Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.2018, Side 39

Læknablaðið - 01.02.2018, Side 39
LÆKNAblaðið 2018/104 99 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R var sérstaklega fjölbreytt og höfðaði jafnt til sérfræðinga á ákveðnum sviðum og breiðari hóps alls almennings. Það sýnir þátttakan í mjög sérhæfðum málþingum og einnig þeim sem opin voru almenn- ingi. Þeir læknar sem ég talaði við höfðu sérstaklega orð á því hvað dagskráin var fjölbreytt og óvenju margir sóttu viðburði alla dagana,“ segir Sólveig. Hún bendir einnig á hversu mikilvægu félagslegu hlutverki Læknadagarnir gegna en fyrir marga lækna er þetta kærkomið tækifæri til að hitta kollega í öðrum sérgreinum og kynna sér hvað er efst á baugi. Af vel sóttum málþingum má nefna Mótun heilans og Skjánotkun barna þar sem fylltist allt útúr dyrum og urðu all- margir frá að hverfa og sama er að segja um málþing um geðheilbrigði og samfé- lag sem opið var almenningi. Er ljóst að skipuleggjendur hittu þar naglann beint á höfuðið. Einnig má nefna málþing um Of- lækningar, Skipulag borga og bæja þar sem borgarstjórinn og læknirinn Dagur Tveir góðir sem hafa engu gleymt. Ungliðar áttu glaðbeitta fulltrúa á staðnum. Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur umkringdur geðlæknunum Halldóru Jónsdóttur, Ferdin- and Jónssyni og Nönnu Briem. Gunnar Helgi Guðmundsson og Elínborg Bárðardóttir heimilislæknar. Ingólfur Kristjánsson, Jörundur Kristinsson og Jón Snædal voru kampakátir með Læknadaga. Ástríður Stefánsdóttir siðfræðingur og Birgir Jakobsson landlæknir , voru frummæl- endur á vel sóttu málþingi um oflækningar sem Alma Möller stýrði.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.