Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 ✝ Guðrún ElínKlemensdóttir fæddist á Brekku í Svarfaðardal 26. október 1934. Hún lést á Dalbæ, dvalarheimili aldr- aða á Dalvík, 19. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigurlaug Halldórsdóttir, f. 2. nóvember 1910, d. 4. desember 1988, og Klemens Vilhjálmsson, f. 3. nóvember 1910, d. 19. júlí 1983. Systir Guð- rúnar var Kristín Sigríður Klemensdóttir, f. 5. október 1935, d. 16. janúar 2012. Bróðir mæðraskólann á Laugalandi og fór síðan í handavinnudeild Kennaraskólans haustið 1957. Kennsla var aðalstarf Guð- rúnar Elínar. Hún kenndi fyrstu árin eftir nám á Ísafirði og Ólafsfirði en lífsstarfið var við Dalvíkurskóla um áratuga skeið. Hún kenndi lengst af handavinnu en síðustu árin einnig stærðfræði og var í sér- kennslu. Þegar Guðrún Elín varð áttræð héldu fyrrverandi nemendur hennar sýningu á handavinnu í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Það voru nokkr- ir samkennarar hennar sem jafnframt höfðu verið nemendur hennar sem söfnuðu saman sýn- ishornum af handavinnu frá ár- unum 1962-1972 sem var unnin var af 9-15 ára gömlum stúlkum. Útför Guðrúnar Elínar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 1. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Guðrúnar, óskírð- ur, lést tæplega mánaðar gamall ár- ið 1935. Uppeldis- bróðir Guðrúnar er Sigurður Marinós- son, f. 10. júlí 1945. Hálfsystir Guð- rúnar er Ingunn Klemensdóttir, f. 22. nóvember 1929. Sonur Guðrúnar Elínar er Halldór Ingi, f. 18. febrúar 1962, dóttir hans og Unnar Árnadóttur er Elín Inga Halldórsdóttir, f. 8. ágúst 1990, maki Þorgeir Þór Friðgeirsson, f. 14. apríl 1990. Guðrún Elín gekk í Hús- Elsku amma. Það er komið að leiðarlokum. Þegar kemur að því að skrifa kveðjuorðin hrannast minning- arnar upp í huganum. Samveru- stundirnar í Brekku, sundferðirn- ar, berjaferðirnar og bíltúrarnir. Eftir að ég flutti að norðan urðu samverustundirnar eðlilega færri en símtölin þeim mun fleiri því ekki vildir þú missa sam- bandið við ömmuskjóðuna þína. Þú fylgdist vel með því sem ég tók mér fyrir hendur hvort sem það var nám eða starf. Þú reyndir hvað þú gast að fá mig til að prjóna eða sauma. Það sem ég átti að skila af mér í saumum í skólanum kláraðir þú vanalega. Alltaf fékk ég að ráða hvað var í matinn og yfirleitt hringdir þú kvöldið áður en ég kom í heim- sókn og spurðir hvað mig langaði í. Þú varst ekki vön að láta hafa mikið fyrir þér, og þannig ákvaðst þú að hafa það síðasta spölinn. Elsku amma, ég vona að þér líði vel núna, ég sé ykkur Göggu sitja saman yfir kaffi og rjóma- pönnukökum í blómabrekkunni. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Matthías Jochumsson) Þín Elín Inga. Glæsileg og gjörvuleg var frænka mín, sem settist í handa- vinnudeild Kennaraskólans haustið 1957. Að henni í báðar ættir stóðu sterkir eyfirskir stofnar, en Brekka í Svarfaðardal var æskuheimilið og kjölfestan. Guðrún Elín ólst upp við þriggja kynslóða heimilishald og síðar þegar systir hennar Kristín og Gunnar maður hennar tóku við Brekku bjuggu þar áfram for- eldrar þeirra systra, Sigurlaug og Klemens. Brekka var áratugum saman einstakt heimili og faðmur fólksins þar umvafði margan gestinn. Gunnella, eins og hún var ætíð kölluð, átti ekki langt að sækja handavinnuáhugann. Amma okk- ar á Bakka var einstök prjóna- kona og dætur hennar flestar hannyrðakonur og handavinnu- kennarar. Gunnella var með ein- dæmum öguð, iðjusöm og vand- virk, enda varð hún fremst meðal jafningja á lokaprófinu sem handavinnukennari, sem og áður í Húsmæðraskólanum á Lauga- landi. Í minningunni finnst mér að á heimili foreldra minna í Skipa- sundi hafi meira eða minna komið og eða dvalið glæsilegar og lífs- glaðar frænkur úr Svarfaðardal og Ólafsfirði. Gunnella dvaldi hjá okkur í tvo vetur meðan hún nam kennslufræði handmennta í borg- inni. Þetta var á unglingsárum mínum og deildum við Gunnella herbergi. Engin frænka varð mér því eins nákomin og hún mótaði mig á margan hátt. Sennilega hef- ur unglingurinn ekki alltaf verið móttækilegur fyrir góðum ráð- um, en þau síuðust inn. Ég leit mjög upp til hennar og dáði hana sem og fleiri frænkur mínar og mikið fannst mér eftirsóknarvert ef ég gæti orðið „eins og þær“ þegar ég yrði stór. Gunnella kenndi fyrstu árin eftir nám á Ísafirði og Ólafsfirði, en lífsstarfið var á Dalvík og kenndi hún þar um áratugaskeið. Í heiðursskyni við hana áttræða héldu fyrrverandi nemendur hennar sýningu á vönduðum handavinnugripum í Menningar- húsinu Bergi á Dalvík, sem þeir höfðu unnið undir handleiðslu hennar. Kennari getur tæpast fengið betri vitnisburð frá nem- endum sínum. Dætur mínar héldu mikið upp á Gunnellu, en hún tók að sér að gæta þeirra fyrir foreldrana í nokkra daga upp úr 1980. Í mörg ár fékk ég að heyra hvað hún hefði eldað góða eggjaköku, hvaða bækur hún hafði lesið fyrir þær o.s.frv. Þær eiga líka fallega handavinnu frá henni – útsaum- aðar jólamyndir sem og heklaðar jólabjöllur sem halda áfram að ylja og gleðja. Ekki má gleyma bútasaumnum. Gunnellu var mik- ils virði félagsskapur kvenna um bútasaum. Listfengi hennar og vandvirkni naut sín afar vel við að setja saman litríka fleti í borðdúk eða rúmteppi. Ein mesta hamingjan í lífi frænku var þegar hún eignaðist Halldór Inga. Mér er fyrir minni hvað ég hreifst af honum þar sem hann stóð tveggja ára gamall á hlaðinu í Brekku með útsýninu fagra yfir fjöll og grundir, svo glaðbeittur og myndarlegur. Hann var hvers manns hugljúfi og mikið eftirlæti enda fyrsta barnabarn þeirra Laugu og Klemensar. Sagan endurtók sig síðan með barnabarn Gunnellu. Elín Inga var sólargeislinn í lífi ömmu sinnar og var mjög kært með þeim – allt til hinstu stundar. Innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gunnellu. Sigrún Magnúsdóttir. Móðursystir okkar, Guðrún Elín, var ávallt Gagga í huga okk- ar systkinanna en það var í raun gælunafn mömmu. Það var þó viðeigandi að þær systur bæru sama gælunafn því þær voru afar nánar, enda aðeins þrjú ár á milli þeirra. Svo eignuðust þær fóstur- bróður þegar þær nálguðust ung- lingsaldur og þeirra sameiginlegi staður var Brekka. Þegar við ól- umst upp í Brekku var Gagga, ásamt syni sínum Halldóri, ein af heimilisfólkinu þótt hún byggi og kenndi á Dalvík. Hún kom hverja helgi og dvaldi þar meira eða minna á sumrin. Hennar vígi og sérþekking í sveitastörfunum var rakstur. Hún rakaði hraðar og betur en allir aðrir og þótti ef- laust við á stundum vera frekar áhugalaus um þetta göfuga hreinsunarstarf. Hún var líka hamhleypa í berjatínslu. Við systur bjuggum allar hjá Göggu á unglingsárum okkar þegar við vorum á Dalvík og öll sumrin sem við unnum í fiskvinnslu eldaði hún ofan í okkur hádegismat. Temmi átti líka skjól hjá henni þótt hann væri annars á heimavist og fór hún jafnvel á foreldrafundi með honum. Við litum á það sem sjálf- sagðan hlut en eftir á að hyggja er það meira en svo að opna heimili sitt fyrir fjórum unglingum. Handavinna var hennar kennslugrein og hún var einkar vandvirk. Allt varð að vera óað- finnanlegt í frágangi. Hún saum- aði oft föt á okkur systkini, eink- um spariföt, grænu flauelsfötin á Temma, smáköflóttu svunturnar og bláu kjólana á okkur systur. Fermingarfötin. Stúdentsfötin. Eitt sinn neitaði Temmi að fara í spariföt þar sem honum þótti buxurnar í styttra lagi og þótt veislugestir væru teknir að streyma að vílaði hún það ekki fyrir sér að spretta upp saumum, síkka og sauma aftur svo barnið væri sómasamlega klætt í sjö- tugsafmæli afa síns og ömmu. Á seinni árum gat hún frekar sinnt því sem henni þótti skemmtilegra, ekki síst búta- saumi og eigum við öll falleg rúm- teppi, dúka, pottaleppa og annað eftir hana. Gagga var greind og stærð- fræði lá vel fyrir henni eins og afa okkar og pabba hennar. Eflaust hefði hún getað farið lengra á menntabrautinni ef aðstæður hefðu verið aðrar. Kvenna af hennar kynslóð beið oft að beygja sig undir skyldur sem aðrir ætl- uðu þeim og ekki allra að taka því án eftirsjár. Göggu þótti lífið stundum mótdrægt, var gagnrýn- in og lét ekki teyma sig neitt í um- ræðum. En unga kynslóðin, þriðja kynslóðin, í fjölskyldunni var utan þeirrar gagnrýni. Elín Inga, sonardóttir hennar, var augasteinn alla tíð. Ömmubörn systur hennar voru líka hennar ömmubörn, þar gat hún sýnt væntumþykju og kærleik sem hún bjó yfir en sparaði stundum gagnvart öðrum. Jafnvel á síð- ustu ævidögunum þegar orkan var horfin og minnið að hverfa, dásamaði hún myndir eftir þær Gullbrekkusystur sem skreyttu veggina í herberginu hennar á Dalbæ. Eflaust höfum við ekki gert okkur fyllilega grein fyrir því hversu missir hennar var mikill þegar móðir okkar dó fyrir sex árum. Þær systur hittust nánast á hverjum degi og töluðu saman í síma oft á dag. Síðustu dagana í þessu lífi leitaði hún systur sinnar og talaði um hana. Þær hafa nú náð saman aftur og munu hvíla hlið við hlið í kirkjugarðinum á Tjörn, við fuglasönginn í Svarfað- ardalnum undir háum fjöllunum. Halldóri og Elínu Ingu vottum við okkar dýpstu samúð við fráfall móður og ömmu. Hafðu kæra þökk fyrir allt, kæra Gagga okkar. Guðrún Þóra, Sigurlaug Anna, Steinunn Elva, Klemenz Bjarki. Guðrún Elín Klemensdóttir betur fer yljað okkur við minn- ingar af ljúflingi góðum sem okk- ur þótti öllum svo ósköp vænt um. Kæra Marta og synir, missir ykkar er mikill. Hugur okkar allra í LV er hjá ykkur og við biðjum þess að góður Guð megi veita ykkur styrk á þessum erf- iðu tímum. Blessuð sé minning Þórarins Arnarsonar. Fyrir hönd Lúðrasveitar verkalýðsins, Rannveig Rós Ólafsdóttir. Vertu dyggur, trúr og tryggur, tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur, athuga ræðu mína. (Hallgrímur Pétursson) Þessi orð skáldsins lýsa vel okkar ljúfa og trausta vinnu- félaga, sem nú er farinn frá okk- ur. Hann Þórarinn var sannar- lega hvers manns hugljúfi, jákvæður og bóngóður, enda treyst fyrir margs konar verk- efnum, jafnt faglegum fyrir stofnunina og fyrir starfsmanna- félagið okkar. Eitt af verkefnun- um var að innleiða jafnlauna- stefnu á Orkustofnun og engum var betur treystandi fyrir því verkefni en honum; um það voru allir sammála. Hann smitaði okk- ur öll með áhuga sínum og bjart- sýni á því að það tækist að koma á jafnlaunastefnu og jafnrétti hér á landinu bláa. Hann var mjög meðvitaður um að jafnrétti tekst ekki nema allir vinni heimavinn- una sína, og skemmtilegt var að ræða við hann um hve nauðsyn- legt væri að hann og aðrir fjöl- skyldufeður, gættu þess að „strákarnir okkar“ væru aldir upp með jafnréttið að leiðarljósi. Missir okkar vinnufélaga hans er mikill, en óumræðilegur er missir strákanna hans og fjöl- skyldu hans allrar, bið um styrk þeim til handa nú og um alla framtíð. Þakka ljúflingnum Þórarni samveruna á Orkustofnun, skarð hans verður aldrei fyllt. Kveðja, Hrafnhildur, Orkustofnun. Fregnin um að vinur minn hann Þórarinn hefði kvatt þenn- an heim var lengi að rótast um í höfðinu á mér áður en ég skildi að hún væri staðreynd sem ekki yrði breytt. Auðvitað er maður aldrei búinn undir að fá slíkar harmafregnir en þegar svona traustur og góður vinur kveður svo skyndilega er sem veröldin stöðvist og ekkert verður samt aftur. Við höfðum þekkst í nærri 30 ár og þó að hin síðari ár hefðu færri tækifæri gefist til að rækta vinskapinn breytti það engu. Í hvert skipti sem við hittumst var eins og við hefðum sést síðast í gær, hann var þannig vinur, traustur, áreiðanlegur, skarp- greindur og alltaf gaman að hitta hann. Á erfiðum stundum er gott að eiga nóg af minningum að rifja upp og allan þennan tíma sem við þekktumst hlóðst inn í minninga- bankann. Þórarinn var yfirburða náms- maður, bæði skarpgreindur en líka ótrúlega samviskusamur og duglegur. Eiginlega litu bara all- ir frekar illa út í samanburðinum en það verður þó að segjast að það var alltaf gott að geta leitað til vinar síns þegar þýskustíllinn var of mikið torf eða stærðfræðin torskilin, aldrei kom maður að tómum kofunum. Eftir fyrsta ár- ið í efnafræði í HÍ skildi leiðir í náminu en við vorum ennþá góðir vinir og ég á góðar minningar um fjölmargar útilegur sem voru farnar í góðum hópi enda Þór- arinn mikill útivistarmaður og náttúruunnandi. Þó að fram- haldsnámið hafi verið sótt á vest- urströnd Bandaríkjanna breytti það engu um okkar vinskap. Hann undi sér vel í landi alls- nægtanna en það var sumt sem þar skorti sárlega og í Íslands- heimsóknum var alveg fastur lið- ur að fara í sund og fá sér pylsu með öllu. Einn daginn held ég að við höfum afrekað að heimsækja fjórar pylsusjoppur í jafnmörg- um sveitarfélögum. Mér er líka minnisstætt þegar ég heimsótti Þórarin og Mörtu í Seattle hvað þar var vel tekið á móti mér og gestinum sýnt allt það markverðasta bæði í borg- inni en ekki síst í gríðarfallegri náttúrunni þar í kring. Fórum til dæmis í magnaðan hjólatúr um vínekrur rétt utan við borgina, man að bakaleiðin sóttist heldur seint enda margt sem fyrir augu bar. Þórarinn var mikill fjölskyldu- maður og þegar þau fluttu heim voru börnin orðin fjögur talsins. Hann var stoltur af drengjunum sínum og ég fékk fréttir af þeim í hvert sinn sem við hittumst. Hin síðari ár var greinilegt að fjöl- skyldan og vinnan tóku mest af hans tíma eins og gengur og minna var aflögu fyrir vini og kunningja. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja góðan vin og þakka honum samfylgdina. Einn daginn hittumst við svo aftur, tökum upp þráðinn og þá verður eins og við hefðum hist í gær. Elsku Marta og synir, mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ómar Gísli. Þórarinn Sveinn Arnarson Í dag kveðjum við félagar í Rótarý- klúbbnum Görðum félaga okkar og vin Jón Sveinsson. Jón var einn þeirra er stofnuðu klúbb- inn 6. desember 1965 og var síðar gerður að heiðursfélaga. Meðan heilsan leyfði var Jón virkur í starfi klúbbsins og gegndi m.a. forsetaembættinu. Hann lét til sín taka á fundum og gekk í störf klúbbsins af þeim einlæga áhuga og dugnaði sem einkenndu hann. Jón Sveinsson var athafna- maður sem ekki fór troðnar slóðir. Ungur fór hann til Danmerkur þar sem hann nam tæknifræði og var einn af fyrstu Íslendingunum sem luku slíku námi. Árið 1961 stofnaði Jón það fyrirtæki sem hann var lengst af kenndur við, Skipasmíðastöðina Stálvík í Arnarnesvogi. Þegar lagt var af stað töldu margir að slíkt fyrirtæki ætti litla möguleika í samkeppni við erlenda skipasmíð- arisa en þegar upp var staðið er á því enginn vafi að Stálvík markaði spor í atvinnusögu Íslands. Þar var smíðaður fjöldi skipa og meðal þeirra fyrsti skuttogarinn sem var smíðaður hérlendis. Jón lagði gjörva hönd að mörgum nýjung- um í smíði skipa í Stálvík og má þar sérstaklega nefna hönnun sem varð til þess að Stálvíkurskipin eyddu mun minna eldsneyti en önnur togskip. Um tíma var Stálvík stærsta Jón Þórarinn Sveinsson ✝ Jón ÞórarinnSveinsson fæddist 11. apríl 1925. Hann lést 18. maí 2018. Útför Jóns fór fram 31. maí 2018. fyrirtækið í Garða- bæ og þar og í fyrir- tækjum sem voru í tengslum við ný- smíðar þess störfuðu á fjórða hundrað manns. Þótt róður- inn væri stundum erfiður og krefjandi lét það Jóni Sveins- syni vel að standa í stafni og stöðugt hugsaði hann um hvað væri hægt að aðhafast til þess að ná sem bestri útkomu bæði hjá fyrirtækinu og þeim að- ilum sem það var að vinna fyrir. Auðvitað varð það honum áfall þegar svo fór að lokum að stjórn- valdsaðgerðir gerðu rekstur fyr- irtækis hans næstum ómögu- legan. Það gustaði oft um Jón Sveins- son og það gustaði af honum. Hann var baráttumaður sem þótti í senn framsýnn og réttsýnn en lét ekki hlut sinn ef því var að skipta. Hann var líka félagsmálamaður og auk starfa fyrir Rótarýhreyf- inguna, má nefna að hann var um árabil formaður Tæknifræðinga- félagsins, var um tíma í bæjar- stjórn Garðabæjar og forseti bæj- arstjórnar eitt kjörtímabil. Með Jóni Sveinssyni er geng- inn maður sem var á margan hátt á undan sinni samtíð. Maður sem trúði því einlæglega að Íslending- ar gætu staðið á eigin fótum í at- vinnulífinu og framleitt það sem þyrfti til þess að hægt væri að nýta hin dýrmætu fiskimið við landið sem allra best. Þegar slag- urinn stóð sem hæst var hann kannski ekki alltaf metinn að verðleikum en sagan mun dæma verk hans þannig að hann hafi ver- ið brautryðjandi sem markaði um- talsverð spor. Við Rótarýfélagar söknum vinar í stað. Manns sem heilsaði félögum sínum með bros á vör og vingjarnlegu fasi, lagði alltaf gott til málanna og var reiðubúinn ef til hans var leitað. Við sendum aðstandendum Jóns Sveinssonar hugheilar samúðar- kveðjur. Við munum heiðra og varðveita minningu hans. Jón Benediktsson, forseti Rótarýklúbbsins Görðum. Kynni okkar hófust í Villunni og entust ævilangt. Villan var hús í Hellerup þar sem nokkrir Hafn- arstúdentar höfðust við og var þar gestkvæmt. Jón Sveinsson var aufúsugestur. Sonur minn og eiginkona lögðust á eitt með mér að fá Jón með okkur í páskafrí suður í Evrópu. Ég átti þá dverg- vaxinn þýskan bíl, að hluta úr tré, sem samstúdentar kölluðu „saumavélina“. Henni kom Jón áfallalaust suður Lüneborgar- heiði og hvíldumst við svo í mið- aldaþorpum og við heilsulindir í vikutíma. Þarna var grunnur að ævilangri vináttu lagður. Árin liðu og „saumavélin“ braggaðist og varð Bjalla og við Jón ákváðum að heimsækja vin okkar úr Villunni, Guðmund Egg- ertsson, sem var búsettur á Bjargi í Borgarnesi. Guðmundur varð brautryðjandi eins og Jón. Hann færði Íslandi sameinda- erfðafræði og varð fyrsti prófess- or okkar í líffræði, en þá í heyskap með fjölskyldu sinni. Jóni sýndist ráð að vélvæða hirðinguna og að ekkert vantaði nema trausta tengingu til að breyta Bjöllu í dráttarvél. Hana fann Jón á verk- stæði í Borgarnesi. Bjallan blómstraði í nýju hlutverki og margir sem óku um veginn þenn- an dag hægðu á sér í túnfætinum og undruðust. Ekki grunaði þau að stálskip biðu handan við hornið. Jóhann Axelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.