Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 26
Inngangur
Það er ekki algengt að læknar fari í verkfall en þegar það gerist
verða gjarnan miklar umræður meðal fagfólks innan heilbrigðis-
geirans og almennings meðal annars um siðferðilega réttlætingu
verkfalls.1 Frizelle2 bendir á að á undanförnum tveimur áratug-
um hafa læknar í mörgum löndum farið í verkfall, til dæmis í
Ástralíu, Belgíu, Kanada, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ír-
landi, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Helstu ástæð-
ur verkfalla lækna má rekja til þátta eins og óánægju með laun,
menntun og reynsla er ekki metin til launa, kröfur um breytingu
á vinnutilhögun, vinnuaðstöðu, vinnutíma og launamyndun.
Ennfremur skortur á stefnumótum í heilbrigðismálum, öryggis-
málum ábótavant, vinnuskilyrði ekki nægilega góð og stjórnsýslu
innan heilbrigðiskerfisins áfátt. Ekki hafi verið hlustað á kröfur
þeirra og ábendingar og læknar því þvingaðir til aðgerða og
verkföll því í raun neyðar- eða lokaúrræði.3 Í þessari grein verður
rætt um fyrsta verkfall lækna hér á landi, einnig verður rætt um
kjarabaráttu þá sem læknar stóðu í fyrir 100 árum síðan, á fyrsta
starfsári Læknafélags Íslands.
Fræðileg umræða
Ef verkfallskenningar eru skoðaðar með hliðsjón af hárri verk-
fallstíðni opinberra starfsmanna hér á landi eru þrjú atriði sem
vert er að skoða. Í fyrsta lagi kenningar Hicks4 um ófullnægjandi
kjarasamningaferli með óskýrum og flóknum samningsmark-
miðum, í öðru lagi stofnanakenningar sem byggja á því að fyr-
irkomulag kjarasamningagerðar geti haft áhrif á verkfallstíðni.
Í þriðja lagi hafa opinberir starfsmenn dregist aftur úr í launum
samanborið við þá sem vinna sambærileg störf á almenna vinnu-
markaðnum.5
Lítið hefur verið skrifað um læknaverkföll. Gerð var allsherj-
argreining á læknaverkaföllum6 með tilliti til þess hvort dánar-
tíðni hafi aukist eða staðið í stað í kjölfar verkfalla lækna. Skoðuð
voru 5 verkföll lækna víðsvegar um heiminn á árunum 1976-2003.
Verkföllin stóðu frá 9 dögum upp í 17 vikur. Niðurstaðan var sú
að dánartíðni stóð í stað eða jafnvel minnkaði meðan á verkfalli
stóð samanborið við önnur tímabil. Nokkuð hefur verið skrifað
um siðferðilega þætti varðandi verkföll lækna.1,3,7 Verkfallsréttur-
Læknar í verkfalli
inn er einn helgasti réttur launþega, verkfallsvopnið þrýstir á
viðsemjendur að ganga til samninga, annars að eiga á hættu að
starfsemi og þjónusta fari úr skorðum eða leggist niður.5
Samnings- og verkfallsréttur starfsmanna á almennum vinnu-
markaði var lögfestur árið 1938 hér á landi þegar lög nr. 80/1938
um stéttarfélög og vinnudeilur voru samþykkt. Langt fram eftir
20. öldinni var staða opinberra starfsmanna talsvert frábrugðin
stöðu launþega á almennum vinnumarkaði hvað samnings- og
verkfallsrétt varðaði. Launakjör voru einhliða háð ákvörðun
vinnuveitenda þar sem þau voru ákvörðuð með lögum eða
úrskurði kjaradóms (nú kjararáðs). Þegar leið á 20. öldina urðu
kröfur opinberra starfsmanna um samnings- og verkfallsrétt sí-
fellt háværari og launarannsóknir sýndu að opinberir starfsmenn
höfðu dregist verulega aftur úr öðrum launþegum í launum.5,8,9,10
Aðrar reglur giltu um verkfallsrétt opinberra starfsmanna en
á launþega á almennum vinnumarkaði. Verkföll voru bönnuð
lengst framan af 20. öldinni en um skipulag og heimildir opin-
berra stéttarfélaga til verkfallsboðunar gilda lög nr. 94/1986, um
kjarasamninga opinberra starfsmanna. Opinber stéttarfélög hafa
heimild til verkfallsaðgerða í 14. gr. þessara laga. Aftur á móti
gilda enn lög nr. 33/1915, um verkfall opinberra starfsmanna en
samkvæmt 1. gr. þeirra laga sætir opinber starfsmaður sektum
eða fangelsi allt að tveimur árum ef hann tekur þátt í verkfalli.
Síðari málsliður 14. gr. laga nr. 94/1986 tilgreinir sérstaklega að
ákvæði laga nr. 33/1915 nái ekki til þeirra sem heimilt er að efna
til verkfalla samkvæmt lögum nr. 94/1986.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) öðlaðist samn-
ingsrétt gagnvart ríkinu með lögum nr. 55/1962. Opinberum
starfsmönnum var þannig tryggður réttur til að semja um kjör
sín en með ákveðnum takmörkunum. Ef samkomulag náðist
ekki milli aðila skyldi kjaradómur úrskurða um kjör opinberra
starfsmanna. BSRB fékk verkfallsheimild árið 1976, sbr. 18. gr.
laga nr. 29/1976, en þessi verkfallsheimild var aðeins tengd gerð
aðalkjarasamnings. Tekið var sérstaklega fram að rétturinn væri
einungis í höndum heildarsamtakanna, BSRB, en ekki einstakra
félaga. Árið 1986 var samnings- og verkfallsréttur færður til
aðildarfélaganna með lögum um kjarasamninga opinberra starfs-
manna (lög nr. 94/1986).5,8,9,11 Til að lágmarka tjón og óþægindi
vegna verkfalla starfsmanna í almannaþjónustu er reynt með
undanþágulistum að halda grunnþjónustu gangandi, sbr. 5 tl. 1
mgr. 19. gr. l. nr. 94/1986. Þar segir að hin almenna verkfallsheim-
ild nái ekki til þeirra sem starfa við nauðsynlegustu öryggis-
gæslu og heilbrigðisþjónustu. Þannig er verkfallsréttur lækna
takmarkaður með lögum og á meðan verkfall lækna stendur eiga
læknar einungis að sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu og
bráðatilvikum.12
Frá því að opinberir starfsmenn fengu verkfallsrétt hér á landi
árið 1976 hafa verkföll meðal þeirra verið tíð. Fyrstu verkföll
opinberra starfsmanna skullu á með miklum þunga árið 1977.
86 LÆKNAblaðið 2018/104
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson
dósent í mannauðsstjórnun við
viðskiptadeild Háskóla Íslands
gylfidal@hi.is
Þetta er ein þeirra greina sem Læknablaðið kallaði
eftir í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands.