Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.2018, Page 40

Læknablaðið - 01.02.2018, Page 40
100 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R B. Eggertsson var einn frummælenda. Skjánotkun barna vakti áhuga margra og var hver stóll setinn. Einnig nýtur gagnvirka málþingið um tilfelli af Barnadeild Landspítalans sívaxandi vinsælda og var fullt útúr dyrum. Vinnubúðir þar sem fjöldi þátttakenda var takmarkaður fyllt ust strax og biðlistar mynd- uðust en að lokum komust þó nær allir að sem vildu. Það sem setti þó sterkastan svip á Læknadagana í ár var 100 ára afmæli Læknafélags Íslands sem fagnað var með veglegri afmælishátíð í Eldborgarsalnum á opnunardeginum. Var hátíð- in opin almenningi og dagskráin fjölbreytt; fróðleg og fagleg erindi um læknisfræði og lýðheilsu auk kynningar á starfsemi samtakanna Læknar án landamæra. Bretinn Anthony Costello barnalæknir hjá WHO hélt frábæra tölu um heilsufar, mengun, loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs, - hún var snjöll, vel flutt og sannarlega hrollvekjandi. Andri Snær Magnason flutti hugvekju um samspil heilsufars og náttúru eins og honum einum er lagið og síðan tók við glæsileg tónlistardagskrá þar sem Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Valdimar ásamt hljómsveit leiddu áheyrendur í gegnum syrpu þekktra ís- lensk sönglaga frá liðnum áratugum. „Þetta var einstaklega vel heppnað og aðsókn fór framúr björtustu vonum okkar,“ segir Sólveig framkvæmdastjóri. Brynjólfur Mogensen, Þórar- inn Arnórsson, Lúðvík Ólafs- son og Magni Jónsson. Magnús Gottfreðsson ritstjóri Læknablaðsins flutti afburða skelegga tölu um spænsku veikina 1918 á þingi Félags áhugamanna um sögu læknisfræðina. Páll Ásmundsson var gerður að heiðursfélaga LÍ á Læknadögum. Hann var um skeið ritstjóri Læknablaðsins og hefur verið velgjörðamaður þess ár og síð. Blaðið samfagnar með honum og fjölskyldu hans.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.