Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2018/104 81 stundir á viku“ við spurningunni „hversu margar klukkustundir æfir þú íþróttir eða stundar líkamsrækt í venjulegri viku?“ Tölfræðiúrvinnsla Munur á hlutföllum milli hópa í flokkabreytum úr spurningalista var kannaður með Kí-kvaðrat prófi, til dæmis munur á íþrótta- þátttöku milli kynja. Tvíhliða dreifigreining var notuð til að bera saman meðaltal svefns og hreyfingar (samfelldar breytur mældar með hreyfimælum) með pöruðum samanburði milli skóladaga og frídaga annars vegar og samanburði milli drengja og stúlkna hins vegar. Þá voru víxlhrif milli skóladaga/frídaga og kyns könnuð. Tvíhliða dreifigreining var einnig notuð til að bera saman með- alhreyfingu mælda með hreyfimælum eftir þátttöku í íþróttum og hreyfingu samkvæmt spurningalista. Einhliða dreifigreining var notuð til að bera saman meðaltal svefnbreyta mældum með hreyfimælum milli flokkabreyta úr spurningalista. T-próf var not- að til að bera saman svefn mældan með hreyfimælum við þátt- töku í íþróttum og hreyfingu samkvæmt spurningalista. Notuð voru Tukey eftir-á-próf til að kanna mun milli hópa (þar með talin sérhver samsetning á skóla/frídögum og stúlkum/drengjum) með Bonferroni-leiðréttingu. Pearson-fylgnistuðull var notaður til að kanna tengsl milli hreyfingar, svefns og dagsbirtu. Marktektarmörk voru skilgreind við p-gildi 0,05 eða minna. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram með forritunum Excel og Rstudio (útgáfa 0.99.482). Niðurstöður Í töflu I er einkennum úrtaksins lýst. Í rannsókninni voru 266 einstaklingar með gild hreyfi- og svefngildi úr hreyfimælum, gildir dagar fyrir hreyfingu voru að meðaltali 6,1 ± 0,6 og gild- ar nætur fyrir svefn voru 7,1 ± 0,7. Meðalaldur þátttakenda var 15,8 ± 0,3 ár. Meðallengd dagsbirtu yfir rannsóknartímabilið var 17,6 ± 1,8 klst, stystur dagur var 15,1 klukkustund og lengstur 20,5 klukkustundir. Engin tengsl fundust milli dagsbirtu og hvíldar- tíma. Hins vegar fundust tengsl milli dagsbirtu og hreyfingar (3D-slög/dag/mín) yfir vikuna hjá öllum þátttakendum (r=0,18, p=0,004), stúlkum (r=0,22, p=0,005) en ekki hjá drengjum. Tafla II sýnir niðurstöður úr spurningalistum. Marktækt hærra hlutfall drengja en stúlkna stundaði íþróttir eða líkamsrækt í 6 tíma eða meira á viku, eða 52,8% drengja á móti 36,9% stúlkna (p=0,01). Einnig sagðist hærra hlutfall drengja en stúlkna mæðast eða svitna verulega 6 sinnum í viku eða oftar. Ekki var munur milli kynja á því hversu oft þátttakendur töldu sig sofa nóg. Tafla III sýnir hreyfingu og svefn vikunnar samkvæmt hreyfimælum. Ekki var marktækur munur á hreyfingu stúlkna og drengja alla daga vikunnar eða skóladaga, hins vegar var víxl- verkun milli skóladaga/frídaga og kyns, stúlkur hreyfðu sig mark- R A N N S Ó K N Tafla III. Niðurstöður úr hreyfimælum, skipt eftir kyni og dögum. Samanburður á milli skóladaga miðað við frídaga og á drengjum miðað við stúlkur. Víxlhrif milli skóladaga/frídaga og kyns. Drengir meðaltal ± SD) Stúlkur (meðaltal ± SD) Skóla/frídagar p Drengir/Stúlkur p Víxlhrif p Hlutlægar breytur Skóladaga Frídaga Alla daga Skóladaga Frídaga Alla daga Hreyfing Hreyfing (3D-slög/mín/ dag) 2215,2 ± 493,0 1645,8 ± 537,3 1991,8 ± 463,4 2180,4 ± 520,5 1857,4 ± 506,6 2049,4 ± 474,3 <0,001 0,13 <0,001* Svefn Hvíldartími (klst/dag) 7,04 ± 0,79 8,45 ± 1,36 7,77 ± 0,70 7,07 ± 0,79 8,43 ± 1,07 7,56 ± 0,68 <0,001 0,981 0,72 Svefntími (klst/dag) 6,17 ± 0,72 7,3 ± 1,2 6,6 ± 0,67 6,2 ± 0,70 7,4 ± 0,96 6,63 ± 6,2 <0,001 0,566 0,814 Svefnnýting (%) 87,9 ± 4,5 86,7 ± 4,2 87,5 ± 3,9 87,8 ± 4,5 87,9 ± 5,1 87,8 ± 4,4 0,07 0,294 0,017 Hvíldust >= 8 klst n (%) 8 (5,0) 73 (68,9) 23 (21,7) 21 (19,8) 105 (65,6) 38 (23,8) <0,001 0,744 0,21 Sváfu >= 8 klst n (%) 1 (0,6 ) 27 (25,5 ) 2 (1,9 ) 0 (0,0 ) 38 (23,8 ) 3 (1,9 ) <0,001 0,624 0,887 Tafla IV. Huglægt mat borið saman við hlutlægt mat á hreyfingu. Hlutlægt mat á hreyfingu úr hröðunarmæli (3D-slög/mín/dag) Drengir Stúlkur Allir Já/Nei Drengir/ Stúlkur Víxlhrif Já Nei Já Nei Já Nei p p p Huglægt mat á hreyfingu Stundar íþróttir með íþróttafélagi 2099,4 ± 438,9 1643,3 ± 363,2 2160,4 ± 474,0 1818,8 ± 386,9 2134,3 ± 459,1 1761,8 ± 385,9 <0,001 0,097 0,359 Íþróttaiðkun eða hreyfing >6 klst/viku 2134,7 ± 398,3 1831,8 ± 482,3 2171,1 ± 481,2 1978,3 ± 457,8 2153,4 ± 441,3 1929,8 ± 469,6 <0,001 0,099 0,343 Reynir á þig þannig að þú svitnir eða mæðist >6 daga/viku 2148,6 ± 434,7 1888,9 ± 455,8 2240,2 ± 475,6 1970,1 ± 452,6 2197,0 ± 456,5 1940,7 ± 454,2 <0,001 0,14 0,931 3D-slög/mín/dag meðaltal af slögum á mínútu á dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.