Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.02.2018, Blaðsíða 40
100 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R B. Eggertsson var einn frummælenda. Skjánotkun barna vakti áhuga margra og var hver stóll setinn. Einnig nýtur gagnvirka málþingið um tilfelli af Barnadeild Landspítalans sívaxandi vinsælda og var fullt útúr dyrum. Vinnubúðir þar sem fjöldi þátttakenda var takmarkaður fyllt ust strax og biðlistar mynd- uðust en að lokum komust þó nær allir að sem vildu. Það sem setti þó sterkastan svip á Læknadagana í ár var 100 ára afmæli Læknafélags Íslands sem fagnað var með veglegri afmælishátíð í Eldborgarsalnum á opnunardeginum. Var hátíð- in opin almenningi og dagskráin fjölbreytt; fróðleg og fagleg erindi um læknisfræði og lýðheilsu auk kynningar á starfsemi samtakanna Læknar án landamæra. Bretinn Anthony Costello barnalæknir hjá WHO hélt frábæra tölu um heilsufar, mengun, loftslagsbreytingar og misskiptingu auðs, - hún var snjöll, vel flutt og sannarlega hrollvekjandi. Andri Snær Magnason flutti hugvekju um samspil heilsufars og náttúru eins og honum einum er lagið og síðan tók við glæsileg tónlistardagskrá þar sem Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Valdimar ásamt hljómsveit leiddu áheyrendur í gegnum syrpu þekktra ís- lensk sönglaga frá liðnum áratugum. „Þetta var einstaklega vel heppnað og aðsókn fór framúr björtustu vonum okkar,“ segir Sólveig framkvæmdastjóri. Brynjólfur Mogensen, Þórar- inn Arnórsson, Lúðvík Ólafs- son og Magni Jónsson. Magnús Gottfreðsson ritstjóri Læknablaðsins flutti afburða skelegga tölu um spænsku veikina 1918 á þingi Félags áhugamanna um sögu læknisfræðina. Páll Ásmundsson var gerður að heiðursfélaga LÍ á Læknadögum. Hann var um skeið ritstjóri Læknablaðsins og hefur verið velgjörðamaður þess ár og síð. Blaðið samfagnar með honum og fjölskyldu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.