Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Óður og Flexa eru aftur komin á kreik eftir ævintýralegt afmælis- partý sem Íslenski dansflokkurinn setti upp árið 2016. Dansverkið nefndist einfaldlega Óður og Flexa eiga afmæli. Þessir sporléttu grall- arar koma nú fram á Listahátíð í Reykjavík þar sem þau lenda í raf- mögnuðu ævintýri á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og sunnudaginn, kl. 13 og 15 báða dag- ana. Dansararnir Þyri Huld Árnadóttir og Hannes Þór Egilsson eru allt í öllu í uppfærslunni, eða a.m.k. flestu, því þau eru hugmyndasmiðir verks- ins og danshöfundar. Þau skrifuðu einnig handritið ásamt leikstjór- anum Pétri Ármannssyni og Sigríði Sunnu Reynisdóttur, sem hafði bún- inga og sviðsmynd á sinni könnu. „Nýja verkið, Óður og Flexa: Raf- magnað ævintýri, er sjálfstætt fram- hald Óður og Flexa eiga afmæli. Við snúum aftur á svið til að taka til eftir afmælið, sem fór svolítið úr bönd- unum. Síðan hefur allt verið á rúi og stúi heima hjá okkur. Tvö prumpu- skrímsli mættu í veisluna og gerðu smá usla, en einnig töframaður sem hjálpaði okkur að ná aftur ímynd- unaraflinu,“ rifjar Þyri Huld upp og er strax farin að lifa sig inn í hlutverk Flexu. Raf Max kemur til sögunnar Auk þeirra Þyri Huldar og Hann- esar Þórs tekur þriðji dansarinn, Er- nesto Camilo, þátt í uppfærslunni. Hann leikur vélmennið Raf Max, sem dansar sig inn á sviðið um mið- bik verksins og kynnir rafmagns- heiminn fyrir þeim Óð og Flexu. „Okkur langaði að gera framhald af fyrri sýningunni til sjá hvað gerðist ef þau lentu í nýjum ævintýrum og svo vorum við bara með ýmsar pæl- ingar um krakka og hugmyndaflug þeirra, sem okkur finnst mjög mikil- vægt að virkja. Við fundum vel hvað krakkarnir skemmtu sér vel í af- mælisveislunni. Sýningin hlaut enda mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda og var tilnefnd til Grímuverðlauna 2016 í flokknum Barnasýning ársins og Danshöfundar ársins,“ segir Þyri. Henni finnst svolítið öðruvísi að dansa fyrir börn en fullorðna, en þó ekki síður skemmtilegt. „Krakkarnir eru alveg ófeimnir. Þeir láta mann al- veg vita hvað þeim finnst, kalla fram í ef þeir sjá ástæðu til og þess háttar. Ég geri ekki ráð fyrir að smáfólkið eigi eftir að hlaupa fram á sviðið, en við ætlum að búa til minna svið á Stóra sviðinu til þess að vera í meira návígi við áhorfendur.“ Að nota ímyndunaraflið Þyri Huld og Hannes Þór hafa bú- ið sig vel undir að takast á við næsta ofurhetjuverkefni með þeim Óð og Flexu. Nefnilega að taka til með stæl. Slíkt er ekki öllu smáfólki gefið eins og flestir foreldrar vita. Þá munu þau eins og í fyrri sýningunni leggja áherslu á að kenna krökkunum að nota ímyndunaraflið. „Og benda þeim á að tiltekt þarf alls ekki að vera leiðinleg, heldur þvert á móti skapandi og skemmti- leg. Söguþráðurinn er í stórum drátt- um á þá leið að þegar Óður og Flexa eru að taka til sulla þau óvart niður vatni á raftæki. Klaufskan verður til þess að þau fá rafstraum og fara inn í annan heim; rafmagnaðan heim,“ segir Þyri Huld en gefur ekkert frek- ar upp um framvindu sögunnar. Dansverkið, sem samanstendur af ballett og nútímadansi, er 40 til 50 mínútna langt og tónlistin er á klass- ísku nótunum. „Í klassíkina blandast líka önnur tegund af tónlist, sem Raf Max kynnir okkur fyrir,“ segir hún. Grunur leikur á að sú sé rafmögnuð. Þyri Huld upplýsir að Íslenski dansflokkurinn hyggist setja upp fleiri sýningar á rafmögnuðu ævin- týri þeirra Óðs og Flexu úti á landi í sumar og aftur í Borgarleikhúsinu með haustinu. Kveikt á ímyndunaraflinu  Óður og Flexa læra að taka til með stæl í dansverki Þyri Huldar Árnadóttur og Hannesar Þórs Egilssonar í Borgarleikhúsinu um helgina  Tiltekt getur verið skapandi og skemmtileg Ljósmynd/Jónatan Grétarsson Sporlétt og fín Í splunkunýjum búningum sem Sigríður Sunna hannaði sérstaklega á Óð og Flexu áður en þau héldu sporlétt á vit nýrra ævintýra. Midnight Sun Rómantísk kvikmynd sem fjallar um 17 ára stúlku, Katie, sem er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur því að hún þolir ekki út- fjólubláa geisla sólarinnar og má því ekki vera utandyra á daginn. Fyrir vikið hefur hún lifað afar vernduðu lífi innandyra. Á kvöldin fer hún hins vegar út og tekur oft- ast gítarinn sinn með sér og æfir sig á lestarstöð nærri heimili sínu. Þar hittir hún kvöld eitt ungan mann, Charlie, og fella þau hugi saman. Handrit kvikmyndarinnar er byggt á handriti japanskrar kvikmyndar, Taiyo no Uta, eftir Norihiro Koiz- umi frá árinu 2006 en sú mynd naut mikilla vinsælda í Japan. Með aðalhlutverk í Midnight Sun fara Bella Thorne og Patrick Schwarzenegger, sonur Arnolds Schwarzeneggers, Rob Riggle, Quinn Shephard, Ken Tremblett, Jenn Griffin, Nicholas Coombe og Tiera Skovbye en leikstjóri myndarinnar er Scott Speer. Metacritic: 38/100 Rotten Tomatoes: 18% Bíófrumsýningar Rómantík Midnight Sun er bandarísk endurgerð á japanskri kvikmynd. Ástarsaga í sólarleysi ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.