Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur samþykkt tillögu stjórnar hljóðritasjóðs um fyrri út- hlutun úr sjóðnum 2018. Alls bár- ust 89 umsóknir og sótt var um ríf- lega 72 milljónir. Samþykkt var að veita 58 styrki, samtals að upphæð 17.650.000 krónur. Styrkt verkefni eru af ýmsum toga og styrk- upphæðir á bilinu 100 þúsund krón- ur til einnar milljónar. Samkvæmt upplýsingum á vef Rannís reyndist gott samræmi í úr- vali tónlistartegunda umsækjenda og þeirra sem hljóta styrk. Sömu sögu megi segja um kynjahlutfall umsækjenda og styrkþega. Hlut- verk hljóðritasjóðs er að efla ís- lenska hljóðritagerð í tónlist með fjárhagslegum stuðningi við útgáfu hljóðrita. Íslensk hljóðrit eru ann- aðhvort unnin og kostuð af íslensk- um aðilum eða í erlendu samstarfi. Hæstan styrk, eina milljón, hlýt- ur Jóhann Helgason fyrir Fjalla- Eyvind & Höllu – Konung öræfa og jökla. Dimma ehf. hlýtur 650 þús. kr. til að hljóðrita disk með frum- sömdu efni eftir Svavar Knút. Leikhópurinn Lotta hlaut sömu upphæð til að hljóðrita söngleikinn Gosa. Tveimur styrkjum að upp- hæð 600 þús. kr. var úthlutað, ann- ars vegar til Alda Music ehf. fyrir plötuna Birgir og hins vegar til Auðuns Lútherssonar fyrir plötuna Auðunn. Fjórir umsækjendur fengu 500 þús. kr. Þetta voru Elín Gunnlaugs- dóttir til að hljóðrita Ferðast um fullveldið – sögur af fullvalda börn- um; Gyða Valtýsdóttir fyrir Epi- cycle II; Nimrod Haim Ron fyirr The Icelandic tuba repertoire og Úlfur Hansson fyrir plötuna Heav- ing Earth. Fimm umsækjendur hlutu 400 þús. kr. Þetta voru Auður Viðarsdóttir fyrir Fyrstu plötu rauðar; Hafsteinn Þráinsson fyrir Ceasetone; Katrína Mogensen fyrir plötu sem ber vinnutitilinn I am not unhappy og Magnús Orri Dags- son fyrir fyrstu plötu sína. Egill Viðarsson hlýtur 350 þús. kr. fyrir fyrtu breiðskífu Andy Svarthol. Níu umsækjendur hljóta 300 þús. kr. Þetta eru Friðrik Guðmundsson fyrir Skipholt; Halldór Smárason fyrir samnefnda hljómplötu; Inga Björk Ingadóttur fyrir Lygna – lýra og söngur; Júlíus Óttar Björg- vinsson fyrir Svo fjarar aftur út – VAR; Karitas Harpa Davíðsdóttir fyrir Karitas – Hedband; Melchior sf. fyrir Hótel Borg; Ólafur Björn Ólafsson fyrir Hulið; Steingrímur Þórhallsson fyrir Myndir af Snorra og Þóra Jónsdóttir fyrir Lífið mitt. Um 17,6 milljónir til 58 verkefna  Fyrri úthlutunin úr hljóðritasjóði Svavar Knútur Elín Gunnlaugsdóttir Jóhann Helgason Gyða Valtýsdóttir Úlfur Hansson Katrína Mogensen Uppselt er á tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á Listahátíð í Reykjavík í kvöld þegar hljóm- sveitin flytur sinfóníu nr. 2 eftir Gustav Mahler, sem einnig er nefnd Upprisusinfónían, undir stjórn Osm- os Vänskäs, heiðursstjórnanda SÍ. Enginn þarf þó að missa af tónleik- unum þar sem þeir verða sendir út í beinu myndstreymi á sinfonia.is og á facebooksíðu hljómsveitarinnar. Söngkonurnar Christiane Karg og Sasha Cooke koma fram á tónleik- unum ásamt Mótettukór Hallgríms- kirkju undir stjórn Osmos Vänskäs, sem þykir einn fremsti Mahler- túlkandi samtímans. Hljóðritanir hans á verkum meistarans með Minnesota-hljómsveitinni hafa feng- ið frábæra dóma og nýjasti hljóm- diskur hans, með fimmtu sinfóníu Mahlers, var nýverið tilnefndur til Grammy-verðlauna. Karg hefur um árabil vakið aðdáun fyrir silkimjúka og tæra sópranrödd sína og er fasta- gestur við Covent Garden- og La Scala-óperuhúsin. Cooke sérhæfir sig í flutningi á tónlist Mahlers og hefur hlotið Grammy-verðlaun fyrir túlkun sína á verkum hans. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og tekur flutningurinn um 90 mínútur. Vinafélag SÍ býður upp á tónleika- kynningu í Hörpuhorni kl. 18.20. Umsjón hefur Árni Heimir Ingólfs- son, listrænn ráðgjafi SÍ. Morgunblaðið/Eggert Mahler nr. 2 á Listahátíð Einbeiting Osmo Vänskä stjórnaði Sinfóníuhljóm- sveitinni á æfingu í gær. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Northern lights“ er yfirskrift tón- leika sem Dómkórinn í Reykjavík heldur í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 17. Tónleikarnir eru upphitun fyr- ir tónleikaferð kórsins til Frakklands, en viku síðar heldur kórinn tónleika í Saint-Étienne-du-Mont-kirkjunni í 5. hverfi Parísarborgar. Á efnisskrá tónleikanna er Sálumessa ópus 9 eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé sem einmitt var organisti við sömu kirkju um langa hríð. Efnisskrá tónleikanna tekur titil sinn frá sam- nefndu verki eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo sem er á dagskrá kórsins. „Yfirskrift tónleikanna í París verður hins vegar „Entends, artisan des cieux“ sem er frönsk þýðing á „Heyr himna smiður“ en samnefndur sálmur og tveir aðrir eftir Þorkel Sig- urbjörnsson eru á efnisskránni. Auk þess syngur kórinn verk eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, sem syngur reyndar með kórnum, Önnu S. Þor- valdsdóttur, Eriks Ešenvalds, Eric Whitacre og Francis Poulenc, auk tveggja annarra verka eftir Duruflé,“ segir Kári Þormar, stjórnandi Dóm- kórsins. „Það má segja að við ráð- umst á garðinn þar sem hann er hæstur að ætla okkur að syngja á frönsku fyrir heimamenn, en við lát- um bara vaða.“ Hafa eitthvað að stefna að Á tónleikunum í Hallgrímskirkju leikur Steingrímur Þórhallsson á org- elið í Sálumessunni. „Þetta er einn erfiðasti orgelundirleikskafli sem til er og því ekki fyrir hvern sem er að spila. Steingrímur verður því miður ekki með okkur í París þar sem hann er sjálfur að fara með eigin kór í tón- leikaferð. Í staðinn leikur Vincent Warnier með okkur, en hann er ann- ar tveggja organista við Saint- Étienne-du-Mont-kirkjuna í París og jafnframt virtur organisti á al- þjóðavettvangi. Núverandi organ- istar kirkjunnar tóku við af Marie Duruflé, ekkju tónskáldsins, sem hafði verið organisti við hlið eigin- mannsins og áfram eftir að hann dó,“ segir Kári og tekur fram að París sé mekka organista, enda mikið af flott- um hljóðfærum í kirkjum borgar- innar. Einsöngvarar í Sálumessunni í Hallgrímskirkju og í París verða Sig- ríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópr- an og Jón Svavar Jósefsson barítón. „Á tónleikunum í Hallgrímskirkju syngur Guðbjörg Hilmarsdóttir sópr- an einsöng í verkinu „Only in sleep“ eftir Lettann Eriks Ešenvalds,“ segir Kári og tekur fram að bæði Guðbjörg og Jón Svavar syngi með kórnum. „Enda eru margir góðir og menntaðir söngvarar sem syngja með kórnum, þótt hann sé að stórum hluta skip- aður leikmönnum,“ segir Kári, en kórfélagar telja á fimmta tuginn. „Við reynum að fara í tónleikaferð á tveggja til þriggja ára fresti, enda alltaf gott að hafa eitthvað að stefna að,“ segir Kári og tekur fram að strax á næsta ári muni Dómkórinn taka þátt í kórakeppni í Salzburg. Tilhlökkun Kórfélagar í Dómkórnum telja á fimmta tug. Kári Þormar stjórnandi er lengst til hægri á myndinni. Sálumessa og norðurljós  Dómkórinn í Reykjavík hitar upp fyrir tónleikaferð með tónleikum í Hallgrímskirkju á sunnudaginn kemur kl. 17 Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Sun 10/6 kl. 20:00 Lokas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Allra síðustu sýningar! Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar um helgina! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 1/6 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Fös 8/6 kl. 20:30 Lokas. Tilnefnd til sex Grímuverðlauna. Allra síðustu sýningar. Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 25/8 kl. 19:30 37.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Lau 1/9 kl. 19:30 38.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fös 24/8 kl. 19:30 36.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.