Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Bandaríkin ættu að draga lærdóm af Írak og láta Sýrland eiga sig. Þetta segir Bashar al-Assad Sýrlands- forseti, en ummælin lét hann falla í viðtali við rússneska ríkisfjölmiðilinn RT. Var Assad með þessu að svara starfsbróður sínum vestanhafs, Donald Trump, sem kallaði forseta Sýrlands „skepnu“ í sjónvarpsávarpi frá Hvíta húsinu þegar Bandaríkin, Bretland og Frakkland hófu sam- eiginlegar hernaðaraðgerðir gegn stjórnarher Sýrlands í apríl síðast- liðnum. Spurður út í álit sitt á orða- vali Trumps forseta svaraði Assad: „Þú ert það sem þú segir.“ Assad Sýrlandsforseti hefur feng- ið mikla hernaðaraðstoð frá Rúss- landi frá því í september 2015 auk þess sem hundruð íranskra her- manna berjast með stjórnarhernum. Saman hefur þeim tekist að endur- heimta stór landsvæði úr klóm upp- reisnarsveita og vígamanna Ríkis íslams. Enn eru þó svæði við landa- mærin að Írak, Jórdaníu og Tyrk- landi sem ekki lúta stjórn Assads. Hið sama á við um stór svæði í norður- og austurhluta landsins þar sem bandarískir sérsveitarmenn hafa skipst á skotum við vígamenn. Í viðtalinu kom Assad forseti inn á hugsanleg átök sveita hans við her- sveitir Bandaríkjanna, yfirgefi þeir ekki Sýrland. Heitir forsetinn því að endurheimta þau svæði sem Banda- ríkjamenn hafa haft aðsetur á, ann- aðhvort með samningaviðræðum við Washington eða með hervaldi. Sætta sig ekki við erlend öfl Að sögn Assads hefur ríkisstjórn hans nú „opnað dyr fyrir viðræður“ við bandalag kúrdískra og arabískra hreyfinga, sem nefnast Sýrlensku lýðræðisöflin (SDF). „Þetta er fyrsti kostur. Ef ekki, þá neyðumst við til þess að frelsa þessi svæði með valdi. Það er ekki um neitt annað að ræða, með eða án Bandaríkjamanna,“ sagði Assad og hélt áfram: „Banda- ríkjamenn ættu að fara, einhvern veginn munu þeir fara.“ Þá sagði Sýrlandsforseti Banda- ríkin hafa á sínum tíma ráðist inn í Írak með ólögmætum hætti. „Þá skorti alla lagastoð þegar þeir fóru inn í Írak og sjáðu bara hvað kom fyrir þá. Þeir verða að draga lærdóm af. Írak er engin undantekning og það er Sýrland ekki heldur. Almenn- ingur sættir sig ekki lengur við er- lend öfl í þessum heimshluta.“ Trump Bandaríkjaforseti sagðist í apríl sl. vilja kalla herlið sitt sem fyrst heim frá Sýrlandi en hann hét því einnig að skilja eftir sig „sterk og varanleg fótspor“ í landinu. Bandaríkin dragi sig út  Bashar al-Assad Sýrlandsforseti segir Bandaríkin eiga að draga lærdóm af reynslu sinni í Írak  Mun ráðast gegn bandarískum hersveitum ef þörf þykir AFP Damaskus Sýrlandsforseti (t.v.) settist niður með fréttamanni RT og fóru þeir yfir stöðuna í átökunum og m.a. veru Bandaríkjahers þar í landi. Flókin stríðsátök » Átökin í Sýrlandi hófust árið 2011 með mótmælum gegn einræðisstjórn landsins. » Mestur hluti Sýrlands lýtur yfirráðum stjórnarhersins en á öðrum svæðum eru hersveitir Kúrda, uppreisnarlið sem styð- ur Tyrki, aðrir uppreisnarmenn og íslamskar hreyfingar, m.a. Ríki íslams, samtök íslamista. » Tölur yfir mannfall eru nokkuð á reiki og erfitt að fá þær staðfestar, en talið er að á milli 350.000 og 500.000 manns hafi fallið frá upphafi átaka. Danska þingið hefur samþykkt ný lög sem banna fólki að nota andlits- blæjur á almannafæri. Fara þeir þannig að fordæmi Frakka og ann- arra Evrópuríkja sem ekki vilja að konur klæðist búrkum sem hylja um leið andlit viðkomandi. Søren Pape Poulsen, dóms- málaráðherra Danmerkur, segir lögreglu ekki munu skipa konum að taka niður andlitsblæju sína fari þær þannig klæddar út úr húsi. Þess í stað verða þær sektaðar og sagt að halda heim á leið. Sektin fyrir að klæðast búrku sem hylur andlit að hluta eða öllu leyti verður á bilinu 1.000 danskar krónur, um 16 þúsund íslenskar krónur, fyrir fyrsta brot en 10.000 danskar krón- ur, um 160.000 íslenskar krónur, fyrir fjögur brot eða fleiri. Lögin, sem samþykkt voru á þinginu með 75 atkvæðum gegn 30, taka gildi 1. ágúst nk. DANMÖRK Andlitsblæjur bann- aðar í almenningi AFP Ólöglegt Konum verður ekki leyft að hylja andlit sitt á götu úti í Danmörku. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Kínverskur herskipafloti undir for- ystu flugmóðurskipsins Liaoning er nú sagður hafa náð „frumstigi“ þess að vera klár undir stríðsátök. Þetta segir varnarmálaráðuneyti Kína en lítið er í raun vitað um þróun og próf- anir á flugmóðurskipum landsins. Xi Jinping, forseti Kína, hefur lagt mikla áherslu á endurnýjun og efl- ingu hersins. Hafa Kínverjar meðal annars þróað nýjar tegundir torséðra flugvéla sem ekki eiga að sjást á rat- sjám óvinarins, flugskeyti sem grand- að geta gervihnöttum og flugmóður- skip, þ.e. Liaoning og annað skip sem smíðað er frá grunni í Kína. Liaoning var smíðað í Úkraínu fyr- ir sjóher Sovétríkjanna. Smíð skips- ins, sem upphaflega bar heitið Va- ryag, lauk hins vegar aldrei og keyptu Kínverjar skipsskrokkinn vélarvana árið 1998. Var það svo formlega tekið í notkun 2012 eftir miklar breytingar og endurhönnun. Hafa Kínverjar nú nýtt skipið til að sýna mátt sinn á Austur-Kínahafi og meðal annars siglt því við strendur Taívans. „Æfingar herskipaflotans eru meiri nú en áður og hernaðarleg- ar,“ hefur Reuters eftir varnarmála- ráðuneyti Kína. Sérfræðingar sem fréttastofa CNN ræddi við segja Liaoning hins vegar „úrelt“ og ekki standast neinn samanburð við þau skip sem sjóher Bandaríkjanna hefur í sinni þjónustu, svokallaða Nimitz-gerð. Fer í notkun árið 2020 Hitt flugmóðurskip Kína, sem enn er í smíðum og hefur ekki fengið nafn, er nú í sjóprófunum. Stendur til að taka það í notkun árið 2020. Bæði flugmóðurskipin eru byggð á svo- nefndri Kuznetsov-gerð flugmóður- skipa Sovétríkjanna. Flugbrautin vís- ar upp á við í stefninu og virkar þannig sem eins konar stökkpallur fyrir herþotur í flugtaki. Kínverjar áætla að þörf sé fyrir minnst sex flug- móðurskip á næstu áratugum. AFP Flotadeild Kínverskur herskipafloti, undir forystu Liaoning, við heræfingar á Austur-Kínahafi í apríl síðastliðnum. Skrefinu nær að vera klár undir stríðsátök  Sérfræðingar segja Liaoning hins vegar úrelta hönnun Liaoning » Flugmóðurskipið er 304 metrar á lengd og vegur um 66.000 tonn. » Í áhöfn eru 1.900 manns auk um 600 manna flugáhafnar. » Pláss er fyrir um 40 mis- munandi orrustuþotur og þyrl- ur auk dróna ýmiss konar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.