Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 þegar við komum í Holtagerðið lá Þórarinn á maganum uppi í rúmi í herberginu sínu að lesa eða hann æfði sig á þverflautuna. En aldrei þurfti að hóa tvisvar til að fá hann til að taka þátt í leikj- um fjölskyldunnar; hlýr og ynd- islegur stökk hann til, hvort sem það var til að skera út laufa- brauð, skreyta piparkökur eða spila. Við systkinin fórum oft í Blá- fjöll með krakkana. Þórarinn naut sín í brekkunum og ég veit ekki hvernig hann lærði að skíða svona fallega. Ekkert okkar hafði tærnar þar sem hann hafði hælana í þessari íþrótt frekar en í svo mörgu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Það kom mörgum okkar á óvart þegar Þórarinn dúxaði í menntaskóla og kom heim klyfj- aður af verðlaunum, því aldrei sást hann læra. Námið lá áreynslulaust fyrir honum og hann var hógvær með eindæm- um – brosti bara sínu hlýja ein- læga brosi. Það kom líka kenn- urum hans á óvart þegar fréttist að hann lauk á sama tíma átt- unda stigi á þverflautu án þess að það væri metið til stúdents- prófs! Við systkinin og fjölskyldur komum vikulega saman í mat hjá mömmu á meðan hennar naut við, en þess utan stóð Gunna systir fyrir flestum samveru- stundum á Huldubrautinni. Þá var oft spilað. Einu sinni lék Þór- arinn New York í „Actionary“ og gerði það með því að bíta í eitt- hvað stórt og kringlótt. Við stóð- um öll á gati. Og ég játa fúslega að á þeim tíma vissi ég ekki einu sinni að New York væri kölluð „Big Apple“. Þórarinn kynntist Mörtu í Há- skóla Íslands og fóru þau saman til frekara náms í Seattle. Eftir að þau fluttu heim kom Þórarinn iðulega með fjölskylduna í epla- köku til mömmu á Sólvallagötu. Umhyggja hans fyrir mömmu og Jónsa bróður var alveg einstök. Þórarinn var hógvær og hlý persóna og mikið ljúfmenni. Hann var fjölskyldumaður af al- hug og hugsaði vel um drengina sína sem tóku ríkan þátt í tónlist- arlífinu með föður sínum. Elsku Marta, Baldur, Bjarki, Guðmundur, Kristinn, Gunna og Öddi, Örvar og Stefanía og fjöl- skyldur. Missir ykkar er mikill og orð mega sín lítils, en þið megið vita að hugur okkur allra er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Björg Þórarinsdóttir. Þórarinn Sveinn Arnarson er horfinn frá okkur svo ungur, glæstur og flestum drengjum betri. Sorgin er harmasár. Ann- að verður ekki útskýrt neinum orðum. Lengst af undanfarin ár var Þórarinn verkefnastjóri kolvetn- isleitar hjá Orkustofnun. Hann var nákvæmur vísindamaður sem hafði umsjón og eftirlit með margslungnu alþjóðlegu rann- sóknarverkefni, einu því um- fangsmesta nokkru sinni á land- grunninu norður af Íslandi. Í því starfi naut hann trausts og virð- ingar hérlendis sem erlendis. Hann er fyrrverandi samstarfs- mönnum sínum, víða um lönd Evrópu og í Kína, harmdauði. Hugur alls þessa fólks er með fjölskyldu hans á þungri stundu. Það biður fyrir samúðarkveðjur. Ég starfaði náið með Þórarni að þessum landgrunnsverkefnum olíuleitar og öðrum rannsóknar- verkefnum auðlinda, m.a. hvera- örvera í þágu líftækni, innan Orkustofnunar, hvor á sínu fagsviði. Aldrei bar skugga á þá teymisvinnu. Þótt olíuleit sé í biðstöðu, um stund, biðu ný og ögrandi verk- efni Þórarins hjá Orkustofnun, utan hans vísindalega sérsviðs. Færni hans var ekki dregin í efa, t.d. á vettvangi orkuskipta í sam- göngum bæði á íslenska og evr- ópska vísu. Þá var Þórarinn öfl- ugur liðsmaður starfsmanna- félagsins sem vert er að þakka. Hann var einnig félagi í Lúðra- sveit verkalýðsins, en ég aðdá- andi hennar, sem við oft ræddum á góðri stundu. Persónuleiki hans var hlaðinn gæsku og skyldurækni. Vanda sinn bar hann með sjálfum sér. Ég kveð einstakan ljúfling og félaga, en samúð mín er hjá Mörtu og drengjunum hans, foreldrum og fjölskyldu. Skúli Thoroddsen. Þau hörmulegu tíðindi bárust í síðustu viku að samstarfsmaður minn og vinur Þórarinn Sveinn Arnarson væri látinn. Þegar Þór- arinn hóf störf hjá Orkustofnun fyrir rúmum áratug fékk hann það vandasama hlutverk að stýra verkefnum sem tengdust rann- sóknum, leyfisumsóknum og fyrirhugaðri leit að olíu á Dreka- svæðinu, en þessum verkefnum stýrði hann allan sinn starfstíma hjá stofnuninni. Ég hafði nokkru áður hafið störf á Orkustofnun og fljótlega fengum við það verk- efni að vinna að gerð og uppsetn- ingu á kortasjá á netinu til að birta meðal annars upplýsingar um öll helstu korta- og rann- sóknagögn frá Drekasvæðinu. Þarna gerði ég mér fyrst grein fyrir hvaða hæfileikamann Þór- arinn hafði að geyma. Hann var hámenntaður, skarpgreindur, fljótur að greina hlutina og allt sem tengdist tölvutækninni lék í höndunum á honum. Ritfærni, einstök enskukunnátta og yfir- burðaþekking á tækni og rann- sóknum gerðu það að verkum að margbrotið og á margan hátt ófyrirsjáanlegt verkefni leystist farsællega. Þórarinn hafði alltaf mikið frumkvæði í alls konar málefnum og var maður athafna á stofn- uninni. Hann var félagsmála- maður á vinnustað, tók að sér stjórn starfsmannafélagsins um tíma og var ötull við að sinna undirbúningi alls konar við- burða. Hann var fjölhæfur svo af bar, sem gerði það að verkum að sérhæfð og tæknilega flókin verkefni frá öðrum fagsviðum en hans eigin, enduðu oft á hans borði. Hann var jafnframt ein- staklega hjálpsamur við sam- starfsfólk sitt og aðstoðaði oft við almennari verkefni, eins og til dæmis þýðingar og vefmál. Alltaf voru verkefnin unnin af áhuga og metnaði og ekki fann maður að hann skorti tíma til að sinna slíku, þó það kæmi stundum í ljós eftirá að hann hafði vegna anna á vinnustaðnum tekið verkefnin með sér heim og unnið þau þar eitthvert kvöldið. Þórarinn var einstakur á svo margan hátt. Hann var mjög vandaður maður, góðmennska og hlýja skein frá honum, hann tal- aði ávallt vel um alla í kringum sig og naut ómældrar virðingar samstarfsfólks síns og annarra sem unnu með honum. Þeir sem kynntust honum gerðu sér fljótt grein fyrir því að fjölskylda hans og hagur hennar var alltaf í fyrsta sæti. Engum duldist hvar hjarta hans sló. Við fylgdumst með því að hann átti mörg áhugamál, stundaði ýmsar íþróttir, hjólaði meðal annars ut- an af Seltjarnarnesi í vinnuna á Grensásveginum og lúðrasveitar- starf hans og tónlistarnám son- anna var honum mjög hugleikið. Það var alltaf gott og gefandi að tala við hann og lærdómsríkt að heyra hvernig hann sá lífið og samfélagið í kringum sig. Andlát Þórarins er öllum sem stóðu honum nálægt og til hans þekktu hræðilegt áfall. Ég sendi Mörtu, sonum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Þorvaldur Bragason. Þórarinn Sveinn systursonur minn hafði marga kosti til að bera. Hann var ljúfur drengur, með einstaklega hlýja nærveru, rólegur í framkomu og jafnan góður við samferðamenn sína. Hann hét í höfuðið á afa sínum Þórarni Sveinssyni og voru þeir um margt líkir. Þórarinn var líka mikill ömmustrákur og eftir að hann kom heim frá námi í Bandaríkj- unum voru ferðir hans og Mörtu með drengina tíðar til ömmu Stefaníu á Sólvallagötunni. Eins og nærri má geta kom hið róm- aða eplapæ oft við sögu. Frá unga aldri var fróðleiks- fýsn Þórarins áberandi. Hann varð snemma læs og mikill lestr- arhestur. Hann las allt milli him- ins og jarðar bæði sér til fróð- leiks og skemmtunar. Ósjaldan var hann á kafi í bókum þegar ég heimsótti Gunnu systur. Og mér fannst gaman að fylgjast með því, hvernig hann kom sér upp allskonar stellingum og völdum stöðum á heimilinu sem honum þótti henta til lesturs. Þegar hann útskrifaðist sem stúdent vann hann til verðlauna fyrir góðan námsárangur í nánast öll- um greinum. Ekki gat farið hjá því að hann færi alla leið á náms- brautinni, hann lauk doktors- námi frá Washington-háskóla í Seattle og var lofaður fyrir hæfni sína sem vísindamaður. Við systkinin áttum bróður, Sigurjón, sem lést í janúar í fyrra. Jónsi var einstæður alla ævi og um sumt sérstakur í hátt- um. Hann tók miklu ástfóstri við Þórarin og fjölskyldu hans. Þau endurguldu honum ríkulega með einstakri ástúð og natni og var hann heimagangur hjá þeim eftir að þau settust að hér á landi. Í samskiptum sínum við Jónsa sýndi Þórarinn vel úr hverju hann var gerður – af eðlislægri ljúfmennsku var hann alltaf tilbúinn að sinna þeim sem minna máttu sín í lífinu. Það var líka veröldin sem hann ólst upp við. Heimilið sem Gunna og Öddi bjuggu börnum sínum einkennd- ist af manngæsku, gleði og ást- ríki og var það löngum helsti samverustaður stórfjölskyld- unnar. Við lát Þórarins er sorg okkar og söknuður sem eftir stöndum mikill. Elsku Marta, Baldur Örn, Bjarki Daníel, Kristinn Rúnar og Guðmundur Brynjar, ykkar missir er stór og elsku Gunna systir, Öddi, Örvar, Stefanía og fjölskyldur, megi æðri máttar- völd styrkja ykkur öll á þessum erfiðu tímum. Ólöf Þórarinsdóttir. Mig langar að minnast hans Þórarins frænda míns. Við Þór- arinn vorum jafngamlir og vor- um sérstaklega nánir á okkar yngri árum þegar Þórarinn bjó fyrir austan. Fjölskylda hans flutti svo suður þegar við vorum enn ungir að árum, en það var alltaf gott að hitta Þórarin aftur, hvort sem var þegar þau komu í frí austur eða þegar mín fjöl- skylda var í heimsókn í höfuð- borginni. Þórarinn var afburða- námsmaður, og þó svo að ég hafi sjálfur alltaf átt gott með að læra þá fannst mér hann standa mér framar og hafa meiri metnað til að standa sig vel í náminu. Við sóttum á sama tíma háskólanám heima á Íslandi hvor í sinni námsgreininni. Ég utan að landi, bjó þá á Nýja-Garði, og var alltaf boðið nokkuð reglulega í kvöld- mat til fjölskyldu Þórarins auk þess sem ég rakst reglulega á hann á skólagöngunum. Það fór alltaf vel á með okkur og við gát- um rætt um heima og geima. Báðir enduðum við síðar á að fara í framhaldsnám til Banda- ríkjanna, hann til Seattle og ég til Colorado. Amstur lífsins tók svo við; vinna, fjölskylda og börn. Árin liðu en við hittumst reglu- lega í fjölskylduboðum og stund- um á vinnutengdum atburðum eftir að hann hóf störf hjá Orku- stofnun. Við bjuggum tiltölulega nálægt hvor öðrum og sá ég hann stundum á göngustígum í hverfinu okkar að viðra hundinn sem þau áttu. Hann Þórarinn var rólegur og vingjarnlegur maður sem auðvelt var að leita til. Ég vildi óska þess að ég hefði haft tækifæri til að eyða meiri tíma með honum. Ég votta fjölskyldu Þórarins mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og hugur minn er hjá Mörtu og strákunum þeirra Þórarins. Hvíl í friði, minn kæri frændi. Óli Grétar Blöndal Sveinsson. Sumir sem eru manni sam- ferða í lífinu skilja eftir sig stærri spor en aðrir. Þórarinn var einn af þessum mönnum og Marta er það svo sannarlega líka. Þvílík öndvegis hjón. Það fór svo sem ekki mikið fyrir Þór- arni í eiginlegum skilningi. Hlýr, hæglátur, skilningsríkur, ósér- hlífinn og hjálpsamur. Stutt í brosið og alltaf gott að hitta hann. Hann var drengur góður. Þórarinn var alltaf tilbúinn í verkefnin sem aðrir gáfu sér ekki tíma fyrir eða höfðu ekki tök á að sinna. Og þegar við segj- um Þórarinn þá á það við um Mörtu líka. Það væri erfitt að telja þær stjórnir sem þau hjónin hafa setið í; foreldrafélög, fjáröfl- unarnefndir og hvaðeina. Þau skiptu þessu bara á milli sín. Þá fannst ekki traustari og reyndari fararstjóri í þær óteljandi ferðir, þar sem Þórarinn hélt utan um börnin okkar dag og nótt, með nesti og plástra í bakpoka á dag- inn, og í svefnpoka á dýnu á nótt- inni. Það eiga svo margir góðar minningar um Þórarin og hans er og verður sárt saknað. En nú sameinumst við í sorg- inni og veitum elsku Mörtu, Baldri, Bjarka, Guðmundi og Kristni þann stuðning og styrk sem þau Þórarinn hafa veitt öðr- um í gegnum árin með einum eða öðrum hætti. Það er það minnsta sem við getum gert. Þeirra miss- ir er svo mikill og sár. Minningin um góðan mann, föður, vin og fé- laga mun hins vegar lifa að eilífu. Edda, Eiríkur, Andrea, Ari Pétur og Sigrún María. Í dag kveðjum við kæran vin, hann Þórarin okkar. Við fjölskyldan í Heiðargerð- inu áttum með honum margar ómetanlegar stundir, bæði inn- anlands og í Seattle, þar sem þau Marta voru við nám. Þórarinn var einstaklega greiðvikinn, hlýr og hjálpsamur. Fjölskyldan var honum allt og það var fallegt að fylgjast með hversu stoltur og áhugasamur hann var um allt sem drengirnir hans fjórir tóku sér fyrir hendur. Í sorginni hjálpar að ylja sér við hlýjar minningar um einstak- an vin sem var okkur öllum svo kær. Elsku Þórarinn, megir þú hvíla í friði. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Edda, Marta og Daníel. Kveðja frá samstarfsfólki: Vinur okkar og samstarfs- maður, Þórarinn Sveinn Arnar- son, lést miðvikudaginn 23. maí. Þórarinn hóf störf hjá Orku- stofnun 1. febrúar 2008 og hafði því starfað með okkur í tíu ár. Þórarinn var okkur kær sam- starfsmaður og góður vinur og var einstaklega vel liðinn hér á Orkustofnun sem og hjá kolleg- um okkar utan stofnunarinnar. Þórarinn var ákaflega duglegur og ósérhlífinn og setti sterkan svip á starf stofnunarinnar. Hans vinna síðustu mánuðina var á sviði orkuskipta sem hann hafði mikla ástríðu fyrir og skein það í gegnum allt sem hann gerði. Hann hafði einstaklega góða nærveru og glaðlegt viðmót og gaf sér alltaf tíma til að spjalla við og aðstoða samstarfsfólk sitt. Hann var mikill fjölskyldumaður og var tíðrætt um Mörtu og strákana og áhugamál sín, til dæmis lúðrasveitina sem hann og strákarnir hans deildu. Við samstarfsfólk Þórarins og aðrir í Orkugarði, Grensásvegi 9, komum til með að sakna nær- veru hans og atorku. Við vottum fjölskyldu Þórarins okkar dýpstu samúð með þakklæti í huga fyrir að hafa átt samleið með honum. Hugur okkar er hjá ykkur. Fyrir hönd samstarfsfólks á Orkustofnun, Anna Lilja Oddsdóttir og María Guðmundsdóttir. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Skáldið Hannes Pétursson vís- ar hér veg eftirlifendum sem tak- ast á við mikinn harm og missi. Í mínum huga styðst ég við marg- ar góðar minningar eftir aldar- fjórðungs kynni við Þórarin Svein Arnarson. Fyrst var hann áhugasamur nemandi og síðar öflugur samstarfsmaður. Aldrei bar skugga á okkar samskipti. Við unnum að rannsóknum á sviði efnafræði sjávar, við verk- efni sem gátu verið krefjandi bæði á sjó og í landi. Á sinn hóg- væra og yfirvegaða hátt kynnti Þórarinn sér flókin viðfangsefni til hlítar og leysti þau. Minningin geymir góðar stundir þegar gruflað var í gögnum og þau brotin til mergar. En maðurinn mælir ekki allt og skilur ekki allt. Við leitum endalaust fyllingar í þær eyður. Tónlist sameinar menn og tónlist var Þórarni dýr- mæt, síðustu ár lék hann t.d. með syni sínum í Lúðrasveit verka- lýðsins. Í dag ómar í mínum huga sinfónía Mahlers, sú sem er kennd við upprisuna. Þórarinn kom heim frá fram- haldsnámi í Seattle, vel metinn af verkum sínum en ekki síður stoltur heimilisfaðir sem lét sér annt um Mörtu eiginkonu sína og fjóra syni þeirra. Þrátt fyrir vel- gengni hans í vísindunum fór aldrei milli mála að þau voru honum það mikilvægasta í lífinu. Við Sigrún vottum Mörtu, sonum þeirra og aðstandendum Þórarins dýpstu samúð. Vertu sæll vinur og ljósinu falinn. Jón Ólafsson. Í upphafi árs 2008 var undir- búningur að útboði leitar og vinnsluleyfa á Drekasvæðinu kominn vel á veg og ljóst að ráða þurfti öflugan starfsmann til þess að halda utan um útboðið og samskiptin við leyfishafa. Það var okkur því mikill léttir á Orkustofnun þegar við fundum Þórarin meðal umsækjenda um starfið. Hann var vel menntaður í hafsbotnsfræðum og með reynslu af hafrannsóknum. Hann nálgaðist viðfangsefnið með hóg- værð og alúð, sem var fallin til þess að skapa honum virðingu og vekja traust bæði innan stofn- unarinnar og meðal þeirra vinnslufyrirtækja sem við áttum í samskiptum við. Hann átti mjög gott með að starfa með fólki og aðrir sérfræðingar í kringum hann tóku þátt í verkefninu þannig að það tókst að skapa heildstæðan grunn sem útboðs- ferlið hvíldi á. Þórarinn var félagslyndur í bestu merkingu þess orðs. Hann var alltaf reiðubúinn að veita að- stoð þegar til hans var leitað og lét sér mjög umhugað um velferð samstarfsmanna sinna. Hann var áhugamaður um jafnréttismál og hélt utan um þá vinnu sem hafin er til þess að koma á jafnlauna- vottun innan stofnunarinnar. Orkustofnun hefur eftirlit með eldsneytisnotkun landsmanna og orkuskiptum og hann tók að sér stjórnun þessa málaflokks á síð- asta ári þar sem fyrirsjáanlegt var að verkefni á sviði olíuleitar myndu dragast saman. Hann varð sífellt sannfærðari um nauðsyn þess að draga þyrfti úr eldsneytisnotkun landsmanna og að stofnunin ætti að vera til fyrirmyndar í þeim málum. Fjölgun hleðslustöðva á bíla- stæðinu, deilibíll til afnota fyrir starfsmenn sem komu án bíls í vinnuna, rafmagnsreiðhjól fyrir minni skreppitúra og fjölsóttir kynningarfundir um orkuskipti komu til framkvæmda á nokk- urra mánaða tímabili. Þórarinn var ávallt glaður og jákvæður í viðmóti og gekk í þau verk sem honum voru falin af heilum hug. Við fundum líka sterkt hversu hugur hans var hjá fjölskyldunni og hvernig dag- skráin hjá honum utan vinnutím- ans var full af viðburðum tengd- um íþróttaiðkun og tónlistarnámi barnanna sem veittu honum mikla gleði og lífsfyllingu. En Þórarinn gekk ekki heill til skóg- ar. Við samstarfsfélagar hans vissum að hann glímdi við psori- asis og fór reglulega í Bláa lónið til þess að fá einhverja bót. Við gerðum okkur hins vegar ekki grein fyrir því hversu þjáður hann var. Hann var í sterkri og erfiðri lyfjameðferð sem m.a. leiddi til veikingar ónæmis- kerfisins. Ósérhlífni hans og skyldurækni héldu honum í starfi þegar hann með réttu hefði átt að vera kominn í sjúkraleyfi. Við samstarfsfélagar hans á Orkustofnun sjáum nú á eftir góðum dreng og vinnufélaga sem yfirgaf þennan heim alltof fljótt. Ég er hins vegar viss um að við- kynning okkar við hann á liðnum árum, manngæska hans og um- hyggja, geymist með sérhverju okkar sem lítill fjársjóður sem við getum tekið af þegar okkur finnst mótlætið yfirþyrmandi. Hugur okkar og samúð er hjá Mörtu og sonunum sem sjá nú á bak elskandi föður og þurfa að takast á við breytta tilveru þar sem hann verður svo óralangt fjarri en þó alltaf nálægur. Guðni A. Jóhannesson. Hann birtist hæglátur eitt mánudagskvöld fyrir nokkrum árum með netta tösku undir hendi. Hann sagðist heita Þór- arinn og óskaði eftir því að fá að leika á þverflautu með lúðra- sveitinni. Í för með honum var elsti sonur hans, Baldur Örn, sem hélt á öllu stærra hljóðfæri og var í sömu erindagjörðum. Við buðum þá feðga að sjálf- sögðu velkomna og hófust þar með afburðagóð kynni okkar af Þórarni og fjölskyldu hans. Þór- arinn var flinkur flautuleikari og því kærkomin viðbót í okkar rað- ir. Hann var hvers manns hug- ljúfi og eftir aðeins stutt stopp fannst mörgum eins og hann hefði verið í okkar röðum til fjölda ára. Þórarinn var bón- góður, hann var oft og iðulega með þeim fyrstu til að bjóða fram aðstoð í þeim verkum sem þurfti að vinna og duglegur að taka þátt í öllum þeim viðburðum sem fylgja erilsömu starfi lúðra- sveitar. Einhverju síðar kom svo Bjarki Daníel, næstelsti sonur Þórarins, einnig til liðs við okkur og auðvitað vonumst við eftir að fá yngri synina tvo í hópinn þeg- ar þeir hafa aldur til, enda nú þegar orðnir slyngir hljóðfæra- leikarar eins og Þórarinn og eldri bræðurnir báðir. Það var sérstaklega eftir því tekið í okkar hópi hversu náið og gott samband var á milli Þór- arins og sona hans. Hann var sannarlega vinur þeirra og vel sást hversu umhugað honum var um þroska þeirra og uppeldi. Fréttin af andláti Þórarins kom okkur í opna skjöldu. Það er huggun að vita til þess að á erf- iðum stundum getum við sem SJÁ SÍÐU 32

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.