Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.2018, Side 21

Læknablaðið - 01.02.2018, Side 21
LÆKNAblaðið 2018/104 81 stundir á viku“ við spurningunni „hversu margar klukkustundir æfir þú íþróttir eða stundar líkamsrækt í venjulegri viku?“ Tölfræðiúrvinnsla Munur á hlutföllum milli hópa í flokkabreytum úr spurningalista var kannaður með Kí-kvaðrat prófi, til dæmis munur á íþrótta- þátttöku milli kynja. Tvíhliða dreifigreining var notuð til að bera saman meðaltal svefns og hreyfingar (samfelldar breytur mældar með hreyfimælum) með pöruðum samanburði milli skóladaga og frídaga annars vegar og samanburði milli drengja og stúlkna hins vegar. Þá voru víxlhrif milli skóladaga/frídaga og kyns könnuð. Tvíhliða dreifigreining var einnig notuð til að bera saman með- alhreyfingu mælda með hreyfimælum eftir þátttöku í íþróttum og hreyfingu samkvæmt spurningalista. Einhliða dreifigreining var notuð til að bera saman meðaltal svefnbreyta mældum með hreyfimælum milli flokkabreyta úr spurningalista. T-próf var not- að til að bera saman svefn mældan með hreyfimælum við þátt- töku í íþróttum og hreyfingu samkvæmt spurningalista. Notuð voru Tukey eftir-á-próf til að kanna mun milli hópa (þar með talin sérhver samsetning á skóla/frídögum og stúlkum/drengjum) með Bonferroni-leiðréttingu. Pearson-fylgnistuðull var notaður til að kanna tengsl milli hreyfingar, svefns og dagsbirtu. Marktektarmörk voru skilgreind við p-gildi 0,05 eða minna. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram með forritunum Excel og Rstudio (útgáfa 0.99.482). Niðurstöður Í töflu I er einkennum úrtaksins lýst. Í rannsókninni voru 266 einstaklingar með gild hreyfi- og svefngildi úr hreyfimælum, gildir dagar fyrir hreyfingu voru að meðaltali 6,1 ± 0,6 og gild- ar nætur fyrir svefn voru 7,1 ± 0,7. Meðalaldur þátttakenda var 15,8 ± 0,3 ár. Meðallengd dagsbirtu yfir rannsóknartímabilið var 17,6 ± 1,8 klst, stystur dagur var 15,1 klukkustund og lengstur 20,5 klukkustundir. Engin tengsl fundust milli dagsbirtu og hvíldar- tíma. Hins vegar fundust tengsl milli dagsbirtu og hreyfingar (3D-slög/dag/mín) yfir vikuna hjá öllum þátttakendum (r=0,18, p=0,004), stúlkum (r=0,22, p=0,005) en ekki hjá drengjum. Tafla II sýnir niðurstöður úr spurningalistum. Marktækt hærra hlutfall drengja en stúlkna stundaði íþróttir eða líkamsrækt í 6 tíma eða meira á viku, eða 52,8% drengja á móti 36,9% stúlkna (p=0,01). Einnig sagðist hærra hlutfall drengja en stúlkna mæðast eða svitna verulega 6 sinnum í viku eða oftar. Ekki var munur milli kynja á því hversu oft þátttakendur töldu sig sofa nóg. Tafla III sýnir hreyfingu og svefn vikunnar samkvæmt hreyfimælum. Ekki var marktækur munur á hreyfingu stúlkna og drengja alla daga vikunnar eða skóladaga, hins vegar var víxl- verkun milli skóladaga/frídaga og kyns, stúlkur hreyfðu sig mark- R A N N S Ó K N Tafla III. Niðurstöður úr hreyfimælum, skipt eftir kyni og dögum. Samanburður á milli skóladaga miðað við frídaga og á drengjum miðað við stúlkur. Víxlhrif milli skóladaga/frídaga og kyns. Drengir meðaltal ± SD) Stúlkur (meðaltal ± SD) Skóla/frídagar p Drengir/Stúlkur p Víxlhrif p Hlutlægar breytur Skóladaga Frídaga Alla daga Skóladaga Frídaga Alla daga Hreyfing Hreyfing (3D-slög/mín/ dag) 2215,2 ± 493,0 1645,8 ± 537,3 1991,8 ± 463,4 2180,4 ± 520,5 1857,4 ± 506,6 2049,4 ± 474,3 <0,001 0,13 <0,001* Svefn Hvíldartími (klst/dag) 7,04 ± 0,79 8,45 ± 1,36 7,77 ± 0,70 7,07 ± 0,79 8,43 ± 1,07 7,56 ± 0,68 <0,001 0,981 0,72 Svefntími (klst/dag) 6,17 ± 0,72 7,3 ± 1,2 6,6 ± 0,67 6,2 ± 0,70 7,4 ± 0,96 6,63 ± 6,2 <0,001 0,566 0,814 Svefnnýting (%) 87,9 ± 4,5 86,7 ± 4,2 87,5 ± 3,9 87,8 ± 4,5 87,9 ± 5,1 87,8 ± 4,4 0,07 0,294 0,017 Hvíldust >= 8 klst n (%) 8 (5,0) 73 (68,9) 23 (21,7) 21 (19,8) 105 (65,6) 38 (23,8) <0,001 0,744 0,21 Sváfu >= 8 klst n (%) 1 (0,6 ) 27 (25,5 ) 2 (1,9 ) 0 (0,0 ) 38 (23,8 ) 3 (1,9 ) <0,001 0,624 0,887 Tafla IV. Huglægt mat borið saman við hlutlægt mat á hreyfingu. Hlutlægt mat á hreyfingu úr hröðunarmæli (3D-slög/mín/dag) Drengir Stúlkur Allir Já/Nei Drengir/ Stúlkur Víxlhrif Já Nei Já Nei Já Nei p p p Huglægt mat á hreyfingu Stundar íþróttir með íþróttafélagi 2099,4 ± 438,9 1643,3 ± 363,2 2160,4 ± 474,0 1818,8 ± 386,9 2134,3 ± 459,1 1761,8 ± 385,9 <0,001 0,097 0,359 Íþróttaiðkun eða hreyfing >6 klst/viku 2134,7 ± 398,3 1831,8 ± 482,3 2171,1 ± 481,2 1978,3 ± 457,8 2153,4 ± 441,3 1929,8 ± 469,6 <0,001 0,099 0,343 Reynir á þig þannig að þú svitnir eða mæðist >6 daga/viku 2148,6 ± 434,7 1888,9 ± 455,8 2240,2 ± 475,6 1970,1 ± 452,6 2197,0 ± 456,5 1940,7 ± 454,2 <0,001 0,14 0,931 3D-slög/mín/dag meðaltal af slögum á mínútu á dag.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.