Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Túrkisblátt auga hálendisins Nú þegar vor víkur fyrir sumri skarta víðerni Íslands sínu fegursta. Í suðurhlíðum Heklu blasti þetta fallega bláa auga við. RAX Undanfarnar vikur hefur Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, átt einkafundi í banda- ríska varnarmálaráðu- neytinu, Pentagon, með varnarmálaráð- herrum Noregs, Finn- lands, Svíþjóðar og Danmerkur auk utan- ríkisráðherra Íslands. Allir fundirnir eiga eitt sammerkt: áhyggjur vegna aukinna hernaðar- umsvifa Rússa í nágrenni Norður- landanna og breytinga á stöðunni í öryggismálum eftir að Rússar hrifs- uðu Krímskaga frá Úkraínu fyrri hluta árs 2014 í trássi við alþjóðalög. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra var í Washington þriðjudaginn 15. maí. Í upphafi sagði Mattis að landafræðinni yrði ekki breytt og nú eins og í síðari heims- styrjöldinni og kalda stríðinu væri Ísland mikilvægur útvörður í þágu öryggis og stöðugleika í Atlantshafs- samstarfinu. Það væri þakkarvert að um þessar mundir leyfðu Íslend- ingar bandarískum flugvélum og mannafla að hafa tímabundna við- dvöl með reglulegum hætti í Kefla- vík. Enn á ný yrðu stjórnvöld Ís- lands og Bandaríkjanna að finna leiðir til að treysta samstarf sitt vegna GIUK-hliðsins og náinnar samstöðu á komandi árum. Eftir fundinn sagði upplýsinga- fulltrúi varnarmálaráðuneytisins að í viðræðunum hefðu ráðherrarnir lýst vilja til að dýpka varnartengslin milli Bandaríkjanna og Íslands. Þeir hefðu rætt leiðir til að auka sam- vinnu ríkjanna á norðurslóðum og breytingar á herstjórnakerfi NATO. Allt er þetta í anda þess sem gerst hefur í samskiptum Bandaríkja- stjórnar við Evr- ópuríki í öryggis- málum undanfarin misseri. Innan NATO er lögð sífellt meiri áhersla á gildi sam- eiginlegra varna. Bandaríkjamenn auka herafla sinn í Evrópu. Samgönguæðar yfir Atlantshaf öðlast hern- aðarlegt gildi að nýju. Atlantshafsherstjórn NATO í Norfolk í Virginíuríki í Banda- ríkjunum hefur til dæmis verið end- urvakin. Meginhlutverk hennar er að tryggja öryggi á samgöngu- leiðunum milli N-Ameríku og Evr- ópu, fylgjast með og hafa stjórn á umferð um GIUK-hliðið á milli Grænlands, Íslands og Bretlands. Bandarískir landgöngu- liðar í Noregi Um miðjan janúar 2017 komu um 300 bandarískir landgönguliðar flugleiðis til herstöðvarinnar Vær- nes í Mið-Noregi. Þar voru fyrir tæki og búnaður í öruggum vopna- búrum til afnota fyrir hermennina. Síðan hafa hópar bandarískra land- gönguliða skipst á að koma tíma- bundið til Noregs til að stunda æf- ingar. Þetta er nýmæli sem tekur mið af óvissunni sem Norðmenn og Bandaríkjamenn telja ríkja í örygg- ismálum á norðurslóðum. Varnarmálaráðherra Norð- manna, Frank Bakke-Jensen, var í Washington og hitti Jim Mattis 20. mars 2018. Í tilefni af fundi þeirra var rætt við Magnus Nordenman, sérfræðing hjá hugveitunni Atlantic Council, sem lagði áherslu á að dvöl og æfingar bandarísku landgöngu- liðanna hefðu ekki aðeins gildi fyrir Norðmenn og Bandaríkjamenn heldur einnig fyrir Svía, Finna og Eystrasaltsþjóðirnar. Efnt væri til sameiginlegra æfinga með liðs- mönnum þessara þjóða. Ekki er talið ólíklegt að banda- rískum landgönguliðum í Noregi fjölgi fyrir haustið og fjölþjóðlegu heræfinguna miklu, Trident Junct- ure, sem þá fer fram. Um 35.000 hermenn taka þátt í henni í Noregi og næsta nágrenni Noregs. Ætlun Norðmanna er að láta þá reyna á viðvörunar- og viðbragðskerfi sín bæði borgaraleg og hernaðarleg með það fyrir augum að þau uppfylli sömu kröfur og alvarnaáætlanirnar í Svíþjóð og Finnlandi. Þríhliða samningur Felist breyting á varnarstefnu Norðmanna með því að heimila bandarískum landgönguliðum tíma- bundna dvöl til æfinga í landi sínu er hún smáræði miðað við skrefin sem Svíar og Finnar, þjóðir utan NATO, hafa stigið til náins varnarsamstarfs við Bandaríkjamenn undanfarin misseri. Fyrst voru gerðir tvíhliða samn- ingar um heræfingar. Nýtt skref var svo stigið með þríhliða samningi sem Peter Hultqvist, varnarmálaráð- herra Svía, Jussi Niinistö, varnar- málaráðherra Finna, og Jim Mattis rituðu undir í Washington 8. maí 2018. Í krafti nýja samningsins verða skipulagðar víðtækari og tíðari her- æfingar en áður. Stofnað verður til reglulegra þríhliða funda, skipaðir starfshópar, skipst á alhliða upplýs- ingum og samvinna aukin í fjöl- þjóðlegu samhengi, þar á meðal á vettvangi norræna varnarmála- samstarfsins, NORDEFCO. Frekari þróun þríhliða samstarfs- ins ræðst af úrslitum þingkosninga í Svíþjóð í september 2018 og Finn- landi í apríl 2019. Meiri einhugur er um málið meðal Svía en Finna. Nýlega sendu sænsk stjórnvöld 20 bls. upplýsingabækling til 4,8 milljón sænskra heimila um viðbrögð á hættu- eða stríðstímum. Bækl- ingnum, Om krisen eller kriget kommer, er ætlað að veita almenn- ingi leiðbeiningar um viðbrögð vegna „alvarlegra slysa, ofsaveðurs, tölvuárása eða hernaðarátaka“. Danir og gasleiðslan Claus Hjort Frederiksen, varnar- málaráðherra Danmerkur, hitti Jim Mattis föstudaginn 25. maí. Hann var minntur á að Danir yrðu að ná 2% marki NATO um útgjöld til varnarmála. Jafnframt var þakkað hve mikið Danir hefðu lagt af mörk- um til sameiginlegra aðgerða undir merkjum NATO í Afganistan. Ráherrarnir lýstu áhyggjum vegna þess að kínverskir verktakar sendu tilboð í gerð nýrra flugvalla á Grænlandi. Mattis minnti á fram- göngu Kínverja í Suður-Kínahafi þar sem nýjum flugvöllum væri breytt í herstöðvar, líta yrði til ör- yggishagsmuna. Danir sæta þrýstingi frá banda- rískum stjórnvöldum gegn Nord Stream 2-gasleiðslunni frá Rúss- landi á botni Eystrasalts til Þýska- lands. Danska þingið samþykkti nýlega lagabreytingu sem gerir stjórnvöld- um kleift að neita að samþykkja leiðslu á dönsku hafsvæði með vísan til öryggis- og geopólitískra hags- muna. Verði gasleiðslan lögð í efna- hagslögsögunni fyrir norðan Borg- undarhólm geta Danir þó ekki stöðvað lagninguna. Kalt norrænt mat Margt er á döfinni í samskiptum Bandaríkjastjórnar við norræn stjórnvöld um öryggis- og varnar- mál. Þetta stafar ekki af þrýstingi og hagsmunum Bandaríkjanna heldur af gjörbreyttri stefnu allra þessara ríkja í öryggis- og varnarmálum undanfarin misseri. Breytingu sem reist er á köldu mati á nýjum að- stæðum. Fram til ársins 2014 var árum saman ekki minnst á aðgerðir í þágu sameiginlegra varna í ályktunum NATO. Athyglin beindist að ófriðar- svæðum utan sameiginlega varnar- svæðisins. Danir og Svíar skipu- lögðu varnir sínar á þann veg að ættu þær að duga til að verja eigin landamæri tæki langan tíma að styrkja þær á viðunandi hátt. Þessi umþóttunartími milli varnarleysis og varna líður einmitt núna. Stjórn- völd landanna sjá að viðunandi niðurstaða fæst ekki nema í náinni samvinnu við öflugasta herveldi heims, Bandaríkin. Fundirnir með Jim Mattis í Washington eru til marks um það. Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman til þriðja fundar síns 9. maí og stjórnaði Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra honum. „Sérstaklega var rætt núverandi hernaðarlegt ógnarmat á Norðurlöndum í heild og hugsanleg áhrif þess á stöðu og ógnarmat Íslands,“ segir í tilkynn- ingu um fundinn. Þjóðaröryggisráðið tengir öryggi Íslands réttilega inn í þá mynd sem hér er lýst. Ráðið ætlar nú að hefja endurmat á öryggishagsmunum þjóðarinnar, niðurstaða þess hlýtur að falla í norrænu myndina. Eftir Björn Bjarnason » Allir fundirnir eiga eitt sammerkt: áhyggjur vegna aukinna hernaðarumsvifa Rússa í nágrenni Norðurlandanna og breytinga á stöðunni í öryggismálum. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Norrænir ráðherrar funda með Mattis í Pentagon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.