Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Ágústa Eva nýtur móðurhlutv... 2. Ég hef aldrei orðið fyrir jafnm... 3. Gert að greiða 426 milljónir... 4. Ég vann orrustuna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Dúettinn Sycamore Tree, skipaður Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunna Hilmarssyni, heldur tónleika í Bæjar- bíói í kvöld kl. 20.30. Dúettinn vinnur nú að annarri breiðskífu sinni og mun leika efni af henni sem og þeirri fyrstu, Shelter. Þeim til aðstoðar verða tónlistarmennirnir Unnur Birna Björnsdóttir og Arnar Guðjónsson. Sycamore Tree kem- ur fram í Bæjarbíói  Sin Fang, Sóley og Örv- ar Smárason halda útgáfu- tónleika í Iðnó í kvöld kl. 21 vegna hljómplötu sinnar Team Dreams sem er afrakstur samstarfsverkefnis þeirra. Þríeykið samdi, tók upp og gaf út nýtt lag í hverjum mánuði í fyrra og hefur platan að geyma öll lögin 12 og er tvöföld vínylplata. Lögin eru á þremur hliðum en á þeirri fjórðu er myndverk eftir Ingibjörgu Birgis- dóttur. Fagna útgáfu 12 laga vínylplötu í Iðnó  Rokksveitin HAM heldur tónleika á Húrra í kvöld kl. 21 og munu Kontin- uum og Úlfúð sjá um upphitun. HAM kemur næst fram á Secret Solstice 23. júní en leggst svo í dvala þar sem bassaleikarinn S. Björn Blöndal flytur brátt til Kanada. Á Húrra mun HAM bjóða upp á hug- víkkandi blöndu nýrra og klassískra verka og kafa djúpt í rannsóknir sínar á svikum, dauða og helvíti mann- anna. HAM rokkar á Húrra Á laugardag Suðvestan 8-15 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað og súld á stöku stað vestanlands, en bjart veður eystra. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13, hvassast norðvestantil og víða bjartviðri. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum austanlands. VEÐUR „Ég kem alltaf hingað með sjálfstraust, sama hvernig gengur með félagsliðinu. Aðallega af því að þetta er allt öðruvísi hérna hjá landsliðinu. Það er allt öðruvísi stemning og maður hlakkar alltaf til að hitta strákana og undirbúa sig fyrir hvaða leik sem er,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem horfir með eftirvæntingu til HM. »1 Allt önnur og betri stemning Andrea Mist Pálsdóttir var allt í öllu á miðjunni hjá Þór/KA þegar liðið vann 4:1 sigur á FH í Kaplakrika á sunnu- daginn var. Andrea skoraði fjórða og síðasta mark norðanstúlkna, sem eru efstar í Pepsi-deild kvenna með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Sviðsljósinu er beint að Andreu Mist um leið og 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er gerð upp í blaði dagsins. »2 Andrea Mist fór á kost- um í sigri Þórs/KA „Þegar allir hafa skilað sér á mánu- dagsmorgun reikna ég með að þurfa tvo daga til þess að ákveða hvaða sextán leikmenn ég fer með út til Vilníus í viðureignina við Litháen,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sem stendur í ströngu við undirbúning fyrir leiki við Litháen í undankeppni HM. »1 Velur hópinn daginn fyrir brottför til Vilníus ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Í útibúi Póstsins í Pósthússtræti var mikið um að vera í gær. Gesta- gangurinn var stöðugur og borð hlaðið veitingum svignaði undan álaginu. Það má segja að sann- kölluð kveðjuveisla hafi staðið þar allan daginn, kveðjuveisla til heið- urs Eddu Egilsdóttur, sem hefur unnið í 42 ár hjá Póstinum. Í gær vann hún sinn síðasta vinnudag en hún fer nú á eftirlaun eftir langt og farsælt starf. Mikilvægt að það sé gaman ,,Ég hefði nú ekki verið hérna allan þennan tíma ef mér þætti þetta ekki skemmtilegt,“ segir Edda þegar hún er spurð út í starfið. ,,Það sem gefur vinnu gildi er að vinna með góðum félögum og að finnast gaman að því sem maður er að gera.“ Edda leggur áherslu á það hversu gaman henni þykir að vinna vinnuna sína og segist hafa gaman af öllu við starfið hjá Póst- inum. ,,Mér leiðist ekki alla jafna. Að hitta fastakúnnana sem koma hing- að alltaf dag eftir dag í hvaða veðri sem er finnst mér afar gaman. Sumir hafa komið hingað ansi lengi, jafnvel lengur en ég sjálf.“ Vinsæl á meðal viðskiptavina Edda þarf að taka hlé á máli sínu nokkrum sinnum til að taka á móti viðskiptavinum sem bera henni þakkir fyrir vel unnin störf. ,,Ég á yndislega viðskiptavini sem mér þykir gífurlega vænt um og ég finn að þeim þykir vænt um mig líka,“ segir Edda. Eins og gefur að skilja hefur póstþjónustan tekið stakkaskiptum síðan Edda hóf störf. ,,Bréfapóstur- inn hefur minnkað gífurlega. Í dag verslar fólk mikið á netinu svo það kemur mikið af pökkum og það þarf að sinna afhendingum á þeim. Fjölbreytnin í starfinu hefur einnig minnkað umtalsvert. Pósturinn var áður með alla svona greiðsluseðla sem bankarnir sjá um núna og pósturinn sá einnig um símareikn- ingana og slíkt.“ Edda er Súgfirðingur en kom til Reykjavíkur með vonir um atvinnu. ,,Mig vantaði vinnu hérna í bænum og þá var nú kannski ekki hlaupið í vinnu. Frænka mín benti mér á að athuga hvort það væri hægt að fá vinnu á pósthúsinu. Ég hafði þá samband við hann Axel vin minn sem er ekki fyrir svo löngu látinn. Hann benti mér á að fara í póst- skólann, sem ég gerði og síðan hafa þau ekki losnað við mig,“ segir Edda og hlær. ,,Mér leiðist ekki alla jafna“  Edda Egils- dóttir vann hjá Póstinum í 42 ár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinsæl Edda Egilsdóttir, fyrir miðju, ásamt fríðu föruneyti. Viðskiptavinir streymdu að til að kveðja Eddu, sem segir eitt af því skemmtilegasta sem hún geri að taka á móti viðskiptavinum sem hafi komið til hennar í mörg ár. Vilborg, fyrrverandi samstarfs- kona Eddu, stendur á spjalli við Eddu þegar blaðamann ber að garði. Þær eru sammála um að einingin í pósthúsinu í Póst- hússtræti hafi verið mikil. ,,Þeg- ar átti að flytja mig í Ármúlann héldum við grátpartí, það var í raun verið að skilja okkur að. Ég man þegar ég gekk út eftir síð- asta daginn minn hér og ég eiginlega þurfti að þurrka tárin vegna þess að ég var að yfir- gefa þetta hús,“ segir Vilborg. ,,Ég held að flestir póstmenn hafi djúp tengsl við þetta póst- hús af því að flestir byrjuðu svona að einhverju leyti hér,“ segir Edda. ,,Áður fyrr þekkti maður nánast alla sem unnu hjá Póstinum. Í dag þekkirðu miklu færri af þeim sem vinna á hin- um stöðunum. Nándin er ekki eins mikil.“ Pósthúsið í Pósthússtræti NÁNDIN MILLI STARFSFÓLKS MINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.