Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 38

Læknablaðið - 01.02.2018, Qupperneq 38
98 LÆKNAblaðið 2018/104 Læknadagar nú í þriðju viku janúar voru geysilega vel sóttir að sögn Mar- grétar Aðalsteinsdóttur skrifstofustjóra Læknafélags Íslands en hún hefur haldið utan um skráningar og skipulag Lækna- daganna mörg undanfarin ár og hefur því góða yfirsýn yfir hvernig þeir hafa þróast. „Skráning á Læknadaga var mjög góð og betri en í fyrra en það var fyrst og fremst þátttakan í einstökum málþingum sem fór fram úr björtustu vonum,“ segir Margrét. „Málþing voru í heildina mjög vel sótt og í nokkrum tilvikum urðum við að loka því ekki komust fleiri inn og starfsmenn Hörpu voru farnir að tvístíga yfir fjöldan- um.“ Undir þetta tekur Sólveig Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Læknafélagsins og seg- ir að Læknadagarnir hafi heppnast afskap- lega vel og hún hafi fundið fyrir mikilli ánægju meðal þátttakenda. „Dagskráin Læknisfræði í þátíð, nútíð og framtíð ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Hundrað ára afmæli Læknafélags Íslands setti sterkan svip á Læknadaga í ár Hallgrímur Kjartansson, Kristinn Þorbergsson og Hannes Hrafnkelsson. Læknakórinn varð til á nóinu þegar afmælisnefndin kallaði eftir söngglöðum röddum kolleganna. Einn tveir og bingó, og það voru mættir 70 læknar, og þurfu bara þrjár æfingar. Árni Harðarson leiddi þau gegnum fjögur lög, viðtökurnar voru skínandi góðar og almennt er talið að kórinn sé hérmeð orðinn einn af stofnunum í Læknafélaginu. Myndir Védís. Afmælisdagskrá LÍ lauk með tónlistarveislu í Eld- borg. Guðmundur Óskar Guðmundsson stýrði henni og meðal annarra sem fram komu var Sigríður Thorlacius.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.