Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Draghálsi 18-26, 110 Reykjavík | Sími 588 1000 | netsofnun.is Við bjóðum upp á hentugar og infaldar fjáröflunarleiðir fyrir élagasamtök og einstaklinga. þróttafélög • starfsmannafélög • emendafélög • saumaklúbbar • o. Kíktu á www.netsöfnun.is og kynntu þér möguleikana. e f í n kóra fl r . Fjáröflun Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ríkisskattstjóri hefur lokið álagn- ingu opinberra gjalda vegna tekna ársins í fyrra og birti í gær lista yfir 40 hæstu skattgreiðendur landsins. Efst á listanum er Sigríður Vil- hjálmsdóttir sem greiðir tæpar 426 milljónir króna í skatta í ár. Sigríður er stór hluthafi í Fiskveiðihluta- félaginu Venus hf. sem er stærsti hluthafi Hvals hf. Á listanum eru einnig aðrir stórir hluthafar í því fé- lagi, systkinin Kristján og Birna Loftsbörn. Þau skipa 6. og 7. sæti listans. Fleiri úr sjávarútvegi er að finna á listanum. Í 2.-4. sæti eru menn sem tengjast útgerðinni Soffaníasi Ce- cilssyni í Grundarfirði, sem var ný- verið seld. Útgerðarmennirnir Jens Valgeir Óskarsson í Grindavík og Friðþór Harðarson á Hornafirði eru í 14. og 15. sæti. Þá eru Sam- herjafrændur, Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, í sætum 19 og 25. Eins er á listanum Bergvin Oddsson ásamt börnum hans, Magneu, Haraldi og Lúðvík, fyrrverandi alþingismanni. Þau seldu útgerðarfyrirtækið Glófaxa til Vinnslustöðvarinnar á síðasta ári. Forstjórarnir Róbert Wessman hjá Alvogen, Liv Bergþórsdóttir hjá Nova og Grímur Sæmundsen hjá Bláa lóninu eiga sinn sess á listanum ásamt Tómasi Má Sigurðssyni, for- stjóra framleiðslu Alcoa á heimsvísu. Úr fjármálageiranum er meðal ann- ars að finna þrjá stjórnarmenn Glitnis HoldCo, þá Michael Wheeler, Tom Grøndahl og Steen Parsholt. Metfjöldi framteljenda Aldrei hafa fleiri talið fram á Ís- landi. Á skattskrá nú voru 297.674 framteljendur og fjölgaði þeim um 10.946 frá fyrra ári, eða um 3,8%. Framteljendum hefur ekki fjölgað jafnmikið síðan árið 2007. Að þessu sinni voru skattar 17.973 einstak- linga áætlaðir, en það eru ríflega sex prósent af heildarfjölda. Í dag verða inneignir lagðar inn á bankareikn- inga þeirra sem eiga inni hjá ríkis- sjóði eftir álagningu. Sigríður greiddi 426 milljónir króna í skatt  Listi birtur yfir 40 hæstu skatt- greiðendurna Álagning einstaklinga 2018, hæstu gjaldendur Heimild: Ríkisskattstjóri Nafn Sveitarfélag Gjöld alls Sigríður Vilhjálmsdóttir Reykjavík 425.502.876 Sigurður Sigurbergsson Grundarfjarðarbær 388.245.493 Magnús Soffaníasson Grundarfjarðarbær 387.180.911 Rúnar Sigtryggur Magnússon Grundarfjarðarbær 382.526.842 Hulda Guðborg Þórisdóttir Garðabær 328.980.716 Kristján Loftsson Reykjavík 295.664.911 Birna Loftsdóttir Hafnarfjörður 284.546.209 Michael Wheeler Reykjavík 259.133.879 Benoný Ólafsson Reykjavík 253.659.186 Tom Gröndahl Reykjavík 231.883.635 Steen Parsholt Reykjavík 231.883.635 Benedikt Rúnar Steingrímsson Dalabyggð 231.816.547 Magnús Jóhannsson Hafnarfjörður 228.677.671 Jens Valgeir Óskarsson Grindarvíkurbær 194.971.414 Friðþór Harðarson Hornafjörður 162.970.623 Rögnvaldur Guðmundsson Garðabær 161.817.074 Einar Benediktsson Seltjarnarnes 151.094.812 Vilhelm Róbert Wessman Reykjavík 142.455.851 Kristján V Vilhelmsson Akureyri 140.664.593 Sólveig Guðrún Pétursdóttir Reykjavík 137.225.344 Richard Katz Reykjavík 135.582.626 Kristján Már Gunnarsson Kópavogur 121.198.738 Ingólfur Hauksson Reykjavík 105.228.949 Grímur Karl Sæmundsen Reykjavík 104.972.342 Þorsteinn Már Baldvinsson Akureyri 104.808.583 Birgir Örn Guðmundsson Mosfellsbær 103.910.717 Guðmundur Gylfi Guðmundsson Mosfellsbær 103.655.375 Liv Bergþórsdóttir Garðabær 100.412.969 Ársæll Hafsteinsson Flóahreppur 97.964.051 Snorri Arnar Viðarsson Kópavogur 91.550.136 Magnea Bergvinsdóttir Vestmannaeyjar 90.865.588 Haraldur Bergvinsson Vestmannaeyjar 90.394.191 Lúðvík Bergvinsson Reykjavík 90.329.578 Lárus Kristinn Jónsson Reykjavík 89.808.909 Bergvin Oddsson Vestmannaeyjar 89.592.489 Ragnar Björgvinsson Reykjavík 87.687.820 Örn Gunnlaugsson Kópavogur 85.214.906 Hulda Vilmundardóttir Grundarfjarðarbær 84.767.981 Tómas Már Sigurðsson Reykjavík 82.325.537 Valur Ragnarsson Reykjavík 81.305.689 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rjúpum hefur fjölgað mikið um allt land, nema á Suðurlandi, Suðaustur- landi og Austurlandi, samkvæmt rjúpnatalningum á vegum Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Miðað við ástand rjúpnastofnsins frá síðustu aldamótum er fjöldi rjúpna nú í með- allagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum, samkvæmt tilkynn- ingu frá Náttúrufræðistofnun. Rjúpu fjölgaði víðast hvar 2017 til 2018 og var aukningin mjög áber- andi á Vestfjörðum og Norðvestur- landi. Í Þingeyjarsýslum var þétt- leiki karra í vor sá þriðji mesti frá því að talningar byrjuðu árið 1981. Hins vegar var kyrrstaða eða fækk- un á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Stofnstærðarsveiflan breytt Rjúpur voru taldar á 33 svæðum í öllum landshlutum. Tíðarfar var mjög óhagstætt og tafði talningar. Alls sáust 1.822 karrar, sem er 1-2% af áætluðum heildarfjölda karra í landinu, samkvæmt stofnstærðar- mati. Talningarnar voru gerðar í samvinnu við náttúrustofur, Vatna- jökulsþjóðgarð, Skotvís, Fuglarann- sóknastöð Suðausturlands og aðra áhugamenn. Um þrjátíu manns tóku þátt í talningunum. Sveiflur í stærð íslenska rjúpna- stofnsins hafa breyst síðan rjúpan var friðuð 2003 og 2004 og veiðin dróst saman frá 2005. Mun styttra er á milli toppa í sveiflunni en áður var. Reglubundnar sveiflur í stofn- stærð sem taka 10-12 ár einkenndu íslenska rjúpnastofninn á árum áð- ur. Frá 1998 hafa komið þrír greini- legir toppar í fjölda rjúpna, það er 2005, 2010 og 2015, og voru liðlega fimm ár á milli þeirra. Nú virðist stefna í fjórða toppinn á tiltölulega stuttum tíma. „Ljóst er að róttækar breytingar hafa orðið á stofnvist- fræði rjúpunnar eftir 2003 og stofn- sveiflan líkt og við þekktum hana er ekki lengur til staðar hvað sem síðar verður,“ segir í tilkynningunni. Mat á veiðiþoli í ágúst Veiðiþol rjúpnastofnsins verður metið í kjölfar mælinga á varp- árangri rjúpna í sumar. Matið á að liggja fyrir í ágúst. Þá eiga einnig að liggja fyrir útreikningar á afföllum rjúpna 2017-2018 og mat á veiði haustið 2017. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rjúpa Stofnsveifla íslenska rjúpnastofnsins hefur breyst og nú er styttra á milli toppanna í sveiflunni en áður. Nú líða um fimm ár á milli þeirra. Rjúpnastofninn er víða í uppsveiflu Flugsýningin í Reykjavík verður haldin á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, og hefst kl. 12. Sýningarsvæðið er bak við Hótel Natura, áður Loftleiðir. Að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, for- seta Flugmálafélagsins, er öllu því besta úr íslenska flugsamfélaginu til tjaldað á sýningunni í ár. „Sýningin verður með glæsileg- asta móti. Tugir flugvéla af öllum stærðum og gerðum taka þátt í lofti og fjöldi véla verður á jörðu niðri sem gestir geta skoðað hátt og lágt. Þotur verða í loftinu, þyrlur, list- flugvélar, fisflugvélar, svifflugur, einkavélar, fallhlífarstökkvarar, drónar og svo mætti lengi telja. Þetta verður flugveisla,“ segir Matthías á vef félagsins en meðal gripa á sýningunni verða tvær her- flugvélar. Eru gestir hvattir til þess að mæta tímanlega en bílastæði eru við HR og í nágrenni hótelsins. Morgunblaðið/Ernir Flug Sýningarnar á Reykjavíkurflugvelli hafa jafnan verið fjölsóttar. Flugsýningin í Reykjavík á morgun Snorrastofa heldur á morgun, laugardag, minn- ingarhátíð í Reykholti um Eggert Ólafsson, skáld og náttúru- fræðing. Þess verður minnst að 250 ár eru liðin frá drukknun Eggerts og fylgdarliðs hans á Breiðafirði 30. maí 1768. Afhjúpað verður skilti á Eggerts- flöt þar sem brullaupsmenn Egg- erts tjölduðu við brúðkaup hans og Ingibjargar Guðmundsdóttur árið 1767. Afhjúpað verður skógræktar- skilti við Reykholtsskóga og síðan verður dagskrá í tali og tónum í Reykholtskirkju. Snorrastofa minnist Eggerts Ólafssonar Reykholt Minning- arskildir afhjúpaðir. Jónas er Jónasson LEIÐRÉTT Í umfjöllun í Morgunblaðinu í gær um eldisfyr- irtækið StofnFisk var farið rangt með föðurnafn forstjórans, dr. Jónasar Jónas- sonar. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Jónas Jónasson STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.