Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 ✝ SveinbjörnDagfinnsson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1927. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 16. maí 2018. Foreldrar Svein- björns voru Magn- ea Ósk Halldórs- dóttir, f. 11. maí 1897, d. 16. október 1982, og Dagfinnur Sveinbjörnsson, f. 26. júní 1897, d. 14. janúar 1974. Systir Svein- björns var Anna Þuríður, f. 1936, d. 1983. Sveinbjörn kvæntist 16.12. 1950 Pálínu Hermannsdóttur, f. 12.9. 1929, d. 4.4. 2018. For- eldrar hennar voru Hermann Jónasson forsætisráðherra, f. 25.12. 1896, d. 22.1. 1976, og Vigdís Oddný Steingrímsdóttir, f. 4.10. 1896, d. 2.11. 1976. Sveinbjörn og Pálína eign- uðust fimm börn: 1) Hermann, f. 1951, umhverfis- og auðlinda- hagfræðingur. Maki hans var Solveig Lára Guðmundsdóttir. Börn þeirra: a) Benedikt Her- mann, f. 1980. Maki: Auður Jör- undsdóttir. Börn þeirra: Guð- mundur Ari, f. 2007, Þorlákur, f. 2011, b) Kristín Anna, f. 1988. Sonur hennar: Huldar, f. 2014, c) Vigdís María, f. 1990. 2) Vig- dís Magnea, f. 1955, kennari og bóndi. Maki: Gunnar Jónsson bóndi. Börn þeirra: a) Kári Sveinbjörn, f. 1978. Maki: Fríða og Hæstarétti 1961 og var þá yngstur hæstaréttarlögmanna. Sveinbjörn var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1954-58, deildarstjóri og síðar skrifstofustjóri í landbún- aðarráðuneyti 1958-73 og síðan ráðuneytisstjóri 1973-95. Framan af starfsferli sinnti Sveinbjörn margvíslegum lög- mannsstörfum og var m.a. um árabil lögfræðingur Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Sveinbjörn sat í stúdentaráði Háskóla Íslands 1948-49, var formaður Félags frjálslyndra stúdenta 1949-50, sat í stjórn Orators 1950-51, í stjórn Stúd- entafélags Reykjavíkur 1956-57, var formaður Byggingarsam- vinnufélags starfsmanna Stjórnarráðsins 1958-61, sat í yfirkjörstjórn Reykjavíkur 1959-68, í stjórn hestamanna- félagsins Fáks 1962-73 og var formaður 1967-73, sat í stjórn Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs 1987-96, var varaformaður Skógræktar- félagsins 1990-96 og formaður stjórnar Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá 1990-99, formaður búfræðslu- nefndar 1979-92, formaður þriggja nefnda um gerð land- græðsluáætlana 1976-91 og sat í yfirmatsnefnd um lax- og sil- ungsveiði 1982-2007. Sveinbjörn var heiðursfélagi Skógræktarfélags Íslands, hestamannafélagsins Fáks og Landssambands hestamanna- félaga. Sveinbjörn verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, 1. júní 2018, klukkan 15. Thoroddsen. Börn þeirra: Sigríður Magna, f. 2011, Sveinbjörn Búi, f. 2014, Ásgeir Skjöldur, f. 2017, b) Baldur Gauti, f. 1983, Maki: Eyrún Hrefna Helgadótt- ir. Barn þeirra: Eg- ill Ingi, f. 2016, c) Herdís Magna, f. 1987. Maki: Sig- björn Þór Birgisson. Barn þeirra: Birnir Hrafn, f. 2015. 3) Dagfinnur Örn, f. 1959, d. 1959. 4) Lóa Kristín, f. 1961, við- skiptafræðingur. Maki: Karl Andersen læknir. Börn þeirra: a) Thelma Margrét, f. 1985. Maki: Arnór Jónsson. Börn þeirra: Andri Ísar, f. 2012, Ósk- ar Logi, f. 2016, b) Daði Örn, f. 1987. Maki: Hanna Soffía Berg- mann Sverrisdóttir, c) Viktor Orri, f. 1992, Maki: Eva Rut Hjaltadóttir, d) Kristófer Atli, f. 1994. 5) Dagfinnur, f. 1973, heimspekingur og stjórnmála- hagfræðingur. Sveinbjörn lauk barnaskóla- göngu í Austurbæjarskóla. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1947, embættisprófi á fjór- um árum frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1952 og las félaga- rétt við Ludwig-Maximilians- Universität München 1953-54. Hann lauk prófmálum til að flytja mál fyrir héraðsdómi 1955 Saga föður okkar er saga af dyggð. Um ástæður gjörða vísaði hann ekki í kenningar um sið- ferði, hvort sem var um skyldu, lögmál eða afleiðingar. Hann helgaði sig því sem honum þótti hafa gildi í sjálfu sér. Svörin voru með honum í manngerðinni sjálfri. Að græða og rækta landið var ástríða og fræðsla og menntir voru hjartans mál. Hann var ræktarsamur vinur og hlýr faðir sem vakti árvökull yfir velferð af- komenda sinna alla tíð. Hann var, svo sem Einar Benediktsson orti um forföður hans, Sigurð Magnússon á Skúmsstöðum í Landeyjum, „Sú eik er lengst og styrkust stóð.“ Þegar ófriðarský lögðust yfir Evrópu og faðir okkar var um 13 ára var hann sendur í vinnu- mennsku í Landeyjar að Hábæ í Þykkvabæ. Hann sótti hesta- hjörð í haga löngu áður en heim- ilismenn risu úr rekkju og var kominn með hana í hlaðvarpann fyrir átta. Pabbi gleypti í sig, reið af stað með engjafólkinu, og vann á engjum fram undir níu að kvöldi. Við heyhirðingu reið hann fyrir sex heygrinda lest og var lengsta ferð af engjum með vagnalestina milli 5 og 6 klukku- stundir fram og til baka. Þá sagð- ist hann stundum hafa freistast til að koma taumunum fyrir og kasta sér í eina heygrindina til þess aðeins að slaka á og horfa til himins. Þegar aðrir hvíldust kom hann hrossunum í haga og fékk síðan af því sem enn var á borð- um eftir kvöldverð fólksins. Vinnuharkan var honum í blóð borin. Hann var hamhleypa þeg- ar svo bar undir. Embættisprófi í lögfræði lauk hann með hárri einkunn á fjórum árum í stað sex sem algengt var í þá tíð og þegar hann lauk prófmáli fyrir Hæsta- rétti varð hann yngstur hæsta- réttarlögmanna. Að loknum vinnudegi í Stjórnarráðinu vann hann að lögmannsstörfum langt fram eftir kvöldi. Hann var far- sæll og það segir sína sögu að margir af hans nánustu sam- starfsmönnum, hvort sem þeir voru eldri eða yngri, urðu ein- lægir vinir ævina á enda. Það voru fallegar stundir þegar þeir sem yngri voru vitjuðu hans á háum aldri. Fáir áttu erindi jafn víða um Ísland. Hann var hafsjór af fróð- leik um örnefni og það var eins og hann vissi nafnið á hverjum einasta bæ á Íslandi og gjarnan ýmis deili á ábúendum. Á einu skeiði námsáranna ferðaðist hann um landið og bauð Íslend- ingasögur til kaups og á öðru sat hann löngum stundum við stýrið á olíutrukkum. Hann fylgdi tengdaföður sínum í framboðs- ferðir á Strandir þar sem hann kynntist samfélagi liðinna tíma og á löngum ferðalögum skemmtu þeir félagar hvor öðr- um með kveðskap. Hestamaður af lífi og sál og vissi ekkert betra en að sitja hest í íslenskri sum- arkyrrð, til dæmis sinn gamla vin Glaum efst á Arnarvatnshæðum. Þá var hann glaður og hrókur alls fagnaðar og leiddi aðra í söng á ljóði Jónasar. Fram í elli gat hann þulið jafnt tækifærisvísur sem heilu kvæðabálkana eftir ís- lensk og þýsk skáld. Það fannst honum létta lundina og oft þegar við kvöddumst fylgdi hann úr hlaði með setningu úr kvæði: „Bleib ein braver Mensch“; „Vertu hugrakkur maður.“ Umhyggja hans fyrir móður okkar var fegurðin ein. Fyrir ör- fáum vikum fylgdust þau að síð- ustu skrefin hennar og kvöddust af æðruleysi og reisn. Án hennar var hann sem vængbrotinn fugl, slasaði sig eina ferðina enn og þá hafði hann ekki járnviljann og ástina til þess að rífa sig upp. Nú feta þau saman inn í íslenskt sumar og sólarlag. Sú eik er lengst og styrkust stóð er fallin. Góða ferð mín kæru. Dagfinnur Sveinbjörnsson. Hvernig kveður maður þann sem alltaf hefur verið til? Þann sem alltaf var til staðar þegar á þurfti að halda. Vakti yfir velferð allra afkomenda sinna alla tíð. Pabbi minn sat aldrei auðum höndum. Hann vann á yngri ár- um langan vinnudag og að hon- um loknum tóku við verkefni í þágu fjölskyldu og hemilis. Hann byggði íbúðarhús fyrir fjölskyld- una og síðar sumarbústað við Þingvallavatn sem var sælureit- ur foreldra minna. Hann átti mörg áhugamál sem hann sinnti af heilum hug og lagði víða gjörva hönd á plóg. Hann var hestamaður; rækt- aði hesta og tamdi. Hann ferðað- ist um landið á hestum og hann sinnti líka félagsmálum hesta- manna. Hann var formaður Fáks þegar félagið var á tímamótum og var að byggja upp svæðið í Víðidalnum auk þess sem nýir tímar voru að renna upp í tamn- ingu og umhirðu hrossa með auknum samskiptum við um- heiminn. Hann vann af eljusemi að þessum hagsmunamálum hestamennskunnar. Hann var skógræktarmaður og var yfirleitt farinn að setja niður plöntur hvar sem hann hafði aðstöðu til. Á þeim vett- vangi sinnti hann líka félagsmál- um og sat í stjórn Skógræktar- félags Íslands um árabil. Hann stundaði skíði, synti, gekk og naut útivistar. Hann stundaði skotveiði og stangveiði, spilaði brids og ferðaðist innan- lands og utan. Hann reyndi að virkja afkom- endur sína með í áhugamálin – með misjöfnum árangri að vísu því manni fannst ekki að maður hefði alltaf tíma. En þegar litið er til baka þá spyr maður óneitan- lega hvar hann fann tíma til að gera allt sem hann kom í verk. Hann hafði alltaf líka tíma fyrir vini og fjölskyldu. Honum leið best í góðra vina hópi og með fjöl- skylduna í kringum sig eftir annasaman dag og talsvert stúss og bras. Fjölskyldan og heimilið var alltaf það allra mikilvægasta. Hann fylgdist grannt með okkur afkomendunum og hafði miklar meiningar um það hvernig við ættum að haga okkar lífi og við fengum alveg að vita hans álit. Eftir að ég flutti til Egilsstaða var það ekki síst hann sem sá um að halda góðu sambandi. Hann hringdi oft og á hverju sumri komu þau foreldrar mínir í heim- sókn og áttu hjá okkur nokkra daga. Börnin mín kynntust vel afa og ömmu sem bjuggu hinum megin á landinu og hjá þeim átt- um við öll vísan samastað þegar dvalið var í höfuðborginni. Þar var alltaf hægt að sveigja hlutina að okkar þörfum og fundinn tími til að eiga stundir saman og gera eitthvað með börnunum. Þannig voru skapaðar dýrmætar minn- ingar sem munu búa með okkur öllum og eiga sinn þátt í því hver við erum. Á rúmum mánuði höfum við systkinin kvatt báða foreldra okkar. Við áttum elskulega og umhyggjusama foreldra og í huga mínum er þakklæti og söknuður. Í dag er lokað kafla þar sem þau eru þátttakendur í okkar lífi. Þau eru okkur ekki lengur samferða. Ég mun sakna þess að geta ekki sagt föður mínum frá því sem er um að vera hjá mér og fá hans álit. Kannski munu þau samtöl samt eiga sér stað í huga mér; því það er ekki hægt að kveðja alveg þann sem alltaf hef- ur verið til. Takk fyrir samferð- ina elsku pabbi minn. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir. Genginn er tengdafaðir minn Sveinbjörn Dagfinnsson hæsta- réttarlögmaður. Ungur stóð ég í anddyrinu á heimili hans í Hvassaleiti. Vonbiðill Lóu, dótt- ur hans. Hann spurði mig hvort ég væri íþróttamaður. Ekki gat ég gert tilkall til slíks titils. Hann hafði spilað handbolta með Vík- ingi á yngri árum. Vörpulegur maður og kvikur í hreyfingum. Hann tók mér vel og ég fann strax að ég var velkominn í fjöl- skylduna. Síðar kom í ljós að við áttum mörg áhugamál sameigin- leg. Eitt þeirra var íslenskt mál. Ósjálfrátt vandaði ég málfarið í viðræðum við Sveinbjörn. „Þú ert glænepjulega til fara,“ sagði hann stundum. Hann var vel rit- fær og skrifaði skemmtilegan og hnitmiðaðan texta. Enginn skrif- aði vinum sínum fegurri eftir- mæli. Íslensk náttúra var okkur báð- um hugleikin. Ótal ferðir fórum við austur í Kampholt í gegning- ar eða gróðursetningar. Austur í bústað eða að Kletti. Gengum til rjúpna og lágum fyrir gæs. Kennileiti og bæjarnöfn. Stað- hættir og saga. Andardráttur náttúrunnar. Að mörgu varð ég fróðari eftir þær ferðir. Einum kennt, öðrum bent. „Vegurinn liggur um Hrafnabjargarháls en ekki Lyngdalsheiði,“ sagði hann. Það skyldi farið rétt með. „Þarna heitir Lyklafell,“ sagði hann. „Þaðan og í Vífilsfellið liggja mörkin við Árnessýslu.“ Hann kynnti mig fyrir stelk og jaðrak- an. Lífinu í landinu og fólkinu sem þar bjó. Sveinbjörn var mikill hesta- maður. Hann minntist hesta- ferða um heiðarveg og hálendi Íslands í góðra vina hópi. Þá hafði hann oft yfir ljóð Jónasar með blik í auga: Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég klári beitt; þar er allt þakið í vötnum þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir Norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér; ískaldur Eiríksjökull veit allt sem talað er hér. Síðar átti ég eftir að kynnast mörgum af þeim fjölmörgu sem hann hafði átt samskipti við á lífsleiðinni. Þá fann ég vel hvað hann naut mikillar virðingar og vináttu hjá samferðamönnum sínum. Sveinbjörn var mikill skóg- ræktarmaður. Hann horfði með stolti til þess starfs sem hann skildi víða eftir sig og hafði á orði að þessi gróður auðgaði landið og yrði komandi kynslóðum til ánægju og yndisauka. Sveinbjörn var mikill fjöl- skyldumaður. Hann lagði mikið upp úr að stefna til sín fjölskyld- unni þegar tækifæri gáfust og gleðjast í góðra vina hópi. Þar var hann hrókur alls fagnaðar og naut sín hvað best. Skipulagði og stjórnaði af innlifun. Þar var oft rökrætt um menn og málefni. Um margt vorum við ósammála en aldrei varð okkur sundurorða. Ellin varð Sveinbirni þung- bær. Ég vitjaði hans á dánarbeði. Þá var hann þrotinn að kröftum, aldurhniginn en ósigraður. Hafði nýlega fylgt eiginkonu sinni til grafar. Það var ljóst að hverju stefndi. Á kveðjustund kallaði hann mig til sín og þakkaði fyrir allt. Handtakið þétt. Augnaráðið hlýlegt. Ró yfir svipnum og æðruleysi. Á því andartaki viss- um við báðir að komið var að leið- arlokum. Kveðjurnar yrðu ekki fleiri. Það er mitt að þakka. Karl Andersen. Elsku afi. Við vissum bæði að þessi dagur myndi koma, og nú er hann kominn. Dagurinn sem við kveðjumst. Að þurfa að kveðja þig núna, aðeins sex vik- um á eftir ömmu, er sárt, en jafn- framt fallegt. Það minnir okkur á hvað þið voruð sterk saman. Að þið gátuð ekki hvort án annars verið. Þið genguð hlið við hlið í gegnum lífið, í 70 ár. Afi er lítið orð með stóra merkingu. Fyrir mér varst þú sá eini. Þú varst vitur og geislaðir frá þér sjálfsöryggi. Varst hrein- skilinn en laus við hroka. Þú elsk- aðir fjölskylduna meira en allt og varst ekki feiminn við að sýna það. Þú naust þess að hafa þína nánustu þér við hlið og þú hélst ræður um það um jólin. Þú sagðir sögur af hestaferðum og af barnabörnum sem léku sér á vindsængum á Hvítá og borðuðu ís. Þú gast aldrei slitið símtali öðruvísi en að biðja að heilsa ein- hverjum. Þú varst góður. Þú varst afi. Við fórum saman í ótal hesta- ferðir og útreiðartúra. Við veidd- um silung í Þingvallavatni. Við fórum í helgarferðir upp í Kamp- holt til að gefa og borðuðum smurt nesti frá ömmu og drukk- um Swissmiss. Þú kenndir mér um fjöllin og árnar á leiðinni austur og hlýddir mér stundum yfir á leiðinni heim. Við höfum alla tíð átt sérstakt samband þú og ég. Ég held að við höfum haft lag á að skilja hvort annað. Það leyndi sér ekki þegar maður tal- aði við þig að þú hefðir áhuga á að vita meira og þú fékkst litla sál til að líða eins og jafningja. Takk afi. Þú barst ekki bara virðingu fyrir öðrum heldur líka fyrir sjálfum þér. Þú varst stoltur og samkvæmur þér og það er eitt af því sem ég dýrkaði við þig. Á efri árum fannst þér erfitt að þurfa að þiggja hjálp frá öðrum. Enn erfiðara þótti þér að horfa upp á ástina þína, hana ömmu, fjara hægt inn í þoku minnisleysis. Þú gast ekki annað en deilt hennar tilfinningum um hjálparleysi og ringulreið. Sá tími sem þið eydd- uð hvort á sínu hjúkrunarheim- ilinu var þér erfiður. Þrátt fyrir drauminn um að flytja aftur heim í Hvassaleitið voru síðustu árin ykkar ömmu á Sóltúni góð. Þú varst hennar klettur. Síðasta stundin sem við áttum saman var daginn sem amma var jörðuð. Við áttum dýrmæta stund og mér fannst ég skynja hjá þér sátt. Í augum þínum var sorg en líka léttir. Stundum get- ur lífið verið ósanngjarnt en það átti ekki við um þig. Þú gerðir þitt líf að því sem það var. Þú átt- ir langt og gott líf og farsælt hjónaband. Þú lifðir stoltur fram á síðasta dag og ert loksins kom- inn aftur heim til ömmu. Takk fyrir allt, elsku afi. Þín verður minnst með söknuði, virðingu og þakklæti. Sterkari fyrirmynd er varla hægt að hugsa sér. Ég bið að heilsa. Ástarkveðja, Thelma. Þá ert þú farinn, afi. Þú sem hefur verið svo stór og mikilvæg- ur hluti af mínu lífi alla tíð. Það er sárt að hugsa til þess að þín njóti ekki lengur við. Ég bý að ótal minningum um samverustundir með þér og ömmu; skíðaferðir, reiðtúrar í Víðidal og fyrir austan, ferðalög um landið og sumarbústaðaferðir í Kusukot þar sem veiddar voru murtur og siglt um vatnið á norska innfjarðarbátnum. Þá bjó ég hjá ykkur heilan vetur þegar ég var í skóla hér fyrir sunnan en þið amma tókuð einstaklega vel á móti mér. Sem strák að alast upp á Egilsstöðum var það ávallt til- hlökkunarefni að koma í heim- sókn til þín og ömmu. Manni leið alltaf vel í samveru með þér enda geislaði frá þér hlýju og einlæg- um velvilja og var þar aldrei brestur á. Síðar, á fullorðinsár- um, stóðstu mér einnig ætíð nærri. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með hvernig þú tókst á við líf- ið samfara háum aldri. Staðfast- ur í að ná bættri heilsu, fara að keyra aftur, synda og sinna áhugamálum. Þá gættirðu trygg- lyndis gagnvart nákomnum og heimsóttir ömmu á hverjum degi þar til þú fluttist á Sóltún til hennar. Sama hvernig á stóð þá fann ég það að þér var ávallt um- hugað um minn hag, þú kvaddir ætíð einlæglega og baðst fyrir kæra kveðju til minnar fjöl- skyldu. Þín verður sárt saknað, elsku afi, kæri vinur minn. Kári Sveinbjörn. Nú hefur afi Sveinbjörn fengið hvíldina, rétt rúmlega mánuði á eftir ömmu Dollý. Hann saknaði ömmu óheyrilega mikið eftir þeirra sjötíu ára samlíf og því er hægt að gleðjast yfir því að þau séu nú saman. Þó er alltaf erfitt að kveðja. Ný og sérstök tengsl höfðu myndast milli mín og afa síðustu vikurnar. Eftir að amma dó áttum við afi nefnilega nokkr- ar stundir saman bara við tvö og eru þær mér nú mjög dýrmætar. Ég hefði gjarnan viljað fleiri slík- ar stundir. Það var afa mikilvægt að rækta fjölskylduböndin og að við afkomendur hans kynntumst og ættum góð tengsl. Regluleg fjöl- skylduboð voru haldin í Hvassa- leitinu og þegar við barnabörnin stækkuðum fékk afi þá hugmynd að halda pizzuveislur og sló það í gegn hjá okkur unglingunum þó pizzurnar styngju örlítið í stúf við tímalaust andrúmsloftið í Hvassaleiti. Afi kveikti iðulega upp í arninum og það var einmitt við arininn sem var svo gott að spjalla við afa við ylinn frá eld- inum. Í Kusukoti, sumarbústað ömmu og afa við Þingvallavatn, ríkti ávallt yndisleg kyrrð og ró. Þar leið afa vel því hann var mik- ið náttúrubarn og fannst gott að hafa nóg að gera og ýmislegt að dytta að. Það var gaman að fylgja afa í því sem hann tók sér fyrir hendur í Kusukoti. Þar átti hann í áralöngu vinasambandi við kríu sem kom þangað hvert sumar, þar sem hann skildi eftir mylsnu handa henni á pallinum. Krían kom alltaf aftur þó hún flygi fram og til baka yfir hnöttinn á milli, ár eftir ár átti hún tryggan vin í afa Sveinbirni. Ég er þakklát fyrir þær stund- ir sem ég átti með afa, og fyrir það að sonur minn fékk að kynn- ast langafa sínum. Við minnumst hans með mikilli hlýju og kveðj- um hann með söknuði. Kristín Anna Hermannsdóttir. Sveinbjörn Dagfinnsson var í hópi þeirra fjölmörgu Íslendinga sem töldu það skyldu sína að end- urheimta landgæði með gróður- setningu trjáplantna og verndun gróins lands. Hann var ötull bar- áttumaður fyrir bættri umgengni og virðingu fyrir landsins gæðum og lagði sig fram um að styðja við skógræktarstarf um allt land. Sveinbjörn og eiginkona hans, Pálína Hermannsdóttir sem lést í apríl á þessu ári, áttu langa og Sveinbjörn Dagfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.