Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2018 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is „Hagstofa Íslands hefur í samræmi við þingsályktun Alþingis frá 16. maí 2014 staðið að sérstakri gagnasöfnun um kjörsókn eftir aldri kjósenda í þeim almennu kosningum sem haldn- ar hafa verið síðan þá. Í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum var sam- bærileg beiðni um skýrslugjöf send yfirkjörstjórnum 74 sveitarfélaga. Um skýrslugjöf yfirkjörstjórna í sveitarstjórnarkosningum segir í 88. gr. laga um kosningar til sveitar- stjórna nr. 5/1998: „Yfirkjörstjórn skal senda Hagstofu Íslands skýrslu um kosninguna ritaða á eyðublað er Hagstofan lætur í té.““ Þetta kom fram í tilkynningu frá Hagstofunni vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær. Hagstofan segir að gagnasöfnunin taki mið af öruggri meðferð persónu- upplýsinga um leið og gætt sé að svarbyrði við framkvæmd. Þetta sé gert í samræmi við lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð og lög um persónuvernd. „Að beiðni kjörstjórna er beðið um að skrásettar séu raðtölur þeirra sem kusu ekki til að minnka álag við inn- slátt. Auk heldur er í samræmi við fyrri reynslu tilgreint á eyðublaðinu hvort raðtalan eigi við um konu eða karl til að minnka villuhættu við inn- slátt. Eftir að yfirkjörstjórnir hafa skilað gögnum á öruggt vefsvæði fá gögnin nýtt auðkenni sem er ótengt kennitölu, nafni eða raðnúmeri kjör- skrár en öðrum upplýsingum er eytt. Gögnin eru því hvorki rekjanleg til nafns né kennitölu,“ segir í tilkynn- ingunni. Hagstofan kveðst hafa skýra heim- ild til að safna og nota persónu- greinanleg gögn við hagskýrslugerð og leggja áherslu á örugga meðferð trúnaðargagna. Fyrir alþingiskosn- ingar haustið 2016 var beðið um álit Persónuverndar á því hvort vinnsla Hagstofunnar væri í samræmi við lög og gerði Persónuvernd engar at- hugasemdir við vinnsluferlið. Enn fremur segir í tilkynningunni að um sé að ræða brýnar upplýsingar um samfélagsgerð og lýðræðislega virkni borgaranna. Í ljósi þess að erf- itt geti verið að fá fulla þátttöku frá ungu fólki og fólki með erlendan upp- runa í úrtaksrannsóknum sé sú leið illfær til að fá áreiðanlegar upplýs- ingar um kosningaþátttöku þeirra. Því hafi verið kallað eftir sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum um kosningaþátttökuna. Gögnin eru órekjanleg  Hagstofa leitaði álits Persónuverndar Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Margir muna eflaust eftir því þegar fyrsta bílnum var ekið af vinstri vegarhelmingi yfir á þann hægri 26. maí 1968. Þar fór Valgarð Briem, þáverandi formaður framkvæmda- nefndar. Valgarð var mættur aftur í gær á Skúlagötu í Reykjavík og ók sama bílnum af vinstri vegarhelm- ingi yfir á þann hægri, líkt og hann gerði á sama stað fyrir hálfri öld. Bíllinn, sem er af gerðinni Ply- mouth Valiant, var settur í stand fyrir tilefnið og fór kraftur hans ekki framhjá viðstöddum, góð áminning um hversu hljóðlátir bílar eru í dag. Til að undirstrika breytta tíma ók 17 ára starfsmaður Sam- göngustofu nýlegri Tesla-rafbifreið á eftir Valgarð með Sigurð Inga Jó- hannsson samgönguráðherra sem farþega. Reiðhjól með vagn í eftir- dragi rak lestina til að undirstrika enn frekar fjölbreytta flóru sam- gangna í dag. Mikilvæg fræðsla Mikil fræðsla og kynning á ör- yggi í samgöngum átti sér stað í að- draganda H-dagsins fyrir fimmtíu árum og var þá nokkuð ný af nál- inni. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur í öryggis- og fræðslu- deild Samgöngustofu, telur að fræðslan og átakið í kringum H- daginn hafi skipt sköpum fyrir landslag öryggismála í landinu. „Árangurinn sem náðist í kringum H-daginn var ótrúlegur og það er því lag að líta á afmælið sem leið til að votta þeim frumkvöðlum sem stóðu þar að baki virðingu og þakka það góða starf sem þeir unnu í þágu umferðaröryggis.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir einnig að H-dagurinn hafi verið vendipunktur í öryggisstarfi og fræðslu. „Það er gott að minnast þess ótrúlega árangurs sem H-dagurinn uppskar, en tíðni umferðarslysa snarminnkaði 1968 og árið þar á eft- ir. Þetta sýnir að með öflugri fræðslu og kynningu er hægt að draga verulega úr slysum. Í dag á þetta ennþá við, það er alltaf hægt að gera betur og minna meira á ör- yggi í umferðinni.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 94 ára bílstjóri Valgarð Briem endurtók leikinn frá því fyrir hálfri öld þegar hann ók af vinstri vegarhelmingi yfir á hægri vegarhelming í táknrænni bílferð við Sjávarútvegshúsið í gær. H-dagurinn frá 1968 endurgerður  Gömlum bíl og nýjum rafbíl ekið í táknrænni ökuferð frá vinstri til hægri á Skúlagötu í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tvennir tímar Gömul drossía og nýr rafbíll undirstrikuðu öldina hálfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.