Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Forsvarsmenn Coripharma Hold- ing ehf. og Actavis Group PTC ehf., hluta af samstæðu Teva Pharma- ceutical Industries Ltd, undirrituðu í gær samkomulag um kaup Cori- pharma á Actavis ehf. Coripharma var stofnað af meðal annars fyrrverandi stjórnendum og lykilstarfsmönnum Actavis á Íslandi til þess að undirbúa kaupin, en sá undirbúningur hefur staðið meira og minna allt frá því að tilkynnt var um fyrirhugaða lokun á lyfjaverksmiðj- unni fyrir rétt um 2 árum, að sögn Bjarna K. Þorvarðarsonar, forstjóra Coripharma og eins stærsta hluthaf- ans í hinu nýja fyrirtæki. Hann segir að kaupverðið sé trúnaðarmál. Starfsmenn félagsins eru nú 10, en Bjarni segir að innan þriggja mán- aða verði þeir orðnir 30. „Þegar verksmiðja Actavis var í fullum gangi voru um 300 starfsmenn í verksmiðjunni og stoðstörfunum og þar ætlum við að vera tveggja ára,“ sagði Bjarni í samtali við Morgun- blaðið í gær. Með kaupunum eignast Cori- pharma stærstu lyfjaverksmiðju á Íslandi og skrifstofuhúsnæði á Reykjavíkurvegi 76 ásamt Kársnes- braut 108. Hyggjast forsvarsmenn Coripharma hefja lyfjaframleiðslu í Hafnarfirði á ný og virkja þá miklu þekkingu sem þar hafði byggst upp, allt frá því fyrsti hluti verksmiðjunn- ar var reistur við Reykjavíkurveg árið 1983, þar til framleiðslu var hætt í fyrra. Teva mun áfram eiga og reka Medis og önnur félög í nafni Ac- tavis á Íslandi og heldur öllum rétt- indum er lúta að Actavis-nafninu. Mikill áhugi á endurreisn „Við erum mjög ánægð með að hafa náð þessu samkomulagi við Teva og geta nú virkjað þann mikla áhuga sem við höfum fundið á að endurreisa fyrri framleiðslu og út- flutning lyfja héðan. Í hópi Cori- pharma eru bæði reyndir fjárfestar og vanir aðilar úr rekstri alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og þessarar lyfja- verksmiðju. Samhliða sjálfstæðri lyfjaframleiðslu Coripharma sjáum við jafnframt fram á að njóta góðs af nánu sambýli við önnur lyfjafélög sem eru rekin hér á landi. Þannig stefnum við á kraftmikið og frjótt framleiðslu- og þekkingarsamfélag nokkurra félaga í skyldum rekstri í framtíðinni,“ sagði Bjarni. Spurður hverjir séu helstu fjár- festar í Coripharma segir Bjarni: Fjárfestarnir allir íslenskir „Nýju fjárfestarnir eru allir ís- lenskir. Stærsti fjárfestirinn er Framtakssjóður í stýringu Íslenskra verðbréfa. Ég er næststærsti fjár- festirinn og VÍS sá þriðji stærsti. Auk þeirra er Hof, félag í eigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona, fjárfestir í félaginu og tveir fyrrverandi forstjórar Actavis og forvera Actavis, þau Guðbjörg Edda Eggertsdóttir og Ottó Björn Ólafsson, sem var forstjóri Delta á sínum tíma. Þessir fjárfestar hafa bæst við hóp eigenda Coripharma sem samanstóð af þeim sem hafa unnið að framgangi verkefnisins síð- astliðin tvö ár,“ segir Bjarni. Bjarni rifjar upp að tilkynnt var árið 2016 að verksmiðju Actavis yrði lokað og það hafi svo gerst í febrúar í fyrra. „Þegar það gerðist fór hópur manna af stað til þess að kanna hvernig þeir gætu staðið að málum, til þess að tryggja að lyfjaverksmiðj- an yrði opnuð sem fyrst aftur. Þar var valinkunnur hópur fjármála- manna sem og fyrrverandi lykil- starfsmenn hjá Actavis, þeir Torfi, Stefán Jökull Sveinsson, Sigurgeir Guðlaugsson, Bolli Thoroddsen og Tryggvi Þorvaldsson, sem allir eru í hópi eigenda,“ sagði Bjarni. Tilskilin leyfi fyrir árslok Framkvæmdastjóri viðskiptaþró- unar Coripharma, Torfi Rafn Hall- dórsson, segir: „Félagið stefnir á að verksmiðjan verði komin í fullan rekstur á ný innan árs. Vinna við að manna starfsemina og endurnýja öll gæðavottorð verksmiðjunnar er þeg- ar hafin og stefnum við á að öll til- skilin leyfi til alþjóðlegrar lyfjafram- leiðslu verði komin fyrir lok ársins. Í upphafi munum við gera samstarfs- samninga við lyfjafyrirtæki, um að framleiða lyf undir þeirra merkjum í verktöku. Þegar eru hafnar viðræð- ur við allnokkur alþjóðleg lyfja- fyrirtæki, sem hafa sýnt Coripharma mikinn áhuga, sem m.a. byggist á því góða orðspori sem Ísland hefur sem lyfjaframleiðandi í gegnum farsæla sögu Actavis og Medis.“ Mikil tækifæri á markaðnum Torfi segir mikil tækifæri á verk- tökumarkaðnum sem Coripharma byrji á en hann velti 5 milljörðum bandaríkjadala og sé spáð vexti upp í 7,5 milljarða árið 2021. Þegar við svo fullnýtum aðstöðuna og förum í eigin þróun verðum við með framleiðslu- getu fyrir markað sem er enn um- fangsmeiri, eða um 50 sinnum stærri en verktökuframleiðslan. Hann segir að Teva muni áfram reka umfangsmikla starfsemi í Hafnarfirðinum þar sem um 280 manns starfi, m.a. á sölu- og mark- aðssviði Actavis á Íslandi, í lyfjaþró- un og hjá Medis, sem selji lyf og lyfjahugvit félagsins til annarra lyfjafyrirtækja. Coripharma ehf. kaupir Actavis  Ætla að vera komnir með 300 starfsmenn innan tveggja ára  Framtakssjóður í stýringu Íslenskra verðbréfa  Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma, VÍS og Hof í hópi stærstu fjárfestanna Morgunblaðið/Hari Glaðir í bragði Þeir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri og Torfi Rafn Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþró- unar, voru að vonum ánægðir þegar samningur um kaup Coripharma á Actavis hafði verið undirritaður í gær. Morgunblaðið/Hari Nýtt nafn Sjálfsagt líður ekki á löngu þar til nýtt nafn er komið á lyfjaverk- smiðjuna við Reykjavíkurveg 76, Coripharma í stað nafnsins Actavis. Bjarni K. Þorvarðarson er verk- fræðingur að mennt, með fram- haldsmenntun í rafmagnsverk- fræði frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum, með MBA-gráðu frá París og meistaragráðu í fjármálum frá London Business School. Bjarni á fjölbreyttan íslensk- an og alþjóðlegan starfsferil að baki. Hann starfaði í byrjun tí- unda áratugar síðustu aldar hjá IBM og síðar hjá Tölvusam- skiptum og Tæknivali. Síðan hjá FBA og Íslandsbanka, m.a. í útibúi bankans í London. Árið 2002 réðst Bjarni til starfa hjá fjárfestingafyrirtækinu CVC í Bandaríkjunum og var forstjóri dótturfyrirtækis þess, Hiberna Networks, þangað til það var selt fyrir rúma 60 milljarða króna í byrjun árs 2017. Bjarni hefur nú tekið til starfa sem forstjóri Coripharma. Fjölbreyttur ferill Bjarna BAKGRUNNUR FORSTJÓRA Torfi Rafn Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptaþróunar Coripharma, útskrifaðist með meistaragráðu í lyfjafræði frá Háskóla Íslands 1995. Hann hefur meira og minna unnið við lyfjaiðnaðinn frá út- skrift. Hann hóf störf hjá Lyfja- verslun Íslands eftir útskrift og var síðan einn stjórnenda NM Pharma, dótturfyrirtækis Myl- ans á Íslandi, til 1999. Hann stofnaði lyfjahugbúnaðar- félagið DOC.is og síðan Pharm- arctica 2002. Torfi starfaði sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Med- is, dótturfélagi Actavis, árin 2004-2009. Hann stofnaði lyfjafyrirtækið Williams & Halls ehf. sem hann hefur stjórnað frá 2009 og er eigandi þess. Með mjög mikla reynslu FRAMKVÆMDASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.