Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fátt kom áóvart í um-ræðum á Alþingi í gær um veiðigjöld. Því mið- ur kom ekki einu sinni á óvart að stjórnarandstaðan skyldi grípa til málþófs og ræða klukku- stundum saman um fundar- stjórn og lengd þingfundar í tengslum við þetta mál. Jafnvel það að þingmaður Pírata kvart- aði undan því að meirihluti þingsins vildi fá að ráða því hvað væri rætt og afgreitt kom ekki á óvart. Þingmenn Pírata og álíka þingmenn telja yfir- leitt að besta leiðin til að efla Alþingi og auka lýðræði sé að þeir sjálfir geti með upphlaup- um og málþófi hindrað meiri- hlutann í að koma málum sín- um fram. Tækist stjórnarandstöðunni á þingi að hindra afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnu- veganefndar um veiðigjöld yrði það til þess að veiðigjöld féllu niður í haust því að lagaheimild skortir fyrir álagningu veiði- gjalda eftir yfirstandandi fisk- veiði. Það er væntanlega ekki niðurstaðan sem minnihlutinn á Alþingi er að sækjast eftir. Margir í þeim röðum vilja hærra veiðigjald ef marka má opinberar umræður um þessi mál. Sá hópur þingmanna læt- ur sig engu varða hvernig gengur í sjávarútveginum hverju sinni, heldur vill hann hækka álögurnar hvernig sem horfir í greininni. Frá því að núgildandi lög um veiðigjöld voru lögð á hefur verið bent á að þau eru sligandi há og geta hrakið fyrirtæki út úr greininni, einkum minni fyrirtæki. Og staðreyndin er sú að þetta hefur því miður ræst, um það eru mörg dæmi. Það hefur einnig verið bent á að út- reikningar veiði- gjaldanna eru afar óheppilegir og hafa í för með sér að greidd eru veiði- gjöld miðað við af- komu greinarinnar nokkrum árum fyrr. Engri at- vinnugrein er bjóðandi upp á slíka skattheimtu. Afleiðingin af þessu er orðin sú að veiðigjöldin eru orðin verulegt vandamál fyrir rekst- ur sjávarútvegsfyrirtækja og þar með ógna þau einnig byggðunum hringinn um landið og þeim fyrirtækjum sem treysta á að veita sjávarútveg- inum þjónustu. Þau eru fjöl- mörg. Á þessu er því miður lítill skilningur meðal margra þeirra sem hæst láta um sjávarútvegsmál og tala nú sumir þindarlaust á þingi. En það er lítið gagnrýnt í frum- varpi atvinnuveganefndar sem þó mætti helst sæta gagnrýni, en það er að í frumvarpinu er, þrátt fyrir að reynt sé að mæta erfiðum aðstæðum í sjávar- útvegi, gert ráð fyrir of háum veiðigjöldum. Þegar metin er versnandi afkoma í greininni ættu veiðigjöldin að vera ríf- lega milljarði króna lægri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Út- reikningar sýna að miðað við fyrri forsendur og útreikninga miðað við nýjustu upplýsingar um afkomu, ættu veiðigjöld að vera 7,2 milljarðar króna í ár. Þetta er um það bil sú fjárhæð sem gert var ráð fyrir í fjár- málaáætlun, 7 milljarðar króna, en frumvarp atvinnu- veganefndar gerir ráð fyrir 8,3 milljörðum króna. Það er því fjarstæðukennt þegar frumvarpið er gagnrýnt á þeirri forsendu að með því verði lagðir of lágir skattar á sjávarútveginn. Gagnrýni á frumvarp atvinnuveganefndar byggist á röngum forsendum} Veiðigjöld enn of há Þriðja stærstahagkerfi evru- svæðisins gæti þrátt fyrir allt fengið að mynda ríkisstjórn sem hefur efasemdir um evruna. Forseti Ítalíu hafði, eftir mikla andstöðu í Brussel og Berlín, hafnað fjármálaráð- herraefni flokkanna sem sigr- uðu í ítölsku þingkosningunum og mynda meirihluta á þingi. Fjármálaráðherraefnið þótti of gagnrýnið á evruna til að hægt væri að leyfa lýðræðinu að hafa sinn gang. Í gærkvöld var greint frá því að meirihlutaflokkarnir hefðu ákveðið að gefa eftir og velja nýtt fjármálaráðherraefni. Þetta var gert undir hótunum um utanþings- stjórn þóknanlega ESB og nýjar kosn- ingar til að lagfæra þær sem elítan í ESB taldi hafa gef- ið ranga niður- stöðu. Þegar þetta er skrifað er bú- ist við að ný stjórn á Ítalíu taki við í dag, föstudag. Sú stjórn verður ekki eins og meirihlut- inn á ítalska þinginu vildi helst hafa hana, en hún gæti engu að síður ruggað báti Evrópusam- bandsins og evrunnar verulega. Fróðlegt verður að sjá hver næstu viðbrögð elítunnar í Brussel og áhangenda hennar verða ef ríkisstjórnin fylgir þeim málum eftir sem ítalskir kjósendur ætlast til. Ítölsku ríkisstjórn- inni var breytt eftir mótmæli valdaelít- unnar í ESB} Breytt í þágu Brussel S kynsemistefnan hlaut afgerandi hljómgrunn í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Um land allt náðu framboð Miðflokksins skínandi árangri, og jafnvel þar sem ekki náðust kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnir hefur byggst upp sterkt samstarf framfara- sinna. Eins og skýrt hefur komið fram í fréttum og umræðuþáttum síðustu daga eru stjórnmála- skýrendur almennt sammála um að Mið- flokkurinn hafi verið sigurvegari sveitar- stjórnarkosninganna. Það er enda full ástæða til, þar sem enginn nýstofnaður flokkur hefur náð jafn góðum árangri á landsvísu í fyrstu sveitarstjórnarkosningum sínum. Flokkurinn hlaut níu sveitarstjórnarfulltrúa, t.d. umtals- vert fleiri en flokkur leiðandi flokksins í ríkis- stjórn. Á nokkrum stöðum hefðu örfá atkvæði í viðbót skilað viðbótarfulltrúum. Og eru þá aðeins talin M- lista framboðin tólf en auk þeirra átti Miðflokksfólk aðild að nokkrum sameiginlegum framboðum sem einnig náðu góðum árangri. Það er mjög ánægjulegt að sjá að stuðningur við Mið- flokkinn á landsvísu festir sig í sessi milli kosninga og tryggir að flokkurinn á nú samtals 16 kjörna fulltrúa á Al- þingi og í sveitarstjórnum. Þessum árangri náði harð- duglegt Miðflokksfólk á aðeins 229 dögum frá stofnun flokksins, sem er fordæmalaust á Íslandi. Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar geta því að sönnu kallast sigur skynsemisstefnunnar, stefnu sem er byggð á að greina úrlausnarefni samfélagsins, leita bestu og skynsamlegustu lausnanna með því að hlusta á öll sjónarmið og vera opin fyrir tillögum úr öllum áttum og taka ákvörðun byggða á rökum. En að því búnu er mikilvægt að standa svo við og berjast fyrir hinni réttu stefnu. Það er því mikill styrkur fyrir viðkom- andi sveitarfélög að fá fulltrúa Miðflokksins inn í sveitarstjórnir, fólk sem mun gera sitt besta næstu fjögur ár til að veita skynsam- legum málum stuðning og framgang en ekki síður veita aðhald þar sem þörf er á. Það er sérstök ástæða til að þakka öllu því geysiöfluga Miðflokksfólki um allt land sem lagði mikið á sig til að þessi góði árangur yrði að veruleika. Það er einstakt að vinna með svo samhentum og jákvæðum hópi fólks. Hópi sem lætur málefni samfélagsins sig miklu varða og er tilbúið að leggja ómældan tíma og vinnu í að bæta nærsamfélagið sitt á grundvelli sameiginlegrar hug- sjónar. Í því birtust stjórnmálin eins og þau gerast best. Með slíkan hóp fólks innanborðs eru Miðflokknum allir vegir færir. Við lögðum af stað fyrir átta mánuðum með þann einbeitta ásetning að stofna stjórnmálahreyfingu sem léti að sér kveða, berðist fyrir skynsemishyggju og rökhyggju í íslenskum stjórnmálum. Stjórnmálahreyfingu sem teygði sig um Ísland allt og ekki yrði litið fram hjá. Það markmið hefur þegar náðst. En við erum rétt að byrja. Framundan eru nýir og spennandi tímar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Pistill Upphaf nýrra tíma Höfundur er formaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is V erði frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar Al- þingis að lögum er áætl- að að veiðigjald fyrir almanaksárið 2018 muni skila ríkissjóði um 8,3 milljörðum króna. Áður hafði verið áætlað að veiðigjald þessa fiskveiðiárs myndi nema um 10,8 milljörðum. Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi meirihluta atvinnu- veganefndar sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar segir að nauðsyn- legt sé að endurákvarða álagningu gjaldsins fyrir almanaksárið 2018 og er m.a. vísað til „þeirra skaðlegu áhrifa sem óbreytt veiðigjald getur haft á íslenskan sjávarútveg og sam- félög um allt land.“ Í samantekt í greinargerðinni segir að engar vís- bendingar séu um markverðar breyt- ingar til batnaðar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins á þessu ári. Allt að fjórföld hækkun Í greinargerðinni kemur fram að álagt veiðigjald næstliðins fiskveiði- árs, 2016/2017, hafi verið 4,5 millj- arðar. Hækkunin hafi lagst misjafn- lega þungt á sjávarútvegsfyrirtæki en dæmi séu um að hækkun veiði- gjalds milli fiskveiðiára hafi verið allt að fjórföld. Veiðigjald á einstakar tegundir breytist með nýju lögunum og lækkar gjald á bolfisk mun meira en á upp- sjávartegundir, en breytingin er mis- jöfn eftir tegundum. Sem dæmi má nefna að veiðigjald á kíló af þorski verður 16,45 krónur, en er núna 22.98 kr. og nemur lækkunin 28%. Á kíló af makríl verður gjaldið þrjár krónur á kíló, en var 3,27 kr. og nemur lækk- unin 8,3%. Lagt er til að afsláttur verði aukinn og komi það minni út- gerðum einkum til góða. Í greinargerðinni er rifjað upp að í mars 2018 hafi endurskoðunar- skrifstofan Deloitte gefið út skýrslu um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt sameiginlegri beiðni vorið 2017 frá þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur og þáverandi for- manni atvinnuveganefndar Páli Magnússyni. Í skýrslunni komi fram að tekjur í sjávarútvegi hafi dregist saman um 25 milljarða árið 2016 eða um 9%. Því tekjutapi hafi verið mætt að hluta með lækkun kostnaðar, einkum hjá stærri félögum, og hafi EBITDA lækkað um 15 milljarða eða 22%. Vegna óhagstæðrar þróunar ytri hagstærða geti EBITDA-afkoma ársins 2017 síðan hafa lækkað um 20- 37% frá fyrra ári. Mikil lækkun framlegðar Sjávarútvegsráðuneytið fór þess á leit við veiðigjaldanefnd 8. mars að hún legði mat á upplýsingar um breytingar í rekstrarafkomu sjávar- útvegs í ljósi veiðigjalds yfirstand- andi fiskveiðiárs. Í svarbréfi nefndar- innar segir að sé gert ráð fyrir að samdráttur í framlegð veiða sam- kvæmt spálíkani veiðigjaldsnefndar milli 2016 og 2017 skili sér að fullu sem lækkun á gjaldstofni veiðigjalds megi ætla að hann hafi lækkað um 35% í botnfiski og 15% í uppsjávar- fiski. Ætla megi að framlegð 2017 í botnfiski hafi lækkað um 31% og framlegð í uppsjávarfiski um 15% frá árinu 2015. „Ef veiðigjald almanaksársins 2018 yrði endurreiknað á grundvelli niðurstöðu spálíkans veiðigjalds- nefndar um 35% lækkun á reikni- stofni í botnfiski og 15% í upp- sjávarfiski mundi gjaldið nema um 7,2 milljörðum kr. að teknu tilliti til áhrifa svonefnds persónuafsláttar. Ekki eru hins vegar forsendur til að láta fyrrgreinda þróun leiða til þess að gjaldið verði að öllu leyti endur- ákvarðað til samræmis við þann út- reikning enda hækkun gjaldsins að nokkru leyti fyrirséð. Því er eðlilegt að greiðendur veiðigjalds taki á sig nokkurn hluta áhrifa þessara breyt- inga ásamt ríkissjóði,“ segir í greinar- gerð meirihlutans. Óbreytt veiðigjald get- ur haft skaðleg áhrif Milljarðar króna á verðlagi hvers árs Veiðigjald (án lækkunar vegna kvótakaupa) Veiðigjald álagt Heimild: Hagstofan 15 10 5 0 Veiðigjöld Gengisvísitala 235 190 145 100 2012/13 2013/14 2014/15 2015/16 2016/17 2017/18 Vísitala meðalgengis fyrra árið Álögð veiðigjöld og vísitala meðalgengis Stefnt er að því að leggja fram frumvarp að nýjum lögum um veiðigjöld við upphaf þings í haust, en frumvarpi því sem lagt var fram á þingi í vikunni er ætlað að brúa bilið til ára- móta. Að óbreyttu er ekki heimild í gildandi lögum um veiðigjald til álagningar veiði- gjalds á landaðan afla í botn- fiskstofnum eftir upphaf næsta fiskveiðiárs, 1. september, en lögin falla úr gildi um næstu áramót. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er reiknað með ýmsum endurbótum í nýju frumvarpi og verður m.a. reynt að komast eins nálægt í tíma raunveru- legri afkomu útgerðarfyrirtækja og kostur er. Gögn sem lögð hafa verið til grundvallar við ákvörðun veiðigjalds hafa verið 2-3 ára gömul og kerfið of seint að mæla sveiflur eins og nú hefur berlega komið í ljós. Reynt verður að stytta þennan tíma um allt að einu ári. Framvegis verða veiðigjöld miðuð við almanaksárið en ekki fiskveiðiár frá 1. september til 31. ágúst. Fyrsta skrefið í þeirri breytingu er stigið með frum- varpinu í vikunni. Gögn mæli sveiflur betur ÁRAMÓTUNUM BREYTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.