Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 38

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Blaðsíða 38
38 að sjóðirnir hafi varið 66% tekna sinna til útlána og skuldabréfakaupa. Af útlánum sjóðanna runnu um 43% til fjárfestingarlánasjóða og annarra opinberra aðila, en um 57% í önnur lán, þ. á m. til sjóðfélaga. Mikill meiri hluti þessara útlána er nú verðtryggður. Framleiðsla og hagur atvinnuvega. Fiskveiðar. Eins og fram kom í kaflanum um útflutningsframleiðsluna, jókst verðmæti fisk- aflans, metið á föstu verðlagi, um rúmlega 7% á árinu 1980. Aukningin var borin uppi af aukningu þorskafla úr 360 þúsund tonnum 1979 426 þúsund tonn árið 1980. Nokkur aukning var einnig á ýsu-, karfa- og grálúðuafla, en ufsaafli minnkaði. Samtals jókst botnfiskaflinn úr 578 þúsund tonnum 1979 í 657 þúsund tonn í fyrra eða um 14% en verðmætisaukningin var heldur meiri þar sem þorskur var hærra hlutfall af aflanum í fyrra en árið áður. Aflaaukning varð mest hjá minni skuttogurum, að nokkru vegna fjölgunar togara, en þó aðallega vegna þess að meðalafli skipanna jókst talsvert. Nokkur aukning varð einnig á bátaaflanum, en afli stærri skuttogaranna breyttist lítið. Fiskverð að meðtöldu stofnfjársjóðsgjaldi og olíugjaldi utan skipta, hækkaði um nálægt 41% milli áranna 1979 og 1980 en skiptaverð, sem ákveður tekjur sjómanna, hækkaði nokkru meira eða um 44%, þar eð olíugjald til fiskiskipa var lægra á árinu 1980 en árið áður. Olíuverð var nokkuð stöðugt framan af árinu 1980 og var olíugjald til fiskiskipa þá lækkað úr 9% í 5% um áramót og í 2,5% í marz 1980.1). Á síðari hluta ársins hækkaði olíuverð verulega og var olíugjald þá hækkað í 7,5% frá 1. október. Af einstökum kostnaðarliðum hækkaði olíukostnaður mest milli áranna 1979 og 1980. Verð á gasolíu hækkaði um 70% að meðaltali og verð á svartolíu hækkaði um rúmlega 90%. Verðmunur á gasolíu og svartolíu minnkaði þannig á síðasta ári og á fyrstu mánuðum þessa árs hefur munurinn enn minnkað. Rekstrarreikningar útgerðar fyrir árið 1980 liggja ekki fyrir en áætlanir benda til þess, að hagur botnfiskveiða, báta og togara samtals, hafi verið áþekkur og á árinu 1979, þrátt fyrir aflaaukninguna. Hún virðist þannig ekki hafa gert betur en vega upp hækkun útgerðarkostnaðar umfram hækkun fiskverðs. í útgerðarkostn- aði munar mest um hækkun olíuverðs, eins og áður var nefnt, en segja má að hin gífurlega hækkun olíuverðs á árinu 1979 hafi komið fram af fullum þunga á árinu 1980. Á mælikvarða brúttóhlutdeildar fjármagns, þ. e. áður en fjármagnskostnaður er færður til gjalda, hefur afkoma botnfiskveiðiflotans verið svipuð síðustu fjögur árin, en á mælikvarða hreins hagnaðar virðist afkoman heldur betri síðustu tvö árin en árin á undan. Hér verður þó að hafa í huga, að fjármagnskostnaður togaranna er afar mismunandi, eftir því á hvaða lánskjörum þeir voru keyptir, auk 1) Gjaldið var tekið upp í kjölfar olíuverðshækkananna í ársbyrjun 1979 og var hæst 12% á tímabilinu júlí til september 1979.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.