiðsla sjávarafurða í heild jókst nokkru meira en aflinn eða um rúmlega 10%. Þessi aukning kom í kjölfar 15% aukningar á árinu 1979. Sjávarafurða- framleiðslan í fyrra varð talsvert meiri en búizt var við í fyrri spám Þjóðhagsstofn- unar og er ástæðan fyrst og fremst mun meiri þorskafli en reiknað var með. Aflinn varð 426 þúsund tonn, eins og áður sagði, en frá því um mitt síðasta ár var reiknað með 380—400 þúsund tonna afla. Aukningin í framleiðslu var borin uppi af botnfiskafurðum, eins og aflatölur sýna. Hins vegar urðu óvenju miklar breyting- ar á hagnýtingu botnfiskaflans á liðnu ári. Þannig dróst freðfiskframleiðslan saman um 4—5%, en á hinn bóginn jókst saltfiskframleiðslan um 25—30% og skreiðarframleiðslan þrefaldaðist. Framleiðsla loðnuafurða minnkaði um fjórð- ung og fór þar saman minni afli og eins verulegur samdráttur í loðnufrystingu og loðnuhrognafrystingu, en báðar þessar greinar auka verulega afurðaverðmæti loðnunnar samanborið við bræðslu hennar. Vegna samdráttar í fiskneyzlu í Bandaríkjunum á árinu 1980 gætti nokkurrar sölutregðu á frystum fiskflökum á Bandaríkjamarkaði. Birgðir af frystum fiski söfnuðust því upp framan af ári, bæði innanlands og einnig hjá íslenzku fyrirtækj- unum í Bandaríkjunum. Þessi vandi leystist þó þegar leið á árið, enda var verulega dregið úr freðfiskframleiðslu eftir mitt ár. í heild varð útflutningur sjávarafurða á árinu nokkru minni en framleiðslan, þannig að birgðir í landinu jukust. Álframleiðslan 1980 varð litlu meiri en árið áður eða 73 þúsund tonn í stað 72 þúsund tonna. Á miðju ári lauk stækkun verksmiðjunnar um 40 ker og eru þau nú 320. Afkastagetan hefur því aukizt um nálægt 14% og hefði framleiðslan á árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.