Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 2
Minnihlutinn á Alþingi gerði í gær verulegar athugasemdir við að til- laga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum yrði tekin á dagskrá og fengi þinglega meðferð. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að til stæði að taka málið á dagskrá þingsins með óeðlilegum hætti. Birgir Ármannsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði lengi hafa legið fyrir að taka þyrfti veiðigjöld á dagskrá, en núgildandi veiðigjaldaákvæði renna út í sumar. Verði ekki aðhafst, hefst næsta fisk- veiðiár án þess að heimildir séu til að innheimta veiðigjöld. Birgir segir tillöguna bráða- birgðaúrræði, stefnt sé að heildar- endurskoðun veiðigjaldakerfisins sem muni taka einhvern tíma og benti á að galli væri á núverandi kerfi um hvernig veiðigjöld væru reiknuð. Reglur þingsins geri ráð fyrir að hægt sé að taka mál á dag- skrá með skömmum fyrirvara, en slíkt þurfi samþykki þingsins. Birgir segir ekki óalgengt að mál fái sér- staka meðferð eftir 1. apríl. „Það er ekkert óeðlilegt við að leita afbrigða þegar svo ber við.“ Ef taka eigi mál á dagskrá með skömmum fyrirvara krefjist það samþykkis aukins meirihluta. Náist hann ekki, verði málið ekki tekið fyr- ir fyrr en fimm dögum síðar. »20 Afbrigða leitað á þingi  Þrætt um hvort tillaga komist á dagskrá fyrir lok þings  Heimild til innheimtu veiðigjalda rennur út í sumar 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Rafvirkjar LED lampar Jóhann Ólafsson & Co. Krókháls 3, 110 Reykjavík 533 1900 olafsson.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Fórnarlömb banaslysa í umferðinni voru 53 í 51 slysi sem urðu á árunum 2013-2016, að báðum árum meðtöld- um. Þetta kemur fram í samantekt Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA). Nefndin flokkaði einnig helstu orsakir banaslysanna. Of hraður akstur var talinn vera aðalorsökin í flestum tilfellum bana- slysanna, eins og sjá má í meðfylgj- andi töflu. Þar næst kom vöntun á notkun öryggisbelta og í þriðja sæti var skert ökuhæfni vegna áfengis, lyfja eða fíkniefna. RNSA tekur það fram að í flestum banaslysum séu or- sakirnar fleiri en ein og því er summa orsakanna hærri en fjöldi slysanna. Athygli vekur að í sjö tilvikum var bíl ekið yfir á rangan vegarhelming. Í þremur þeirra var ökumaðurinn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna en í fjórum slysanna missti öku- maðurinn athyglina af óþekktum ástæðum. „Í þeim slysum getur svefn og þreyta hafa átt sinn þátt og því er líklegt að orsökin svefn og þreyta sé algengari en hér kemur fram,“ sagði í svari RNSA til Morgunblaðsins. ernayr@mbl.is, gudni@mbl.is Hraðakstur er helsta orsök banaslysanna  Venjulega fleiri en ein orsök banaslysa í umferðinni Orsakir banaslysa í umferðinni 2013-2016 Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa*Í flestum slysum eru orsakir fleiri en ein Orsök* Tíðni Of hraður akstur 20 Öryggisbelti ekki notað 14 Skert ökuhæfni vegna áfengis, lyfja eða fíkniefna 8 Ekið yfir á rangan vegarhelming 7 Missir stjórn / röng viðbrögð ökumanns 7 Aðgæsluleysi 6 Ógætilegur framúrakstur 5 Ökutæki ekki í lagi 5 Orsök* Tíðni Vegur / mannvirki 5 Beygt í veg fyrir annað ökutæki 4 Grunur um sjálfsvíg 3 Slæm færð / hálka 3 Veikindi 3 Gangandi á þjóðvegi 2 Óvart á inngjöf 2 Skert útsýni 2 Svefn og þreyta 2 Atli Már Gylfason, fyrrverandi blaðamaður á Stundinni, var sýkn- aður af kröfu Guðmundar Spartak- usar Ómarssonar um skaðabætur í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Ástríður Grímsdóttir kvað upp dóminn. Guðmundi Spartakusi var gert að greiða 600 þúsund krónur í sakarkostnað. Í ítarlegri umfjöllun Atla Más um hvarf Friðriks Kristjánssonar í Suð- ur-Ameríku árið 2013 kafaði hann ofan í fíkniefnaheiminn á landamær- um Brasilíu og Paragvæ og bendlaði þá Sverri Þór Gunnarsson og Guð- mund Spartakus við hvarf Friðriks. RÚV og Hringbraut fjölluðu einnig um málið á sínum tíma og vitnuðu m.a. í umfjöllun Stundarinnar, en Guðmundur Spartakus fór einnig í meið- yrðamál við þá fjölmiðla. RÚV samdi við Guðmund Spartakus og greiddi honum 2,5 milljónir króna í sakarkostnað og miskabætur. Sigmundur Ernir Rúnarsson hjá Hringbraut var á hinn bóginn sýkn- aður í Hæstarétti fyrr í mánuðinum. Atli Már sýknaður af kröfu í meiðyrðamáli  Stefnandi á að greiða sakarkostnað Atli Már Gylfason gang að tímavél. Núna getum við rannsakað fólkið sjálft sem tók þátt í landnámi Íslands.“ Rannsóknin sýnir skýrt að umtals- verður hluti af þeim erfðabreytileika sem kom til Íslands með landnáms- fólki hefur tapast á undanförnum 1.100 árum. Við þetta hafa Íslending- ar orðið erfðafræðilega einsleitari og af þeim sökum ólíkir upprunaþjóðun- um frá Skandinavíu og Bretlands- eyjum. „Mannfæð og endurtekin mannfellisár vegna hungurs og far- aldra hafa leitt til þess að Íslendingar hafa fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum, og um leið orðið erfðafræðilega einsleit- ari,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og einn höfunda greinarinnar. „Þetta hefur gert leit okkar að erfðafræðilegum orsakaþáttum sjúkdóma á Íslandi að- eins auðveldari.“ Spurður um hvenær þessar rann- sóknir hófust segir Kári að Agnar sé algjörlega ábyrgur fyrir því að færa fyrirtækið inn á þetta svið. Agnar segir að þau hafi birt rannsóknir við og við, þá fyrstu árið 2000 og svo til dæmis grein sem birtist árið 2011 þar sem DNA landnámsfólks var greint. „En þá vorum við bara að greina erfðaefni hvatbera sem var svona þúsund kirna bútur. Nú erum við að greina allt erfðamengið, eða um þrjá milljarða kirna sem er miklu meira og það er sú bylting sem er afurð af byltingu í raðgreiningartækni. Og það hefur opnað nýjan heim.“ Nánar má lesa um efnið á mbl.is. Þjóðin einsleitari en við landnám  Tímamótarannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á erfðamengi forfeðranna  Landnámsmenn voru 57% norrænir  Íslendingar nútímans 70%  Nýrri tækni erfðafræðinnar líkt við tímavél Anna Margrét Björnsson amb@mbl.is Vísindamenn Íslenskrar erfðagrein- ingar hafa raðgreint erfðamengi úr tönnum 25 einstaklinga frá land- námsöld. Niðurstöðurnar, sem birt- ast í vísindatímaritinu Science í dag, setja upphaf Íslandsbyggðar í nýtt ljós. Með samanburði við arfgerðir úr núlifandi íbúum Íslands, Bretlands- eyja, Skandinavíu og annarra Evr- ópulanda var í fyrsta sinn hægt að meta beint uppruna einstaklinga frá landnámsöld. Erfðaefni var rað- greint úr 27 líkamsleifum sem geymdar eru á Þjóðminjasafni Ís- lands, þar af 25 frá fyrstu kynslóðum Íslandsbyggðar (870 til 1100). Niður- stöðurnar sýna að í landnámshópn- um voru sumir af norrænum upp- runa, aðrir af keltneskum og enn aðrir af blönduðum uppruna. Líklegt er að slík blöndun hafi átt sér stað á Bretlandseyjum. Alls var norrænn uppruni einstaklinganna frá land- námsöld um 57%, en er 70% í núlif- andi Íslendingum. „Við höfum lengi vitað að Íslend- ingar rekja ættir sínar bæði til Norð- manna og Kelta, en greining á erfða- efni úr líkamsleifum frá landnámsöld gerir okkur kleift að sjá hvernig fyrstu íbúar landsins voru áður en og á meðan þessi blöndun átti sér stað,“ segja Sunna Ebenesersdóttir og Agnar Helgason, líffræðilegir mann- fræðingar hjá Íslenskri erfðagrein- ingu og höfundar greinarinnar. „Nú þurfum við ekki lengur að áætla á grundvelli arfgerða úr núlifandi fólki. Þetta er nánast eins og að hafa að- Morgunblaðið/Hari Kynning Fjölmenni sótti fund Íslenskrar erfðagreiningar síðdegis í gær þar sem sagt var frá rannsóknunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.