Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is bambus.is Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Komdu og kíktu á úrvalið hjá okkur Merkivélarnar frá Brother eru frábær lausn inná hvert heimili og fyrirtæki Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, odd-viti Viðreisnar í Reykjavík, lagði mikla áherslu á það í fjöl- miðlum í gær að Viðreisn væri ekki að fara inn í gamla meirihlutann í Reykjavík. Þetta yrði sko nýr meiri- hluti, ekki gamall. „Við erum ný, við köllum á breytingar og við köllum á nýj- an meirihluta,“ sagði Þórdís Lóa, á hraðferð inn í gamla meirihlutann undir stjórn Dags B. Eggertssonar.    Við lítum nú ekki á að við séumað ganga inn í neitt gamalt. Við erum bara að fara að stofna nýjan meirihluta ef okkur gengur og þá verður það nýr meirihluti,“ sagði Þórdís Lóa.    Nýi meirihlutinn verður semsagt nýr meirihluti, bara svo að það sé á hreinu.    Og ástæðan fyrir því að oddvitiViðreisnar þarf að tönnlast svona á því er auðvitað ekki að hún viti betur og átti sig á að flokkurinn sé í raun að ganga inn í gamla meirihlutann og muni þar starfa sem hækja Samfylkingar Dags.    Nei, ástæða þess að Þórdís Lóahamast við að tala um nýjan meirihluta er að hann er alveg óskyldur þeim sem setið hefur og missti meirihlutann með risastóru tapi. Og það var ekki bara vegna þess að Björt framtíð bauð ekki fram, það var líka vegna þess að hinir flokkarnir þrír töpuðu átta prósentustigum.    Og þessir þrír flokkar verða íglænýja meirihlutanum með gömlu stefnuna sem hafnað var – og eflaust gamla fallna borgarstjór- ann að auki. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Nýtt, nýtt, nýtt og aftur nýtt – gamalt STAKSTEINAR Veður víða um heim 31.5., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 12 heiðskírt Nuuk 2 alskýjað Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 27 heiðskírt Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 25 léttskýjað Brussel 25 léttskýjað Dublin 20 léttskýjað Glasgow 18 léttskýjað London 20 þoka París 23 léttskýjað Amsterdam 22 heiðskírt Hamborg 26 léttskýjað Berlín 30 léttskýjað Vín 28 heiðskírt Moskva 9 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 22 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 25 heiðskírt Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 17 alskýjað Montreal 25 skýjað New York 19 þoka Chicago 27 léttskýjað Orlando 28 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:22 23:30 ÍSAFJÖRÐUR 2:40 24:22 SIGLUFJÖRÐUR 2:21 24:07 DJÚPIVOGUR 2:42 23:09 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Menn úr brúarvinnuflokki frá Vega- gerðinni vinna um þessar mundir við að breikka og endurforma brúna yfir Miðfjarðará í Húnaþingi vestra. Út- kantarnir á brúnni eru endur- byggðir og bríkur mjókkaðar um 40 cm á hvorri akrein, þannig að ak- brautin verður alls 7,80 metra breið. Einnig er brúin meðal annars styrkt með nýjum járnabindingum, steypt er nýtt gólf og nýtt vegrið sett upp. Eftir þessar framkvæmdir ætti aðkoman að brúnni, sem er 96 metra löng, að verða greiðari og öruggari. Vatnavextir hafa truflað „Þetta gengur allt samkvæmt áætlun, en auðvitað hefur rysjótt veðrátta með roki og rigningu ekki verið til neinna bóta. Þá hafa vatna- vextir í ánni svolítið truflað okkur,“ sagði Vilhjálmur Arnórsson brúar- smiður í samtali við Morgunblaðið. Í vinnuflokknum sem mætti á staðinn 26. mars eru 4 til 6 menn og áætlað er að þeir ljúki verkinu í byrjun ágúst. Nú þegar er búið að steypa upp nýjan kant á brúna að norðan og nú er unnið að broti á nyrðri akrein; þannig er verkið unnið, skref af skrefi. Meðan á framkvæmdum stendur er umferð yfir brúna, sem er á hringveginum, stýrt með ljósum. Er umferð úr norðri og suðri þá hleypt í gegn sitt á hvað. „Sumir ökumenn pirra sig á þessu, en almennt hefur þetta gengið mjög greiðlega fyrir sig,“ segir Vilhjálmur. Mörg verkefni í gangi Af öðrum verkefnum í brúargerð á landinu má nefna breikkun ein- breiðra brúa yfir Hólá og Stigá í Öræfum og framkvæmdir þar eru í fullum gangi. Þá er bygging nýrra brúa yfir Hverfisfljót og Brunná á Síðu í Skaftárhreppi og Kvíá í Öræfasveitinni í undirbúningi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Miðfjarðará Vilhjálmur Arnórsson brúarsmiður á vettvangi. Að jafnaði 4 til 6 eru í vinnuflokknum sem sinnir smíði og viðgerðum á brúm víða um land. Endurbæta brúna yfir Miðfjarðará  Sumir ökumenn pirraðir vegna tafa Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir Kantur er breikk- aður og mótum var slegið upp. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.