Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Heilinn er eitt merkilegasta líffæri mannslíkamans, hann stjórnar allri starf- semi líkamans, sem reiðir sig á að heilinn sé í lagi. Heilahrist- ingur og önnur höfuð- meiðsli eru algengari og alvarlegri en margir gera sér grein fyrir. Ef heilinn verð- ur fyrir hnjaski og grunur leikur á að einhver hafi fengið heilahristing er mikilvægt að bregðast rétt við og fara hægt af stað aftur. Nokkuð algengt er að íþrótta- fólk fái höfuðhögg og þurfi í kjöl- farið að hætta í sinni íþrótt vegna langvarandi afleiðinga höggsins. Að undanförnu hefur íslenskt íþróttafólk stigið fram í auknum mæli og talað um meiðsli sín og af- leiðingar þeirra. Afleiðingar sem oft á tíðum hefði verið hægt að koma í veg fyrir með réttri með- höndlun. Höfuðhögg geta verið afar mis- munandi og afleiðingar þeirra líka. Þau geta valdið blæðingum eða bólgu í ysta lagi höfuðs. Slíkt sést oftast með berum augum og því auðvelt að greina. Höfuðhögg geta líka haft áhrif á höfuðkúpuna og jafnvel brotið hana. Slíkt er líka tiltölulega auðvelt að greina með hjálp sneiðmynda eða segulóm- unar. Þannig er einnig hægt að greina blæðingar og bólgur við heila, en heilahristing er hins veg- ar erfitt að greina þar sem afleið- ingar hans sjást yfirleitt ekki á myndum. Heilahristingur er þegar tíma- bundin truflun verður á starfsemi heilans vegna áverka. Hann getur orðið við beint högg á höfuðið eða við óbeint högg sem verður til þess að heilinn hreyfist inni í höf- uðkúpunni. Einkenni heilahristings geta verið að viðkomandi vankast, er með höfuðverk, ógleði, uppköst, svima, sjón- truflanir, breyting verður á skapi og fleira. Það er mismun- andi hvaða einkennum menn finna fyrir og hvenær. Sumir finna strax fyrir einkennum en aðrir aðeins seinna og því er mikilvægt að fylgjast vel með þeim sem fær högg. Fái einstaklingur höfuðhögg og grunur leikur á heilahristingi er æskilegt að lágmarka hættuna á öðru höggi, svo sem með því að taka viðkomandi út af vellinum í leik eða láta hann hvíla á æfingu, þar sem annað högg getur valdið svo- kölluðu second-impact syndrome (SIS). Þá kemur mikill bjúgur í heilann og viðkomandi getur orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og áverkum sem geta varað til ævi- loka. Seinna höggið þarf ekki að vera mikið eða alvarlegt, bara að það verði meiri truflun á starfsemi heilans. SIS getur leitt til örorku og til eru tilvik þar sem slíkt hefur leitt til dauða. Flestir jafna sig á heilahristingi á fyrstu 10 dögunum eftir, en örfá- ir fá það sem kallað er heilahrist- ingsheilkenni, eða postconcussio- nal syndrome. Þá heldur fólk áfram að vera með einkenni heila- hristings svo sem höfuðverk, en getur einnig upplifað hljóð- og/eða ljósfælni, kvíða og depurð. Þetta getur haft mikil áhrif á daglegt líf og erfitt getur verið fyrir viðkom- andi að ganga í skóla eða sinna vinnu. Til að koma í veg fyrir alvar- legar afleiðingar höfuðhögga og heilahristings skiptir miklu máli að þjálfarar, sjúkraþjálfarar og starfsfólk íþróttafélaga viti hvern- ig eigi að bregðast við. Að verk- ferlar séu skýrir og ekki sé tekin áhætta með framtíð leikmanna. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur boðið upp á fræðslu fyrir þessa aðila auk þess sem slík fræðsla er orðin hluti af þjálfara- námi í einstaka íþróttagreinum. Betur má þó ef duga skal. Fræðsl- an þarf að vera meiri og allir verða að láta sig málið varða. Þó svo að einstaklingurinn hljóti alltaf að bera ábyrgð á sjálfum sér og foreldrar á börnum sínum er ábyrgð þeirra sem þjálfa og standa að íþróttaæfingum og keppni mikil. Þjálfarar, sjúkra- þjálfarar og starfsfólk íþrótta- félaga eru ekki bara fyrirmyndir heldur einnig fyrirliðar félaganna. Þeir eiga að sýna gott fordæmi og vera vel upplýstir og undirbúnir ef eitthvað kemur upp á. Þeir þurfa ekki að finna upp hjólið sjálfir þar sem nóg er af upplýsingum um höfuðhögg og heilahristing og við- brögð við þeim hjá sérfræðingum sem gjarnan vilja deila upplýsing- unum og eru einnig á netinu. Þess- ar upplýsingar ættu að vera að- gengilegar á heimasíðum allra íþróttafélaga, auk þess sem tryggja þyrfti að verkferlar væru til um það hvernig bregðast skuli við áverkum leikmanna. Fái leikmaður höfuðhögg á æf- ingu eða í leik ber að bregðast rétt við og styðja leikmanninn til að jafna sig og koma aftur heill til leiks þegar hann er tilbúinn. Ábyrgðin er þjálfarans, sjúkra- þjálfarans, liðsfélaganna, dómara og áhorfenda. Ábyrgðin er okkar – öxlum hana. Ábyrgðin er okkar – um höfuðhögg í íþróttum Eftir Sölku Gústafsdóttur »Höfuðhögg og heila- hristingur geta haft langvarandi afleiðingar sem oft er hægt að koma í veg fyrir með réttri meðhöndlun. Salka Gústafsdóttir Höfundur er nemandi í Langholts- skóla og leikmaður 4. flokks Vals í handbolta. 03salka@langholtsskoli.is Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Glæný sending VINNINGASKRÁ 5. útdráttur 31. maí 2018 31 8085 20151 27640 37203 49426 59412 70994 689 8308 20297 27934 37492 49688 59904 71300 1136 8724 20659 27945 37670 49732 60847 71540 1254 8916 20765 28088 38453 49997 61026 71793 1785 8994 20824 28183 38499 50280 61482 71995 2178 9173 21579 28331 38811 50407 61802 72247 2289 9233 21679 28382 39273 50718 61857 72647 2433 9366 21692 28431 39610 50734 61872 72884 2953 9376 21957 28996 39908 51043 62042 73474 3403 10616 21981 29024 40117 51487 62575 74008 3438 10620 22214 29127 40137 51543 63041 74142 3824 11029 22308 29365 40494 51709 64072 74310 3979 12452 22485 29503 40706 51726 64210 74393 3985 12537 22495 29605 40833 52088 64255 74487 4051 13289 22862 30565 41050 52148 64278 74889 4057 13369 23251 30624 41146 53387 64297 75000 4788 13722 23390 31154 41717 53407 65173 75080 4812 14415 23480 31788 42029 53716 65378 75482 4827 15444 24348 31882 42468 53759 65746 75801 4851 15460 24439 32001 43452 54219 65992 75869 4909 16973 24641 32247 43579 54469 66304 76171 4920 16980 24643 32777 44115 54991 66552 76759 5214 17415 24951 32819 44399 55060 66911 77380 5416 17740 24961 32898 44954 55494 67524 77449 5822 17751 25044 32909 45441 55559 68265 78030 5987 17956 25090 32974 45830 56341 68870 78494 6067 17995 25213 32992 45881 56342 69369 78855 6212 18133 25580 33424 45917 56506 69530 79084 6361 18457 26454 33486 46600 56916 69558 79251 6578 18525 26626 34614 46701 57034 69910 79772 6911 18910 26664 34957 46986 57362 69954 79877 7117 19085 26842 35432 47202 57372 70301 7215 19299 26873 35450 47288 57541 70587 7316 19435 27037 35762 47520 58001 70588 7611 19771 27278 36118 48119 58214 70718 7670 19901 27312 36199 48382 58519 70764 7807 19975 27612 37066 48801 58623 70882 306 8103 19504 33108 44473 56454 62048 73379 727 8765 19536 34978 45686 56469 62377 73834 906 10640 25250 35170 45728 56535 62896 74294 1159 11090 25362 35876 46721 57205 63133 74331 1845 11688 25970 35980 47153 57679 64322 76057 2284 13089 27146 36756 47793 58126 65754 76235 3575 14159 27470 37176 48101 59859 66137 77622 3738 15527 27807 37346 48612 60309 66243 78958 6214 16396 29250 38003 48808 60935 68173 79109 6915 16509 29447 41203 48940 60957 69165 7356 16668 29572 41609 49412 61206 70389 7392 17677 30762 43524 51580 61498 70663 7967 19071 33081 44081 52271 61691 72681 Næstu útdráttir fara fram 7., 14., 21. & 28. júní 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 30302 34517 57549 67792 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3721 10919 22140 42111 62742 73098 5307 12892 22670 44806 66365 73177 7280 13915 35527 45099 67905 74197 10403 20311 36399 59639 68386 74919 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 0 6 6 2 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.