Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 35
Linda hefur tvívegis fengið Menn- ingarverðlaun DV, árin 1993 og 2015. Hún hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2005 og viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins ár- ið 2010. Ljóðabókin Frelsi, eftir Lindu, var tilnefnd til Norrænu bók- menntaverðlaunanna árið 2017. Hinn 25. mars síðastliðinn hlaut Linda Evrópsku frelsisskáldaverð- launin fyrir ljóðabókina Frelsi, á evrópskri bókmenntahátíð, sem haldin er annað hvert ár í Gdansk í Póllandi. Linda hefur áhuga á því að ferðast, skrifa og lesa, en hún les mikið ljóð, skáldsögur, ævisögur og auðvitað ýmislegt fleira sem vekur áhuga hennar hér og nú. Linda, verk þín verða stöðugt áleitnari í pólitísk- um skilningi. Er það sérstakur ásetningur? „Nei. Ég veit vel af þessari þróun. En það þýðir ekki að ég hafi orðið pólitískari en ég var áður. Ég hef aldrei sest niður og sagt við sjálfa mig: „Nú ætla ég að skrifa eitthvað sem verður mjög pólitískt.“ Þegar Frelsið kom út fékk ég smá bakþanka um að efnið væri of pólit- ískt, en þær áhyggjur voru ástæðu- lausar sem betur fer. Ég hef einungis sýnt meira áræði og kannski meira þrek og kunnáttu í því að fjalla um það sem mér finnst skipta máli í veröldinni. En það er í megindráttum sú afstaða að þora að lifa lífinu og umbera það að aðrir geri slíkt hið sama. Ég er að sjálfsögðu ekki að fjalla um neina flokkapólitík né heldur neinar endanlegar lausnir á öllum mannlegum vanda. Skoðanir mínar taka breytingum rétt eins og skoð- anir allra þeirra sem hlusta á annað fólk. Ég hef t.d. verið að fjalla tölu- vert um trúarbrögð. En ég er ekki að hafna allri trúarþörf eða taka ein trúarbrögð fram yfir önnur. Ég er ekki að predika neina trúarpólitík. Það verk sem ég er að ljúka við og kemur út í haust verður einnig póli- tískt – kvennapólitík með ádeilu á feðraveldið. Fyrsti kaflinn fjallar um mig, annar kaflinn verður pólitískur, sá þriðji enn pólitískari og sá fjórði fjallar um formæður mínar, móður, ömmur og allar hinar sem á undan komu. Það verður því ekkert lát á pólitíkinni – í þessum víðtæka skiln- ingi.“ Fjölskylda Eiginmaður Lindu er Mörður Árnason, f. 30.10. 1953, íslensku- fræðingur og fyrrv. alþingmaður. Foreldrar hans: Vilborg Harðar- dóttir, f. 30.9. 1935, d. 15.8. 2002, blaðamaður, og Árni Björnsson, f. 16.1. 1932, þjóðháttafræðingur og rithöfundur. Systur Lindu eru Hafdís Vilhjálmsdóttir, f. 22.1. 1960, fisk- útflytjandi í Reykjavík, og Ásta Vil- hjálmsdóttir, f. 24.8. 1962, kennari og klæðskerameistari í Reykjavík. Hálfbróðir Lindu, samfeðra, er Ólafur Vilhjálmsson, f. 1981, búsett- ur í Reykjavík.. Foreldrar Lindu: Nonný Unnur Björnsdóttir, f. 15.9. 1938, d. 3.1. 2009, ritari og verslunarkona, og Vil- hjálmur Ólafsson, f. 19.1. 1930, d. 6.4. 2015, sjómaður. Úr frændgarði Lindu Vilhjálmsdóttur Linda Vilhjálmsdóttir Vilhjálmur Ólafsson sjóm. í Rvík Eiríkur Ólafsson loft- skeytam. í Rvík Magnús Eiríksson tón- skáld og tónlistar- maður Stefán Már Magnús- son tón- listarm. Jón Jasonarson verslunar- og veitingam. á Borðeyri Ólafur Jónsson gjaldkeri hjá Kveldúlfi, búsettur á Seltjarnarnesi Ásta María Ólafsdóttir húsfr. á Hafursstöðum á Skagaströnd Ingibjörg Sólveig Ingimundardóttir vinnuk. á Torfalæk á Ásum, A-Hún. Páll V.G. Kolka læknir Júlíana Ingibjörg Ólafs- dóttir húsfr. á Tungu- bakka í Laxárdal, V-Hún. Jón Bergmann skáld og lögregluþj. í Hafnarfirði Sveinn Bergmann Guðmundsson sjóm. á Sveinsstöðum Guðrún Ásmundsdóttir húsfr. á Sveinsstöðum í Rvík, frá Hlíðarhúsum í Rvík Björn Sveinsson verkam. í Rvík Ágústa Ingvarsdóttir húsfr. í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Koti og í Rvík Ingvar Sveinsson b. í Koti í Hreppum og steinsmiður í Rvík Nonný Unnur Björnsdóttir ritari og verslunark. í Rvík Eiríkur Jónsson vinnum. á Flagveltu í Landsveit, Rang. Guðríður Jónsdóttir vinnuk. og síðar í Rvík Ingibjörg Eiríksdóttir húsfr. á Seltjarnarnesi Steingrímur Sveinsson verkstj. í Rvík Hildur Steingrímsd. hárgreiðslum. í Rvík Hilmar Victorsson viðskiptafr. í Rvík Skáldið Linda Vilhjálmsdóttir. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Ingibjörg Sæunn Jóhannsdóttirfæddist í Háakoti í Fljótum 1.6.1918. Foreldrar hennar voru Jóhann Benediktsson og k.h., Sigríð- ur Jónsdóttir, bændur að Háakoti og síðast að Minni-Grindli í Fljótum. Jóhann var sonur Benedikts Stef- ánssonar, bónda í Neðra-Haganesi, og Ingibjargar Pétursdóttur frá Sléttu, en Sigríður var dóttir Jóns Ingimundarsonar, bónda í Höfn, og Guðrúnar Björnsdóttur frá Spáná. Ingibjörg var fimmta í röð 12 systkina sem náðu fullorðinsaldri. Ingibjörg giftist vorið 1941 Her- manni Guðmundssyni, frá Blesa- stöðum á Skeiðum, sem lést 1981. Foreldrar hans voru Kristín Jóns- dóttir frá Vorsabæ á Skeiðum, og Guðmundur Magnússon frá Votu- mýri á Skeiðum. Börn Ingibjargar og Hermanns eru Sigurður, byggingameistari, nú á Selfossi; Kristín, bóndakona á Skeiðháholti á Skeiðum; Guðrún, bóndakona í Galtarfelli í Hruna- mannahreppi; Sigríður Margrét, fé- lagsfræðingur, lengi hjá Reykjavík- urborg, nú í Kópavogi, og Hildur, sem hefur verið forstöðumaður elli- heimilisins á Blesastöðum. Ingibjörg og Hermann stofnuðu nýbýlið Blesastaði II vorið 1941 og bjuggu þar æ síðan. Ingibjörg lauk prófi frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1945. Hún var ljósmóðir í Skeiðahreppi um áratuga skeið og oft í nágrannasveitum í forföllum. Ingibjörg og Hermann ráku stórbú og tóku auk þess börn og unglinga til dvalar. Fjórum árum eftir lát Hermanns seldi Ingibjörg jörðina og byggði Dvalarheimilið á Blesastöðum fyrir aldraða, á landspildu sem hún hélt eftir af jörðinni. Hún starfrækti síð- an elliheimilið þar fram til 1995, er Hildur, dóttir hennar, tók við heim- ilinu en hún hefur starfrækt það síðan. Ingibjörg var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að félagsmálum. Ingibjörg lést 28.10. 2007. Merkir Íslendingar Ingibjörg Sæunn Jóhannsdóttir 95 ára Helga Kristinsdóttir 90 ára Nanna L. Pétursdóttir Sigríður Eiríksdóttir 85 ára Björg Hjálmarsdóttir Guðbjörg Gísladóttir Ragnheiður Benediktsdóttir 80 ára Edda Vilhjálmsdóttir Gunnsteinn Gunnarsson Hreinn Pálsson Ingibjörg Gunnarsdóttir Sigurður Friðriksson 75 ára Elsa Schiöth Haraldsdóttir Guðrún Ingimarsdóttir Jóhannes G. Þórðarson Kristinn Ólafur Briem Sigríður Petra Sigfúsdóttir 70 ára Árni Anton Þorvaldsson Ásta Ágústsdóttir Dagný Bergvins Sigurðardóttir Guðný Sigurbjörnsdóttir Haraldur Haraldsson Stephanie Grace Scobie 60 ára Árni Þór Lárusson Bjarni Pálsson Elín Guðbjörg Helgadóttir Eva Daníelsdóttir Grazyna Janina Linek Guðlaug I. Sveinbjörnsdóttir Hafdís Sveinsdóttir Hekla Karen Sæbergsdóttir Ingibjörg Torfadóttir Jóhanna Th Sturlaugsdóttir Jóna Karólína Karlsdóttir Kristín Böðvarsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir Sigrún Birna Hafstein Sigrún Jóhannsdóttir 50 ára Geirmundur Einarsson Grzegorz Jarzabek Jónas Líndal Jónsson Kaja K. Kristjánsdóttir Sólveig Sigurðardóttir Valgeir Guðmundur Magnússon 40 ára Berglind Kristgeirsdóttir Eygló Rós Gísladóttir Freyr Rögnvaldsson Gunnar S. Steindórsson Heiðdal Jónsson Linda Björk Sigurðardóttir Magnús H. Magnússon Ólafur Örn Bragason Przemyslaw S. Zurawski Sigríður Guðbrandsdóttir Sigrún Ólöf Karlsdóttir Yusuf Koca Þórarinn Örn Andrésson Þórir Rúnar Geirsson 30 ára Auður Jónsdóttir Bergrós Gísladóttir Birkir Arnarsson Eiríkur Ástvald Magnússon Ester Kristínardóttir Haukur Guðjónsson José L.D S.B. Almeida Jón Sigfinnsson Karitas Nína Viðarsdóttir Ninna Björg Ólafsdóttir Óli Sigdór Konráðsson Patryk Zapasnik Reza Khedri Rósa Ingólfsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ninna ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk MSc-prófi í rekstrarverk- fræði frá HR og starfar hjá Borgun. Maki: Lárus Helgi Ólafs- son, f. 1987, kennari. Sonur: Óliver Elí Lárus- son, f. 2015. Foreldrar: Kristín Péturs- dóttir, f. 1952, klínikdama, og Ólafur Már Stefáns- son, f. 1953, tæknifræð- ingur. Þau búa í Reykja- vík. Ninna Björg Ólafsdóttir 30 ára Haukur ólst upp á Ísafirði, býr á Akureyri, lauk sveinsprófi í húsa- smíði og er húsasmiður. Maki: Erla Birgisdóttir, f. 1992, sjúkraliði. Börn: Viktor Logi, f. 2010 (stjúpsonur) Jökull Freyr, f. 2015, og Víkingur Nói, f. 2018. Foreldrar: Guðjón Ólafs- son, f. 1955, mennta- skólakennari og Sigurlaug Hauksdóttir, f. 1961, nemi. Haukur Guðjónsson 30 ára Eiríkur býr í Hafn- arfirði, lauk MSc-prófi í byggingarverkfræði og BSc-prófi í stærðfræði og er sérfræðingur hjá Eflu. Maki: Selma Benedikts- dóttir, f. 1988, fjallaleið- sögumaður og nemi í íþróttafræði við HR. Dóttir: Sunneva Kolbrún, f. 2015. Foreldrar: Magnús Ás- vald Eiríksson, f. 1958, og Elva Björk Sævarsdóttir, f. 1964. Eiríkur Ástvald Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.