Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 SUZUKI SX4 S-CROSS COMFORT PLUS Bensín, sjálfsk. eyðsla aðeins 5,7. Mjög vel útbúnir. Verð aðeins 4.490.000 Rnr.248362. 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum NÝ R B ÍLL 4X4 Valgeir Guðmundur Magnússon hjá auglýsingastofunni Pipar/TBWA er fimmtugur í dag. Hann er einn af stofnendum ogeigendum fyrirtækisins og var framkvæmdastjóri þess frá upphafi og þar til í fyrra þegar hann gerðist starfandi stjórnar- formaður Pipar/TBWA. Núna einbeitir hann sér mikið að fyrir- tækinu Ghostlamp. „Ég þurfti að ferðast mikið til útlanda vegna verkefna minna hjá Ghostlamp svo að ég ákvað að minnka ábyrgð- ina hjá Pipar. Ghostlamp er áhrifavaldamarkaðstorg og ég er að hjálpa fyrirtækjum um allan heim að búa til áhrifavaldaherferðir á sam- félagsmiðlum. Það eru 22 milljónir áhrifavalda á skrá hjá Ghostlamp og við pörum þá saman við herferðir hjá fyrirtækjum og borgum þeim svo í samræmi við hve mikil áhrif þeir hafa haft í herferð- inni. Hjá Pipar er ég í skipu- lagningu og hugmyndavinnu auk þess að vera til taks í stjórnendateyminu.“ Valgeir hefur sent frá sér tvær skáldsögur og er að vinna að sinni þriðju. „Hún er langt komin og það er möguleiki að hún komi út á þessu ári.“ Þar að auki er Valgeir texta- og lagasmiður og átti m.a. textann við lagið Golddigger sem Aron Hannes söng í síðustu undankeppni Eurovision auk textans við jólalag Björgvins Halldórssonar í fyrra, Hjá mér um jólin, en Sveinn Rúnar Sigurðsson samdi bæði þessi lög. Valgeir er einnig á fullu í íþróttum og keppir í siglingum á skútu og kajak auk þess að vera í badminton. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og síðasti Íslandsmeistaratitillinn sem kom í hús var fyr- ir fimm árum þegar Valgeir vann í tvíliðaleik í badminton í A- flokki. „Í þeim flokki eru fallnar stjörnur og unglingalandsliðs- menn.“ Valgeir fær sína nánustu vini í heimsókn í dag en ætlar að halda stærðarinnar veislu helgina á eftir fyrir starfsfólk Pipar/TBWA, Ghostlamp og Fastland sem kona hans á og rekur, en það eru hátt í 100 manns samtals. Eiginkona Valgeirs er Silja Dögg Ósvaldsdóttir og börn þeirra eru Gunnar Ingi og Hildur Eva. Afmælisbarnið Valgeir Magnússon. Kennir fyrirtækjum að nota áhrifavalda Valgeir Magnússon er fimmtugur í dag L inda Vilhjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 1.6. 1958 en ólst upp á Sel- tjarnarnesinu. Hún var í Valhúsaskóla, lauk landsprófi frá Mýrarhúsaskóla og útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1977. Linda vann á öldrunardeild og geðdeild Borgarspítala, starfaði við heimahjúkrun og á ýmsum deildum Landkotsspítala fram til ársins 2000. Linda hefur gefið út sex ljóðasöfn og eina sjálfsævisögulega skáldsögu, Lygasögu, á árunum 1990-2015. Nýtt ljóðasafn frá Lindu mun koma út í haust. Hún skrifaði ljóð- leik með Anton Helga Jónssyni og sjónvarpsmyndarhandrit með Veru Wonder Sölvadóttur. Ljóða- upplestrar hennar hafa komið út á tveimur safndiskum og árið 1993 setti hún upp ljóðasýningu á Kjar- valsstöðum. Linda Vilhjálmsdóttir rithöfundur – 60 ára Evrópsku frelsisskáldaverðlaunin Linda tekur við hamingjuóskum á sviðinu í Shakespeare-leikhúsinu í Gdansk. Að þora að vera til – og umbera tilvist annarra Gömul mynd af skáldum Elísabet Jökulsdóttir, Didda, Kristján Þórður Hrafnsson, Sigurður Pálsson og Linda Vilhjálmsdóttir, lengst til hægri. Morgunblaðið/Sverrir Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.